Atvinnurekendur segja farið um Íslandspóst með silkihönskum Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2017 11:45 Vísir/ernir Félag atvinnurekenda segir Samkeppniseftirlitið hafa farið um Íslandspóst með silkihönskum og gagnrýnir sátt sem gerð var þeirra á milli í síðustu viku. Í raun þýði sáttin eingöngu að íslandspóstur heiti því að fara eftir lögum og hún nái ekki því markmiði sínu að vinna gegn vantrausti og tortryggni. FA hefur gagnrýnt Íslandspóst verulega á undanförnum árum og segir vísbendingar um að samkeppnisrekstur fyrirtækisins hafi verið niðurgreiddur með tekjum af einkaréttarstarfsemi þess. „FA lýsir furðu sinni á að sérstaklega sé tekið fram að með sáttinni viðurkenni Íslandspóstur engin brot á samkeppnislögum – enda má lesa það bæði út úr henni og fyrri niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins að þau brot hafi verið víðtæk og viðvarandi – og að fyrirtækið greiði enga sekt. Vandséð er hvaða tilgangi það þjónar að fara um fyrirtækið slíkum silkihönskum,“ segir á vef FA.Sjá einnig: Íslandspóstur fer í miklar breytingar FA segir einnig að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafi tekið allt of langan tíma, en hún hefur staðið yfir frá árinu 2008. Þar af hafi sáttameðferðin staðið yfir í tæp fjögur ár. „Á þessum langa tíma hafa keppinautar ríkisfyrirtækisins orðið fyrir margvíslegu tjóni, sem ekki hefur verið bætt. Þessi langi málsmeðferðartími er í raun algjörlega óviðunandi. Sú spurning vaknar óneitanlega hversu langan tíma það muni taka að taka á mögulegum brotum Íslandspósts á sáttinni.“ Þar að auki hafi Íslandspóstur fjárfest mikið í samkeppnisrekstri sínum á þessum tíma. Komi til þess að ríkið selji Íslandspóst að hluta eða öllu leyti sé um að ræða fyrirtæki sem hafi fengið marga milljarða ósanngjarnt samkeppnisforskot. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Félag atvinnurekenda segir Samkeppniseftirlitið hafa farið um Íslandspóst með silkihönskum og gagnrýnir sátt sem gerð var þeirra á milli í síðustu viku. Í raun þýði sáttin eingöngu að íslandspóstur heiti því að fara eftir lögum og hún nái ekki því markmiði sínu að vinna gegn vantrausti og tortryggni. FA hefur gagnrýnt Íslandspóst verulega á undanförnum árum og segir vísbendingar um að samkeppnisrekstur fyrirtækisins hafi verið niðurgreiddur með tekjum af einkaréttarstarfsemi þess. „FA lýsir furðu sinni á að sérstaklega sé tekið fram að með sáttinni viðurkenni Íslandspóstur engin brot á samkeppnislögum – enda má lesa það bæði út úr henni og fyrri niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins að þau brot hafi verið víðtæk og viðvarandi – og að fyrirtækið greiði enga sekt. Vandséð er hvaða tilgangi það þjónar að fara um fyrirtækið slíkum silkihönskum,“ segir á vef FA.Sjá einnig: Íslandspóstur fer í miklar breytingar FA segir einnig að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafi tekið allt of langan tíma, en hún hefur staðið yfir frá árinu 2008. Þar af hafi sáttameðferðin staðið yfir í tæp fjögur ár. „Á þessum langa tíma hafa keppinautar ríkisfyrirtækisins orðið fyrir margvíslegu tjóni, sem ekki hefur verið bætt. Þessi langi málsmeðferðartími er í raun algjörlega óviðunandi. Sú spurning vaknar óneitanlega hversu langan tíma það muni taka að taka á mögulegum brotum Íslandspósts á sáttinni.“ Þar að auki hafi Íslandspóstur fjárfest mikið í samkeppnisrekstri sínum á þessum tíma. Komi til þess að ríkið selji Íslandspóst að hluta eða öllu leyti sé um að ræða fyrirtæki sem hafi fengið marga milljarða ósanngjarnt samkeppnisforskot.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira