Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2017 09:41 Þetta er fyrsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans frá afnámi fjármagnshafta. vísir/eyþór Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. Þetta er fyrsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans frá afnámi fjármagnshafta en hún er í takti við spár bankanna. Sem fyrr segir verða meginvextir bankans óbreyttir, eða 5 prósent. Í yfirlýsingu frá Seðlabankanum segir að of snemmt sé að segja til um efnahagsleg áhrif síðustu skrefa við losun fjármagnshafta. Hugsanlegt sé að betra jafnvægi skapist á milli inn- og útstreymis á gjaldeyrismarkaði, en skammtímahreyfingar kunni að aukast líkt og sést hafa merki um síðustu daga. Greiningardeildir bankanna töldu ólíklegt að afnám hafta myndi hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar og leiða til hærri stýrivaxta, en höftin voru afnumin að fullu í gær. Forystumenn ríkisstjórnarinnar auk seðlabankastjóra kynntu afnám hafta síðastliðinn sunnudag. Ákvörðunin þýðir að gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin að fullu með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál, en reglurnar tóku gildi í gær. Samtímis því sem ákvörðun um afnám hafta var tilkynnt var upplýst að hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild HÍ, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra, hefðu verið skipuð í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnunnar. Sjá má beinu útsendinguna í spilaranum hér að neðan klukkan 10. Tengdar fréttir Stýrivextir verða óbreyttir eftir haftalosun Seðlabanki Íslands tilkynnti um ákvörðun sína í morgun 15. mars 2017 08:31 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. Þetta er fyrsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans frá afnámi fjármagnshafta en hún er í takti við spár bankanna. Sem fyrr segir verða meginvextir bankans óbreyttir, eða 5 prósent. Í yfirlýsingu frá Seðlabankanum segir að of snemmt sé að segja til um efnahagsleg áhrif síðustu skrefa við losun fjármagnshafta. Hugsanlegt sé að betra jafnvægi skapist á milli inn- og útstreymis á gjaldeyrismarkaði, en skammtímahreyfingar kunni að aukast líkt og sést hafa merki um síðustu daga. Greiningardeildir bankanna töldu ólíklegt að afnám hafta myndi hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar og leiða til hærri stýrivaxta, en höftin voru afnumin að fullu í gær. Forystumenn ríkisstjórnarinnar auk seðlabankastjóra kynntu afnám hafta síðastliðinn sunnudag. Ákvörðunin þýðir að gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin að fullu með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál, en reglurnar tóku gildi í gær. Samtímis því sem ákvörðun um afnám hafta var tilkynnt var upplýst að hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild HÍ, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra, hefðu verið skipuð í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnunnar. Sjá má beinu útsendinguna í spilaranum hér að neðan klukkan 10.
Tengdar fréttir Stýrivextir verða óbreyttir eftir haftalosun Seðlabanki Íslands tilkynnti um ákvörðun sína í morgun 15. mars 2017 08:31 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Stýrivextir verða óbreyttir eftir haftalosun Seðlabanki Íslands tilkynnti um ákvörðun sína í morgun 15. mars 2017 08:31