Bankaráðsformaður Landsbankans segir nýjar höfuðstöðvar brýnar en ekki flottræfilshátt Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2017 20:00 Bankaráðsformaður Landsbankans segir að enginn flottræfilsháttur verði á nýjum höfuðstöðvum bankans sem nauðsynlegt sé að byggja af hagkvæmnisástæðum. Landsbankinn ákveður í vor hvort hann byggir nýjar höfuðstöðvar á Hörpu-reitnum eða annars staðar. Í dag voru opnuð tilboð í uppsteypu á nýju Marriott hóteli við Hörpu. Landsbankinn hefur verið með höfuðstöðvar sínar í núverandi byggingu í Austurstræti í tæp nítíu ár. En hann er með starfsemi víða annars staðar í Kvosinni á um 20 þúsund fermetrum. Stjórnendur bankans telja brýnt að byggja nýjar höfuðstöðvar og hafa gefið sér tímafrest í þeim efnum. Reyndar hefur bankinn verið á þessari lóð allt frá árinu 1898 en hús sem byggt var það ár eyðilagðist í bruna árið 1915. Það var síðar endurbyggt og aðalbyggingin kominn í núverandi mynd árið 1924. Fyrir um tveimur árum ákvað bankaráð að hefja hönnunarsamkeppni um nýjar höfuðstöðvar á hörpureitnum en vegna mikillar gagnrýni var fallið frá þessum áformum sumarið 2015. Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans segir að nú þrýsta aðstæður hins vegar á að bankinn hrökkvi eða stökkvi varðandi lóðina við Hörpu. „Jú það er rétt hjá þér. Við höfum falið nýjum bankastjóra að fara mjög vel yfir málin. Yfir þær greiningar og þarfir sem við höfum sett. En það er orðið mjög brýnt að leysa húsnæðismál bankans og þess vegna ætlum við að taka ákvörðun í vor,“ segir Helga Björk. Framkvæmdir annarra aðila á Hafnartorgi eru langt komnar en þær byggingar tengjast beint skipulaginu við Hörpu. Meðal annars mun samtengdur bílastæðakjallari fyrir rúmlega þúsund bíla liggja undir öllu svæðinu. Í dag voru síðan opnuð tilboð í uppsteypu Marriott hótelsins sem rísa á við Hörpu en verkið á að hefjast strax í næsta mánuði. Allar þessar framkvæmdir þrýsta því á ákvörðun af hálfu Landsbankans sem hefur heimild til að byggja 16 þúsund fermetra hús á hörpureitnum. „Það er alveg ljóst að ef hús verður byggt þarna verður verslun og þjónusta á neðstu hæðinni, þá munum við ekki nýta það. Við munum ekki þurfa allt þetta húsnæði þannig að við munum þurfa að leigja eða selja út frá okkur, ef til kemur að byggt verði þarna,“ segir bankaráðsformaðurinn. En í dag er talið að bankinn þurfi um 11 þúsund fermetra undir höfuðstöðvar. Helga segir aðstöðu bankans búna að vera óviðuandi lengi á þrettán stöðum í miðborginni ásamt fleiri stöðum víða um borgina. Þetta sé spurning um hagræðingu en ekki flottræfilshátt. „Þetta er farið að standa okkur fyrir þrifum að vera í svona dreifðri starfsemi í allt of stóru húsnæði. Við þurfum sveigjanleika til framtíðar og að sjálfsögðu ef til kemur að við byggjum hús, hvort sem það verður á hörpureitnum eða annars staðar, þá verður enginn flottræfilsháttur þar á bæ. En þetta er mjög brýnt verkefni fyrir bankann,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir. Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Bankaráðsformaður Landsbankans segir að enginn flottræfilsháttur verði á nýjum höfuðstöðvum bankans sem nauðsynlegt sé að byggja af hagkvæmnisástæðum. Landsbankinn ákveður í vor hvort hann byggir nýjar höfuðstöðvar á Hörpu-reitnum eða annars staðar. Í dag voru opnuð tilboð í uppsteypu á nýju Marriott hóteli við Hörpu. Landsbankinn hefur verið með höfuðstöðvar sínar í núverandi byggingu í Austurstræti í tæp nítíu ár. En hann er með starfsemi víða annars staðar í Kvosinni á um 20 þúsund fermetrum. Stjórnendur bankans telja brýnt að byggja nýjar höfuðstöðvar og hafa gefið sér tímafrest í þeim efnum. Reyndar hefur bankinn verið á þessari lóð allt frá árinu 1898 en hús sem byggt var það ár eyðilagðist í bruna árið 1915. Það var síðar endurbyggt og aðalbyggingin kominn í núverandi mynd árið 1924. Fyrir um tveimur árum ákvað bankaráð að hefja hönnunarsamkeppni um nýjar höfuðstöðvar á hörpureitnum en vegna mikillar gagnrýni var fallið frá þessum áformum sumarið 2015. Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans segir að nú þrýsta aðstæður hins vegar á að bankinn hrökkvi eða stökkvi varðandi lóðina við Hörpu. „Jú það er rétt hjá þér. Við höfum falið nýjum bankastjóra að fara mjög vel yfir málin. Yfir þær greiningar og þarfir sem við höfum sett. En það er orðið mjög brýnt að leysa húsnæðismál bankans og þess vegna ætlum við að taka ákvörðun í vor,“ segir Helga Björk. Framkvæmdir annarra aðila á Hafnartorgi eru langt komnar en þær byggingar tengjast beint skipulaginu við Hörpu. Meðal annars mun samtengdur bílastæðakjallari fyrir rúmlega þúsund bíla liggja undir öllu svæðinu. Í dag voru síðan opnuð tilboð í uppsteypu Marriott hótelsins sem rísa á við Hörpu en verkið á að hefjast strax í næsta mánuði. Allar þessar framkvæmdir þrýsta því á ákvörðun af hálfu Landsbankans sem hefur heimild til að byggja 16 þúsund fermetra hús á hörpureitnum. „Það er alveg ljóst að ef hús verður byggt þarna verður verslun og þjónusta á neðstu hæðinni, þá munum við ekki nýta það. Við munum ekki þurfa allt þetta húsnæði þannig að við munum þurfa að leigja eða selja út frá okkur, ef til kemur að byggt verði þarna,“ segir bankaráðsformaðurinn. En í dag er talið að bankinn þurfi um 11 þúsund fermetra undir höfuðstöðvar. Helga segir aðstöðu bankans búna að vera óviðuandi lengi á þrettán stöðum í miðborginni ásamt fleiri stöðum víða um borgina. Þetta sé spurning um hagræðingu en ekki flottræfilshátt. „Þetta er farið að standa okkur fyrir þrifum að vera í svona dreifðri starfsemi í allt of stóru húsnæði. Við þurfum sveigjanleika til framtíðar og að sjálfsögðu ef til kemur að við byggjum hús, hvort sem það verður á hörpureitnum eða annars staðar, þá verður enginn flottræfilsháttur þar á bæ. En þetta er mjög brýnt verkefni fyrir bankann,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir.
Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira