Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur 29. mars 2017 16:27 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir „Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. „Við stóðum bara frammi fyrir því að fá hér uppsagnarbréf um næstu mánaðarmót þannig að við náum að fresta þessu. Þetta gefur okkur smá von um það að Akraneskaupstaður og samfélagið hér leggi sig í líma við það að tryggja hér viðunandi lausn sem fyrirtækið getur verið ásátt um til að vera hér áfram,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi tilkynnti í vikunni að það hygðist loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og stóðu 93 starfsmenn félagsins frammi fyrir því að missa vinnunna. Til að koma til móts við HB Granda samþykkti Akranesbær viljayfirlýsingu um uppbyggingu á hafnaraðstöð í Akranesbæ til þess að freista þess að fá HB Granda til þess að snúa ákvörðun sinni við. Félagið mun nú ganga til viðræðna við Akranesbæ á grundvelli viljayfirlýsingarinnar og gefur sér til 1. júní til þess að fá niðurstöður í viðræðurnar. Fáist ekki jákvæð niðurstaða mun HB Grandi þó loka vinnslunni á Akranesi þann 1. september næstkomandi. Vilhjálmur er vongóður um að viðræðurnar gangi upp og HB Grandi muni ekki loka botnfiskvinnslunni. „Þeir hafa haft áform um að koma hingað upp á Akranes, þeir hafa verið að kalla eftir því að hafnaraðstaðan verði lagfærð og nú eru bara komnir aðilar sem eru tilbúnir að ráðast í slíkt,“ segir Vilhjálmur. Ákvörðunin var tilkynnt starfsmönnum HB Granda í dag og segir Vilhjálmur að viðbrögð þeirra séu blendin. Þeir séu ánægðir með að fá ekki uppsagnarbréf um mánaðarmótin en geri sér grein fyrir að málinu sé ekki lokið. Mikill vilji sé þó af hálfu bæjarbúa á Akranesi að ljúka málinu á farsælan hátt. „Núna þarf bara að eyða þessari óvissu. Óvissan er fólgin í því hvert hinar viðræðurnar muni leiða okkur en ég er alveg sannfærður um það að það sé gríðarlegur vilji til þess að leysa þetta.“ Tengdar fréttir Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. „Við stóðum bara frammi fyrir því að fá hér uppsagnarbréf um næstu mánaðarmót þannig að við náum að fresta þessu. Þetta gefur okkur smá von um það að Akraneskaupstaður og samfélagið hér leggi sig í líma við það að tryggja hér viðunandi lausn sem fyrirtækið getur verið ásátt um til að vera hér áfram,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi tilkynnti í vikunni að það hygðist loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og stóðu 93 starfsmenn félagsins frammi fyrir því að missa vinnunna. Til að koma til móts við HB Granda samþykkti Akranesbær viljayfirlýsingu um uppbyggingu á hafnaraðstöð í Akranesbæ til þess að freista þess að fá HB Granda til þess að snúa ákvörðun sinni við. Félagið mun nú ganga til viðræðna við Akranesbæ á grundvelli viljayfirlýsingarinnar og gefur sér til 1. júní til þess að fá niðurstöður í viðræðurnar. Fáist ekki jákvæð niðurstaða mun HB Grandi þó loka vinnslunni á Akranesi þann 1. september næstkomandi. Vilhjálmur er vongóður um að viðræðurnar gangi upp og HB Grandi muni ekki loka botnfiskvinnslunni. „Þeir hafa haft áform um að koma hingað upp á Akranes, þeir hafa verið að kalla eftir því að hafnaraðstaðan verði lagfærð og nú eru bara komnir aðilar sem eru tilbúnir að ráðast í slíkt,“ segir Vilhjálmur. Ákvörðunin var tilkynnt starfsmönnum HB Granda í dag og segir Vilhjálmur að viðbrögð þeirra séu blendin. Þeir séu ánægðir með að fá ekki uppsagnarbréf um mánaðarmótin en geri sér grein fyrir að málinu sé ekki lokið. Mikill vilji sé þó af hálfu bæjarbúa á Akranesi að ljúka málinu á farsælan hátt. „Núna þarf bara að eyða þessari óvissu. Óvissan er fólgin í því hvert hinar viðræðurnar muni leiða okkur en ég er alveg sannfærður um það að það sé gríðarlegur vilji til þess að leysa þetta.“
Tengdar fréttir Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48
HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47
Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57