Ruglið á undan hruninu Frosti Logason skrifar 9. mars 2017 07:00 Ísland hefur lengi verið ofarlega á listanum yfir dýrustu lönd í heimi. Að mati greiningardeilda stóru viðskiptabankanna höfum við nú slegið öllum keppinautum okkar við. Ísland er dýrasta land í heimi. Noregur og Sviss fölna í samanburðinum. Eðlilega því hér er allt best og flottast. Norðurljósin eru orðin heitasta lúxusvaran. Við erum á grænni grein. Nema hvað það hefur enginn okkar orðið efni á þessu. Ég er ekki viss um að ferð með fjölskylduna í Bláa lónið sé eitthvað í boði á næstu misserum. Þingmenn á hinu háa Alþingi sem eru með 800 þúsund krónur á mánuði eftir skatt hafa ekki efni á þaki yfir höfuðið. Norðurljósaferðirnar kosta ekki nema sex og fimm á haus og fyrir sama pening færðu tæplega tvo hamborgara og sósu. Samt eru launin okkar víst líka með þeim allra hæstu í heiminum. En það er eingöngu þegar við horfum í erlenda mynt og leiðréttum ekki fyrir kaupmætti. Það er því ráð að kaupa allt sem maður getur á netinu eða grípa sér far með einhverju lággjalda flugfélagi til suðrænna stranda þar sem verð stendur í stað. Mokfyllum þar töskurnar af ódýru góssi. Sem betur fer eru verslunarmenn þó að átta sig á þessu. Stórar erlendar verslunarkeðjur undirbúa komu sína til landsins og ætla að bjóða upp á mannsæmandi verðlagningu. Hérlendir heildsalar eru að hugsa um að skrúfa aðeins niður í okrinu. Það er aldrei að vita nema bleyjur og barnamatur verði á færi venjulegs launafólks. Og vonandi sjáum við þetta allt raungerast áður en næsta efnahagshrun skellur á okkur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun
Ísland hefur lengi verið ofarlega á listanum yfir dýrustu lönd í heimi. Að mati greiningardeilda stóru viðskiptabankanna höfum við nú slegið öllum keppinautum okkar við. Ísland er dýrasta land í heimi. Noregur og Sviss fölna í samanburðinum. Eðlilega því hér er allt best og flottast. Norðurljósin eru orðin heitasta lúxusvaran. Við erum á grænni grein. Nema hvað það hefur enginn okkar orðið efni á þessu. Ég er ekki viss um að ferð með fjölskylduna í Bláa lónið sé eitthvað í boði á næstu misserum. Þingmenn á hinu háa Alþingi sem eru með 800 þúsund krónur á mánuði eftir skatt hafa ekki efni á þaki yfir höfuðið. Norðurljósaferðirnar kosta ekki nema sex og fimm á haus og fyrir sama pening færðu tæplega tvo hamborgara og sósu. Samt eru launin okkar víst líka með þeim allra hæstu í heiminum. En það er eingöngu þegar við horfum í erlenda mynt og leiðréttum ekki fyrir kaupmætti. Það er því ráð að kaupa allt sem maður getur á netinu eða grípa sér far með einhverju lággjalda flugfélagi til suðrænna stranda þar sem verð stendur í stað. Mokfyllum þar töskurnar af ódýru góssi. Sem betur fer eru verslunarmenn þó að átta sig á þessu. Stórar erlendar verslunarkeðjur undirbúa komu sína til landsins og ætla að bjóða upp á mannsæmandi verðlagningu. Hérlendir heildsalar eru að hugsa um að skrúfa aðeins niður í okrinu. Það er aldrei að vita nema bleyjur og barnamatur verði á færi venjulegs launafólks. Og vonandi sjáum við þetta allt raungerast áður en næsta efnahagshrun skellur á okkur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun