Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónur Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 20:00 Bláa lónið mun í haust opna fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Ódýrasta herbergið mun kosta um eitt hundrað þúsund krónur. Gestir eiga þess kost að fá einkaþjón sem fylgir þeim allan sólarhringinn. Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. Hótelið hefur fengið nafnið Moss Hotel og verður 62 herbergja hótel. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki í haust og er von á fyrstu gestum fyrir áramót.Einkaþjónn allan sólarhringinn Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir að um sé að ræða hágæða hótel í hærri gæðaflokki en áður hefur þekkst á Íslandi. „Þjónustan er eitthvað sem að við eigum ekki að venjast hér á Íslandi í dag. Hér verður til dæmis butler þjónusta, þar sem gestir okkar á hótelinu verða með einkaþjón 24 klukkustundir sólarhringsins,“ segir Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins.Svítan á 250.000 krónur Minnstu herbergin eins og þetta sem við sjáum hér er 40 fermetrar og hér kostar nóttin eitt hundrað þúsund krónur. Ein svítan, sem er þó ekki sú stærsta, er 60 fermetrar og kostar nóttin þar um 250.000 krónur en þar fylgir aðgangur að einkalóni. Í heilsulindinni, sem ber nafnið Lava Cove, munu gestir fara undir yfirborð jarðar og hafa þaðan aðgang að nýju lóni sem verður umlukið háum hraunklettum.Hvað gerið þið ráð fyrir að stór hluti ykkar viðskiptavina verði erlendir ferðamenn? „Þetta eru rúmlega 90 prósent eins og það er í dag. Búist við að það verði áfram þannig,“ segir Dagný.Bæta við 200 starfsmönnum Þetta verður fyrsta viðurkennda fimm stjörnu hótelið á Íslandi og mun Bláa Lónið þurfa að bæta við starfsmönnum. „Við þurfum að bæta við okkur um 200 manns. Við erum í dag með um 570 starfsmenn og erum nú þegar búnir að bæta við mörgum starfsmönnum sem einbeita sér að eingöngu að þessari nýbyggingu,“ segir Dagný og bætir við að störfin verði auglýst á næstu dögum.Uppfært klukkan 09:17Einkaþjónn mun aðeins fylgja dýrustu herbergjunum í Bláa lóninu en ekki öllum herbergjum samkvæmt upplýsingum frá Bláa Lóninu. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Bláa lónið mun í haust opna fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Ódýrasta herbergið mun kosta um eitt hundrað þúsund krónur. Gestir eiga þess kost að fá einkaþjón sem fylgir þeim allan sólarhringinn. Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. Hótelið hefur fengið nafnið Moss Hotel og verður 62 herbergja hótel. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki í haust og er von á fyrstu gestum fyrir áramót.Einkaþjónn allan sólarhringinn Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir að um sé að ræða hágæða hótel í hærri gæðaflokki en áður hefur þekkst á Íslandi. „Þjónustan er eitthvað sem að við eigum ekki að venjast hér á Íslandi í dag. Hér verður til dæmis butler þjónusta, þar sem gestir okkar á hótelinu verða með einkaþjón 24 klukkustundir sólarhringsins,“ segir Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins.Svítan á 250.000 krónur Minnstu herbergin eins og þetta sem við sjáum hér er 40 fermetrar og hér kostar nóttin eitt hundrað þúsund krónur. Ein svítan, sem er þó ekki sú stærsta, er 60 fermetrar og kostar nóttin þar um 250.000 krónur en þar fylgir aðgangur að einkalóni. Í heilsulindinni, sem ber nafnið Lava Cove, munu gestir fara undir yfirborð jarðar og hafa þaðan aðgang að nýju lóni sem verður umlukið háum hraunklettum.Hvað gerið þið ráð fyrir að stór hluti ykkar viðskiptavina verði erlendir ferðamenn? „Þetta eru rúmlega 90 prósent eins og það er í dag. Búist við að það verði áfram þannig,“ segir Dagný.Bæta við 200 starfsmönnum Þetta verður fyrsta viðurkennda fimm stjörnu hótelið á Íslandi og mun Bláa Lónið þurfa að bæta við starfsmönnum. „Við þurfum að bæta við okkur um 200 manns. Við erum í dag með um 570 starfsmenn og erum nú þegar búnir að bæta við mörgum starfsmönnum sem einbeita sér að eingöngu að þessari nýbyggingu,“ segir Dagný og bætir við að störfin verði auglýst á næstu dögum.Uppfært klukkan 09:17Einkaþjónn mun aðeins fylgja dýrustu herbergjunum í Bláa lóninu en ekki öllum herbergjum samkvæmt upplýsingum frá Bláa Lóninu.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira