Félagið skráð á mömmu, neitaði að upplýsa um arð og ætlaði að flytja úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2017 11:14 Íslendingurinn sætir farbanni og eignir upp á 180 milljónir króna hafa verið kyrrsettar. Vísir/Getty Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta farbanni á meðan héraðssaksóknari hafi til rannsóknar meiriháttar skattalagabrot sem maðurinn er grunaður um. Maðurinn hefur lítið vilja tjá sig í skýrslutökum hjá saksóknara og hugsðist flytja úr landi um síðustu helgi. Málið er eitt þeirra sem skattrannsóknarstjóri hefu til rannsóknar en það barst á borð hans frá ábendingaraðila sem þjónustaði hinn grunaða. Rannsókn málsins lítur að skattskilum mannsins frá 2012 til 2016 auk skattskila á tveimur félögum.Þögull sem gröfinn um arðgreiðslur Samkvæmt upplýsingum frá skattrannsóknarstjóra er grunur um að raunverulegt eignarhald annars félagsins hafi verið í höndum mannsins en því hafi verið haldið leyndu þar sem hann átti í málaferlum við Landsbankann. Hafi móðir hans því verið skráður eigandi félagsins. Aðspurður um eignarhald í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra vildi hann ekki tjá sig og heldur ekki upplýsa hver hefði fengið útgreiddan arð félagsins. Félagið er til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra eftir að ábending barst um að tilhæfulausir reikningar hefðu verið gjaldfærðir í rekstri félagsins, samtals að fjárhæð kr. 161.090.890 á árunum 2013-2016. Ábendingaraðilinn hafi verið útgefandi sölureikninganna. Samkvæmt framburði ábendingaraðila mun hann hafa fengið 10% af hverjum reikningi sem hann hafi gefið út á hendur félaginu en hann hafi svo farið í bankann og tekið 90% út í reiðufé og látið hinn grunaða eða rekstrarstjóra félagsins hafa það. Hinn grunaði býr að miklu leyti erlendis og upplýsti ábendingaraðilinn að hann hefði einnig sent fjármuni á sambýliskonu hans og systur hennar. Aðspurður sagðist ábendingaraðilinn einnig hafa gefið út tilhæfulausa reikninga á hendur hinu félaginu í umsjá hins grunaða. Það félag er einnig til rannsóknar en maðurinn er einnig talinn vera daglegur stjórnandi þess.180 milljónir króna kyrrsettar Rannsókn málanna beinist að því hvort maðurinn hafi sem daglegur stjórnandi félaganna tveggja gjaldfært rekstrarkostnað og talið fram innskatt á grundvelli tilhæfulausra sölureikninga. Þá sé einnig grunur um að laun hans hafi einungis að litlum hluta verið gefin upp til skatts. Meint brot geti varðað 6 ára fangelsi sbr. 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Eignir mannsins, 65 milljónir króna auk 16 milljóna hjá móður hans og 98 milljóna króna í öðru félaginu hafa verið kyrrsettar. Maðurinn er giftur erlendum ríkisborgara og hugðist flytja til útlanda þar sem hann væri búinn að ganga frá sölu á félaginu. Aðspurður sagði hann í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra að hann vissi ekki hvenær hann kæmi aftur til Íslands. Fyrirhuguð brottför var síðastliðinn sunnudag. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og svo Hæstiréttur féllust á kröfu héraðssaksóknara þess efnis að maðurinn sætti farbanni meðan málið er til rannsóknar. Farbannið gildir til 14. apríl. Nánar má kynna sér dóm Hæstaréttar hér. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta farbanni á meðan héraðssaksóknari hafi til rannsóknar meiriháttar skattalagabrot sem maðurinn er grunaður um. Maðurinn hefur lítið vilja tjá sig í skýrslutökum hjá saksóknara og hugsðist flytja úr landi um síðustu helgi. Málið er eitt þeirra sem skattrannsóknarstjóri hefu til rannsóknar en það barst á borð hans frá ábendingaraðila sem þjónustaði hinn grunaða. Rannsókn málsins lítur að skattskilum mannsins frá 2012 til 2016 auk skattskila á tveimur félögum.Þögull sem gröfinn um arðgreiðslur Samkvæmt upplýsingum frá skattrannsóknarstjóra er grunur um að raunverulegt eignarhald annars félagsins hafi verið í höndum mannsins en því hafi verið haldið leyndu þar sem hann átti í málaferlum við Landsbankann. Hafi móðir hans því verið skráður eigandi félagsins. Aðspurður um eignarhald í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra vildi hann ekki tjá sig og heldur ekki upplýsa hver hefði fengið útgreiddan arð félagsins. Félagið er til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra eftir að ábending barst um að tilhæfulausir reikningar hefðu verið gjaldfærðir í rekstri félagsins, samtals að fjárhæð kr. 161.090.890 á árunum 2013-2016. Ábendingaraðilinn hafi verið útgefandi sölureikninganna. Samkvæmt framburði ábendingaraðila mun hann hafa fengið 10% af hverjum reikningi sem hann hafi gefið út á hendur félaginu en hann hafi svo farið í bankann og tekið 90% út í reiðufé og látið hinn grunaða eða rekstrarstjóra félagsins hafa það. Hinn grunaði býr að miklu leyti erlendis og upplýsti ábendingaraðilinn að hann hefði einnig sent fjármuni á sambýliskonu hans og systur hennar. Aðspurður sagðist ábendingaraðilinn einnig hafa gefið út tilhæfulausa reikninga á hendur hinu félaginu í umsjá hins grunaða. Það félag er einnig til rannsóknar en maðurinn er einnig talinn vera daglegur stjórnandi þess.180 milljónir króna kyrrsettar Rannsókn málanna beinist að því hvort maðurinn hafi sem daglegur stjórnandi félaganna tveggja gjaldfært rekstrarkostnað og talið fram innskatt á grundvelli tilhæfulausra sölureikninga. Þá sé einnig grunur um að laun hans hafi einungis að litlum hluta verið gefin upp til skatts. Meint brot geti varðað 6 ára fangelsi sbr. 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Eignir mannsins, 65 milljónir króna auk 16 milljóna hjá móður hans og 98 milljóna króna í öðru félaginu hafa verið kyrrsettar. Maðurinn er giftur erlendum ríkisborgara og hugðist flytja til útlanda þar sem hann væri búinn að ganga frá sölu á félaginu. Aðspurður sagði hann í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra að hann vissi ekki hvenær hann kæmi aftur til Íslands. Fyrirhuguð brottför var síðastliðinn sunnudag. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og svo Hæstiréttur féllust á kröfu héraðssaksóknara þess efnis að maðurinn sætti farbanni meðan málið er til rannsóknar. Farbannið gildir til 14. apríl. Nánar má kynna sér dóm Hæstaréttar hér.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira