„Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 12. mars 2017 20:16 „Við erum alveg sannfærðir um það að þetta sé rétti tíminn. Við höfum séð töluvert mikla styrkingu á gengi krónunnar á undanförnum misserum. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er mjög sterkur þannig að efnahagslegur styrkur okkar til þess að stíga skref af þessum toga er alveg óumdeildur, “ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú fyrr í kvöld.Öll fjármálahöft verða afnumin á þriðjudag en ákvörðunina tilkynnti forsetisráðherra á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Fjármálahöft voru sett á í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Árið 2015 var gerð áætlun um losun hafta sem skyldi fara fram í áföngum. Aðgerðirnar sem tilkynntar voru í dag eru lokahnykkurinn í þeirri áætlun.Frá blaðamannafundinum í dag.Gengisstyrking hefur áhrifBjarni tekur ekki fyrir það að tímasetning aðgerðanna sé tengd því að fyrirtæki í ferðamannaiðnaði og sjávarútvegi hafi haft uppi háværar kröfur um að stjórnvöld bregðist við gengisstyrkingu krónunnar. „Það má segja að þetta tengist með vissum hætti. Það var ljóst að við þyrftum að safna styrk til þess að geta stigið þetta skref og þessi styrkur hefur farið vaxandi með styrkingu krónunnar og eflingu gjaldeyrisforðans. Við höfum verið að fá töluvert innstreymi fjármagns til landsins þannig að þetta tengist bæði með beinum og óbeinum hætti,“ segir Bjarni. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tekur undir með Bjarna. „Það eru kjöraðstæður til þess að afnema höftin núna og það var alveg ljóst að þau skyldu ekki vera hér til eilífðarnóns,“ segir hann. Tengdar fréttir Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Við erum alveg sannfærðir um það að þetta sé rétti tíminn. Við höfum séð töluvert mikla styrkingu á gengi krónunnar á undanförnum misserum. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er mjög sterkur þannig að efnahagslegur styrkur okkar til þess að stíga skref af þessum toga er alveg óumdeildur, “ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú fyrr í kvöld.Öll fjármálahöft verða afnumin á þriðjudag en ákvörðunina tilkynnti forsetisráðherra á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Fjármálahöft voru sett á í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Árið 2015 var gerð áætlun um losun hafta sem skyldi fara fram í áföngum. Aðgerðirnar sem tilkynntar voru í dag eru lokahnykkurinn í þeirri áætlun.Frá blaðamannafundinum í dag.Gengisstyrking hefur áhrifBjarni tekur ekki fyrir það að tímasetning aðgerðanna sé tengd því að fyrirtæki í ferðamannaiðnaði og sjávarútvegi hafi haft uppi háværar kröfur um að stjórnvöld bregðist við gengisstyrkingu krónunnar. „Það má segja að þetta tengist með vissum hætti. Það var ljóst að við þyrftum að safna styrk til þess að geta stigið þetta skref og þessi styrkur hefur farið vaxandi með styrkingu krónunnar og eflingu gjaldeyrisforðans. Við höfum verið að fá töluvert innstreymi fjármagns til landsins þannig að þetta tengist bæði með beinum og óbeinum hætti,“ segir Bjarni. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tekur undir með Bjarna. „Það eru kjöraðstæður til þess að afnema höftin núna og það var alveg ljóst að þau skyldu ekki vera hér til eilífðarnóns,“ segir hann.
Tengdar fréttir Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07