Sjötíu stig Booker dugðu Phoenix ekki til í Boston | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2017 11:15 Booker átti stórleik í nótt. Vísir/Getty Þrátt fyrir að hafa fengið sjötíu stig frá ungstirninu Devin Booker þurfti Phoenix Suns að sætta sig við tíu stiga tap 130-120 gegn Boston Celtics í TD Garden í nótt. Booker sem er aðeins tuttugu ára gamall bætti með því félagsmet Phoenix Suns og varð um leið sjötti leikmaðurinn sem nær þessum áfanga. Er hann því í flokki með mönnum á borð við Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, Elgin Baylor, David Robinson og David Thompson. Lék hann 44 mínútur í gær og tók 40 skot í leiknum ásamt því að gefa sex stoðsendingar en þrátt fyrir það leiddi Boston frá upphafi til enda í leik sem áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn. Í liði Boston dreifðist stigaskorunin vel en bakvörðurinn knái Isaiah Thomas var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig. Fyrr um kvöldið var LeBron James aðeins einu frákasti frá elleftu þreföldu tvennu tímabilsins í sjö stiga sigri á New Orleans Pelicans en Cleveland-menn svöruðu heldur betur fyrir eina verstu varnarframmistöðu liðsins í langan tíma gegn Denver Nuggets í leiknum þar á undan. Cleveland náði forskotinu í upphafi annars leikhluta og með góðu framlagi frá meðreiðasveinum James náðu gestirnir frá Cleveland að innbyrða sigurinn og halda í toppsæti Austurdeildarinnar þegar skammt er eftir af tímabilinu. Þá vann Los Angeles Lakers sjaldséðan sigur er liðið tók á móti Minnesota Timberwolves í Staples Center en heimamenn í Lakers náðu að knýja fram framlengingu með góðum lokasprett og voru með töluverða yfirburði í framlengingunni.Úrslit gærkvöldsins: Washington Wizards 129-108 Brooklyn Nets Charlotte Hornets 105-112 Cleveland Cavaliers Orlando Magic 115-87 Detroit Pistons Indiana Pacers 117-125 Denver Nuggets Boston Celtics 130-120 Phoenix Suns Chicago Bulls 107-117 Philadelphia 76ers Milwaukee Bucks 100-97 Atlanta Hawks Houston Rockets 117-107 New Orleans Pelicans Los Angeles Lakers 130-119 Minnesota Timberwolves Golden State Warriors 114-100 Sacramento KingsHelstu tilþrif kvöldsins: Stórkostleg frammistaða Booker: Clarkson var flottur í sigri Lakers NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa fengið sjötíu stig frá ungstirninu Devin Booker þurfti Phoenix Suns að sætta sig við tíu stiga tap 130-120 gegn Boston Celtics í TD Garden í nótt. Booker sem er aðeins tuttugu ára gamall bætti með því félagsmet Phoenix Suns og varð um leið sjötti leikmaðurinn sem nær þessum áfanga. Er hann því í flokki með mönnum á borð við Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, Elgin Baylor, David Robinson og David Thompson. Lék hann 44 mínútur í gær og tók 40 skot í leiknum ásamt því að gefa sex stoðsendingar en þrátt fyrir það leiddi Boston frá upphafi til enda í leik sem áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn. Í liði Boston dreifðist stigaskorunin vel en bakvörðurinn knái Isaiah Thomas var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig. Fyrr um kvöldið var LeBron James aðeins einu frákasti frá elleftu þreföldu tvennu tímabilsins í sjö stiga sigri á New Orleans Pelicans en Cleveland-menn svöruðu heldur betur fyrir eina verstu varnarframmistöðu liðsins í langan tíma gegn Denver Nuggets í leiknum þar á undan. Cleveland náði forskotinu í upphafi annars leikhluta og með góðu framlagi frá meðreiðasveinum James náðu gestirnir frá Cleveland að innbyrða sigurinn og halda í toppsæti Austurdeildarinnar þegar skammt er eftir af tímabilinu. Þá vann Los Angeles Lakers sjaldséðan sigur er liðið tók á móti Minnesota Timberwolves í Staples Center en heimamenn í Lakers náðu að knýja fram framlengingu með góðum lokasprett og voru með töluverða yfirburði í framlengingunni.Úrslit gærkvöldsins: Washington Wizards 129-108 Brooklyn Nets Charlotte Hornets 105-112 Cleveland Cavaliers Orlando Magic 115-87 Detroit Pistons Indiana Pacers 117-125 Denver Nuggets Boston Celtics 130-120 Phoenix Suns Chicago Bulls 107-117 Philadelphia 76ers Milwaukee Bucks 100-97 Atlanta Hawks Houston Rockets 117-107 New Orleans Pelicans Los Angeles Lakers 130-119 Minnesota Timberwolves Golden State Warriors 114-100 Sacramento KingsHelstu tilþrif kvöldsins: Stórkostleg frammistaða Booker: Clarkson var flottur í sigri Lakers
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira