Skotsilfur Markaðarins: Katrín Olga kannar framboð til stjórnar Vodafone Ritstjórn Markaðarins skrifar 17. febrúar 2017 16:30 Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, hefur gegnt starfi stjórnarmanns hjá Arion banka frá 15. september á síðasta ári. Er hann eini fulltrúi Kaupþings í átta manna stjórn bankans. Það vekur athygli í nýjum ársreikningi Arion banka að þar kemur fram að Madden hafi ekki fengið neinar launagreiðslur fyrir stjórnarstörf sín á árinu 2016. Á meðan hann fékk ekkert greitt fyrir stjórnarsetuna þá fá hins vegar aðrir erlendir stjórnarmenn, sem eru tveir talsins, greitt tvöfalt á við það sem borgað er til íslenskra stjórnarmanna bankans.Katrín Olga vill í stjórn Vodafone Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group, hefur á síðustu vikum kannað hvort hún njóti stuðnings til að bjóða sig fram í stjórn Vodafone á næsta aðalfundi félagsins. Þannig hefur hún, samkvæmt heimildum Markaðarins, meðal annars átt samtöl við forstjóra og stjórnarformann félagsins í tengslum við þau áform. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir í hópi stærstu hluthafa Vodafone séu líklegir til að veita henni brautargengi. Sæti hennar í stjórn Icelandair Group þykir hins vegar í hættu í ljósi þess að búist er við að fjárfestar félagsins vilji fá inn ný andlit í stjórn á komandi aðalfundi.Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group.Verður Sigurður Gísli með? Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, fer nú mikinn á Facebook í hópfjármögnun sinni á nýju útgáfufélagi sem hann vill stofna utan um Fréttatímann. Af lýsingum hans að dæma duga tekjur af auglýsingasölu einungis fyrir prentun og dreifingu blaðsins. Þá er eftir öll ritstjórnin sem blés út eftir að Gunnar og Þóra Tómasdóttir tóku við blaðinu fyrir rétt rúmu ári. Ekki hefur hins vegar komið fram hvort fjárfestirinn Sigurður Gísli Pálmason, einn eigenda IKEA á Íslandi og helsti fjárhagslegi bakhjarl Fréttatímans, ætli að taka þátt í stofnun félagsins. Skotsilfur Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, hefur gegnt starfi stjórnarmanns hjá Arion banka frá 15. september á síðasta ári. Er hann eini fulltrúi Kaupþings í átta manna stjórn bankans. Það vekur athygli í nýjum ársreikningi Arion banka að þar kemur fram að Madden hafi ekki fengið neinar launagreiðslur fyrir stjórnarstörf sín á árinu 2016. Á meðan hann fékk ekkert greitt fyrir stjórnarsetuna þá fá hins vegar aðrir erlendir stjórnarmenn, sem eru tveir talsins, greitt tvöfalt á við það sem borgað er til íslenskra stjórnarmanna bankans.Katrín Olga vill í stjórn Vodafone Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group, hefur á síðustu vikum kannað hvort hún njóti stuðnings til að bjóða sig fram í stjórn Vodafone á næsta aðalfundi félagsins. Þannig hefur hún, samkvæmt heimildum Markaðarins, meðal annars átt samtöl við forstjóra og stjórnarformann félagsins í tengslum við þau áform. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir í hópi stærstu hluthafa Vodafone séu líklegir til að veita henni brautargengi. Sæti hennar í stjórn Icelandair Group þykir hins vegar í hættu í ljósi þess að búist er við að fjárfestar félagsins vilji fá inn ný andlit í stjórn á komandi aðalfundi.Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group.Verður Sigurður Gísli með? Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, fer nú mikinn á Facebook í hópfjármögnun sinni á nýju útgáfufélagi sem hann vill stofna utan um Fréttatímann. Af lýsingum hans að dæma duga tekjur af auglýsingasölu einungis fyrir prentun og dreifingu blaðsins. Þá er eftir öll ritstjórnin sem blés út eftir að Gunnar og Þóra Tómasdóttir tóku við blaðinu fyrir rétt rúmu ári. Ekki hefur hins vegar komið fram hvort fjárfestirinn Sigurður Gísli Pálmason, einn eigenda IKEA á Íslandi og helsti fjárhagslegi bakhjarl Fréttatímans, ætli að taka þátt í stofnun félagsins.
Skotsilfur Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira