Atvinnurekendur segja farið um Íslandspóst með silkihönskum Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2017 11:45 Vísir/ernir Félag atvinnurekenda segir Samkeppniseftirlitið hafa farið um Íslandspóst með silkihönskum og gagnrýnir sátt sem gerð var þeirra á milli í síðustu viku. Í raun þýði sáttin eingöngu að íslandspóstur heiti því að fara eftir lögum og hún nái ekki því markmiði sínu að vinna gegn vantrausti og tortryggni. FA hefur gagnrýnt Íslandspóst verulega á undanförnum árum og segir vísbendingar um að samkeppnisrekstur fyrirtækisins hafi verið niðurgreiddur með tekjum af einkaréttarstarfsemi þess. „FA lýsir furðu sinni á að sérstaklega sé tekið fram að með sáttinni viðurkenni Íslandspóstur engin brot á samkeppnislögum – enda má lesa það bæði út úr henni og fyrri niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins að þau brot hafi verið víðtæk og viðvarandi – og að fyrirtækið greiði enga sekt. Vandséð er hvaða tilgangi það þjónar að fara um fyrirtækið slíkum silkihönskum,“ segir á vef FA.Sjá einnig: Íslandspóstur fer í miklar breytingar FA segir einnig að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafi tekið allt of langan tíma, en hún hefur staðið yfir frá árinu 2008. Þar af hafi sáttameðferðin staðið yfir í tæp fjögur ár. „Á þessum langa tíma hafa keppinautar ríkisfyrirtækisins orðið fyrir margvíslegu tjóni, sem ekki hefur verið bætt. Þessi langi málsmeðferðartími er í raun algjörlega óviðunandi. Sú spurning vaknar óneitanlega hversu langan tíma það muni taka að taka á mögulegum brotum Íslandspósts á sáttinni.“ Þar að auki hafi Íslandspóstur fjárfest mikið í samkeppnisrekstri sínum á þessum tíma. Komi til þess að ríkið selji Íslandspóst að hluta eða öllu leyti sé um að ræða fyrirtæki sem hafi fengið marga milljarða ósanngjarnt samkeppnisforskot. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Félag atvinnurekenda segir Samkeppniseftirlitið hafa farið um Íslandspóst með silkihönskum og gagnrýnir sátt sem gerð var þeirra á milli í síðustu viku. Í raun þýði sáttin eingöngu að íslandspóstur heiti því að fara eftir lögum og hún nái ekki því markmiði sínu að vinna gegn vantrausti og tortryggni. FA hefur gagnrýnt Íslandspóst verulega á undanförnum árum og segir vísbendingar um að samkeppnisrekstur fyrirtækisins hafi verið niðurgreiddur með tekjum af einkaréttarstarfsemi þess. „FA lýsir furðu sinni á að sérstaklega sé tekið fram að með sáttinni viðurkenni Íslandspóstur engin brot á samkeppnislögum – enda má lesa það bæði út úr henni og fyrri niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins að þau brot hafi verið víðtæk og viðvarandi – og að fyrirtækið greiði enga sekt. Vandséð er hvaða tilgangi það þjónar að fara um fyrirtækið slíkum silkihönskum,“ segir á vef FA.Sjá einnig: Íslandspóstur fer í miklar breytingar FA segir einnig að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafi tekið allt of langan tíma, en hún hefur staðið yfir frá árinu 2008. Þar af hafi sáttameðferðin staðið yfir í tæp fjögur ár. „Á þessum langa tíma hafa keppinautar ríkisfyrirtækisins orðið fyrir margvíslegu tjóni, sem ekki hefur verið bætt. Þessi langi málsmeðferðartími er í raun algjörlega óviðunandi. Sú spurning vaknar óneitanlega hversu langan tíma það muni taka að taka á mögulegum brotum Íslandspósts á sáttinni.“ Þar að auki hafi Íslandspóstur fjárfest mikið í samkeppnisrekstri sínum á þessum tíma. Komi til þess að ríkið selji Íslandspóst að hluta eða öllu leyti sé um að ræða fyrirtæki sem hafi fengið marga milljarða ósanngjarnt samkeppnisforskot.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira