Félagið skráð á mömmu, neitaði að upplýsa um arð og ætlaði að flytja úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2017 11:14 Íslendingurinn sætir farbanni og eignir upp á 180 milljónir króna hafa verið kyrrsettar. Vísir/Getty Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta farbanni á meðan héraðssaksóknari hafi til rannsóknar meiriháttar skattalagabrot sem maðurinn er grunaður um. Maðurinn hefur lítið vilja tjá sig í skýrslutökum hjá saksóknara og hugsðist flytja úr landi um síðustu helgi. Málið er eitt þeirra sem skattrannsóknarstjóri hefu til rannsóknar en það barst á borð hans frá ábendingaraðila sem þjónustaði hinn grunaða. Rannsókn málsins lítur að skattskilum mannsins frá 2012 til 2016 auk skattskila á tveimur félögum.Þögull sem gröfinn um arðgreiðslur Samkvæmt upplýsingum frá skattrannsóknarstjóra er grunur um að raunverulegt eignarhald annars félagsins hafi verið í höndum mannsins en því hafi verið haldið leyndu þar sem hann átti í málaferlum við Landsbankann. Hafi móðir hans því verið skráður eigandi félagsins. Aðspurður um eignarhald í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra vildi hann ekki tjá sig og heldur ekki upplýsa hver hefði fengið útgreiddan arð félagsins. Félagið er til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra eftir að ábending barst um að tilhæfulausir reikningar hefðu verið gjaldfærðir í rekstri félagsins, samtals að fjárhæð kr. 161.090.890 á árunum 2013-2016. Ábendingaraðilinn hafi verið útgefandi sölureikninganna. Samkvæmt framburði ábendingaraðila mun hann hafa fengið 10% af hverjum reikningi sem hann hafi gefið út á hendur félaginu en hann hafi svo farið í bankann og tekið 90% út í reiðufé og látið hinn grunaða eða rekstrarstjóra félagsins hafa það. Hinn grunaði býr að miklu leyti erlendis og upplýsti ábendingaraðilinn að hann hefði einnig sent fjármuni á sambýliskonu hans og systur hennar. Aðspurður sagðist ábendingaraðilinn einnig hafa gefið út tilhæfulausa reikninga á hendur hinu félaginu í umsjá hins grunaða. Það félag er einnig til rannsóknar en maðurinn er einnig talinn vera daglegur stjórnandi þess.180 milljónir króna kyrrsettar Rannsókn málanna beinist að því hvort maðurinn hafi sem daglegur stjórnandi félaganna tveggja gjaldfært rekstrarkostnað og talið fram innskatt á grundvelli tilhæfulausra sölureikninga. Þá sé einnig grunur um að laun hans hafi einungis að litlum hluta verið gefin upp til skatts. Meint brot geti varðað 6 ára fangelsi sbr. 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Eignir mannsins, 65 milljónir króna auk 16 milljóna hjá móður hans og 98 milljóna króna í öðru félaginu hafa verið kyrrsettar. Maðurinn er giftur erlendum ríkisborgara og hugðist flytja til útlanda þar sem hann væri búinn að ganga frá sölu á félaginu. Aðspurður sagði hann í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra að hann vissi ekki hvenær hann kæmi aftur til Íslands. Fyrirhuguð brottför var síðastliðinn sunnudag. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og svo Hæstiréttur féllust á kröfu héraðssaksóknara þess efnis að maðurinn sætti farbanni meðan málið er til rannsóknar. Farbannið gildir til 14. apríl. Nánar má kynna sér dóm Hæstaréttar hér. Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta farbanni á meðan héraðssaksóknari hafi til rannsóknar meiriháttar skattalagabrot sem maðurinn er grunaður um. Maðurinn hefur lítið vilja tjá sig í skýrslutökum hjá saksóknara og hugsðist flytja úr landi um síðustu helgi. Málið er eitt þeirra sem skattrannsóknarstjóri hefu til rannsóknar en það barst á borð hans frá ábendingaraðila sem þjónustaði hinn grunaða. Rannsókn málsins lítur að skattskilum mannsins frá 2012 til 2016 auk skattskila á tveimur félögum.Þögull sem gröfinn um arðgreiðslur Samkvæmt upplýsingum frá skattrannsóknarstjóra er grunur um að raunverulegt eignarhald annars félagsins hafi verið í höndum mannsins en því hafi verið haldið leyndu þar sem hann átti í málaferlum við Landsbankann. Hafi móðir hans því verið skráður eigandi félagsins. Aðspurður um eignarhald í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra vildi hann ekki tjá sig og heldur ekki upplýsa hver hefði fengið útgreiddan arð félagsins. Félagið er til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra eftir að ábending barst um að tilhæfulausir reikningar hefðu verið gjaldfærðir í rekstri félagsins, samtals að fjárhæð kr. 161.090.890 á árunum 2013-2016. Ábendingaraðilinn hafi verið útgefandi sölureikninganna. Samkvæmt framburði ábendingaraðila mun hann hafa fengið 10% af hverjum reikningi sem hann hafi gefið út á hendur félaginu en hann hafi svo farið í bankann og tekið 90% út í reiðufé og látið hinn grunaða eða rekstrarstjóra félagsins hafa það. Hinn grunaði býr að miklu leyti erlendis og upplýsti ábendingaraðilinn að hann hefði einnig sent fjármuni á sambýliskonu hans og systur hennar. Aðspurður sagðist ábendingaraðilinn einnig hafa gefið út tilhæfulausa reikninga á hendur hinu félaginu í umsjá hins grunaða. Það félag er einnig til rannsóknar en maðurinn er einnig talinn vera daglegur stjórnandi þess.180 milljónir króna kyrrsettar Rannsókn málanna beinist að því hvort maðurinn hafi sem daglegur stjórnandi félaganna tveggja gjaldfært rekstrarkostnað og talið fram innskatt á grundvelli tilhæfulausra sölureikninga. Þá sé einnig grunur um að laun hans hafi einungis að litlum hluta verið gefin upp til skatts. Meint brot geti varðað 6 ára fangelsi sbr. 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Eignir mannsins, 65 milljónir króna auk 16 milljóna hjá móður hans og 98 milljóna króna í öðru félaginu hafa verið kyrrsettar. Maðurinn er giftur erlendum ríkisborgara og hugðist flytja til útlanda þar sem hann væri búinn að ganga frá sölu á félaginu. Aðspurður sagði hann í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra að hann vissi ekki hvenær hann kæmi aftur til Íslands. Fyrirhuguð brottför var síðastliðinn sunnudag. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og svo Hæstiréttur féllust á kröfu héraðssaksóknara þess efnis að maðurinn sætti farbanni meðan málið er til rannsóknar. Farbannið gildir til 14. apríl. Nánar má kynna sér dóm Hæstaréttar hér.
Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira