Flestir telja að afnám hafta snerti þá ekki Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2017 07:00 Viðhorf til afnáms hafta „Þetta kemur ekki á óvart og þetta er rétt skilið hjá meginþorra fólks myndi ég ætla. En þetta voru náttúrlega bara síðustu skrefin,“ segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Helmingur þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis telur að afnám fjármagnshafta hafi engin áhrif fyrir þá og fjármál þeirra. Rúmlega 30 prósent telja það hafa mjög lítil eða lítil áhrif. Einungis rúm 20 prósent telja afnám hafta hafa mikil eða mjög mikil áhrif. Hinn 12. mars síðastliðinn var tilkynnt að höft yrðu afnumin að fullu tveimur dögum seinna. Í tilkynningu vegna ákvörðunarinnar sagði að fjármagnsflæði að og frá landinu yrði nú gefið frjálst og einstaklingar, fyrirtæki og lífeyrissjóðir geti fjárfest erlendis án takmarkana.Breki Karlsson„Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir lífeyrissjóði sem þurfa að dreifa áhættu af fjárfestingum sínum,“ sagði í tilkynningunni. Á þeim tíma var helst óttast að breytingarnar myndu hafa þau áhrif að gengi krónunnar myndi snarlækka með tilheyrandi verðhækkunum á innfluttum vörum. Það hefur ekki gengið eftir, en evran var þó fjórum krónum dýrari í gær en hún var 12. mars. „Þessi síðustu skref sem voru tekin um daginn hafa svo sem engin bein áhrif á hið almenna heimili,“ segir Breki Karlsson. Hins vegar séu óbeinu áhrifin þau að væntingar ættu að standa til þess að vaxtakjör ríkisins batni. Þá muni Seðlabanki Evrópu hugsanlega skrá krónuna aftur sem gjaldmiðil sem hann hafi ekki gert síðan í desember 2008. Við það muni tiltrú á krónuna aukast. „Óbeint hefur það því áhrif á heimilin,“ segir hann. Breki segir breytinguna sem varð um síðustu áramót hafa haft mun meiri áhrif á almenning „Þegar fólki var gefin heimild til að versla með gjaldmiðil,“ útskýrir Breki og bendir á að í raun hafi verið stigin nokkur skref við haftaafnámið og þau verið þannig að almenningur hafi varla tekið eftir þeim. „Það er frábært og þýðir að vel hefur tekist til og að þau hafa ekki haft óeðlileg áhrif á gengi krónu umfram venjulegar sveiflur,“ segir Breki. Hringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða áhrif telurðu að afnám fjármagnshafta muni hafa fyrir þig og þín fjármál? Alls tóku 64 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 33 prósent sögðust óákveðin og 3 prósent svöruðu ekki spurningunni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
„Þetta kemur ekki á óvart og þetta er rétt skilið hjá meginþorra fólks myndi ég ætla. En þetta voru náttúrlega bara síðustu skrefin,“ segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Helmingur þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis telur að afnám fjármagnshafta hafi engin áhrif fyrir þá og fjármál þeirra. Rúmlega 30 prósent telja það hafa mjög lítil eða lítil áhrif. Einungis rúm 20 prósent telja afnám hafta hafa mikil eða mjög mikil áhrif. Hinn 12. mars síðastliðinn var tilkynnt að höft yrðu afnumin að fullu tveimur dögum seinna. Í tilkynningu vegna ákvörðunarinnar sagði að fjármagnsflæði að og frá landinu yrði nú gefið frjálst og einstaklingar, fyrirtæki og lífeyrissjóðir geti fjárfest erlendis án takmarkana.Breki Karlsson„Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir lífeyrissjóði sem þurfa að dreifa áhættu af fjárfestingum sínum,“ sagði í tilkynningunni. Á þeim tíma var helst óttast að breytingarnar myndu hafa þau áhrif að gengi krónunnar myndi snarlækka með tilheyrandi verðhækkunum á innfluttum vörum. Það hefur ekki gengið eftir, en evran var þó fjórum krónum dýrari í gær en hún var 12. mars. „Þessi síðustu skref sem voru tekin um daginn hafa svo sem engin bein áhrif á hið almenna heimili,“ segir Breki Karlsson. Hins vegar séu óbeinu áhrifin þau að væntingar ættu að standa til þess að vaxtakjör ríkisins batni. Þá muni Seðlabanki Evrópu hugsanlega skrá krónuna aftur sem gjaldmiðil sem hann hafi ekki gert síðan í desember 2008. Við það muni tiltrú á krónuna aukast. „Óbeint hefur það því áhrif á heimilin,“ segir hann. Breki segir breytinguna sem varð um síðustu áramót hafa haft mun meiri áhrif á almenning „Þegar fólki var gefin heimild til að versla með gjaldmiðil,“ útskýrir Breki og bendir á að í raun hafi verið stigin nokkur skref við haftaafnámið og þau verið þannig að almenningur hafi varla tekið eftir þeim. „Það er frábært og þýðir að vel hefur tekist til og að þau hafa ekki haft óeðlileg áhrif á gengi krónu umfram venjulegar sveiflur,“ segir Breki. Hringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða áhrif telurðu að afnám fjármagnshafta muni hafa fyrir þig og þín fjármál? Alls tóku 64 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 33 prósent sögðust óákveðin og 3 prósent svöruðu ekki spurningunni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira