Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Haraldur Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2017 07:30 Auk hestasýningarinnar var boðið upp á ferðir með í hesthúsin og í Fákaseli var einnig veitingastaður og verslun. Fákasel Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í síðustu viku vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins hafa skilað inn nauðasamningi við kröfuhafa til Héraðsdóms Suðurlands. Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1.„Félagið er búið að eiga í talsverðum rekstrarerfiðleikum en það er búið að vera í rekstri í þrjú ár. Þetta var niðurstaðan eða að loka og fara í fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu sem stendur nú yfir,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1 og stjórnarmaður í Fákaseli ehf. Fákasel opnaði í janúar 2014 á jörðinni Ingólfshvoli í Ölfusi og hófust þá daglegar hestasýningar. Mikið var lagt í þær og höfðu reyndir framleiðendur, tækni- og leikhúsfólk aðkomu að hönnun og uppsetningu þeirra. Það ár skilaði reksturinn 136 milljóna króna tapi. Ári síðar nam tapið 167,7 milljónum samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Helgi vill ekki gefa afkomuna í fyrra upp að öðru leyti en að staðfesta að hún var neikvæð. „Við vonum að það verði hægt að komast hjá því að félagið fari í þrot. Við höfum sent frumvarp að nauðasamningi til Héraðsdóms Suðurlands. Ef það fer í gegn verður gert upp við kröfuhafa í samræmi við það frumvarp en það er ferli sem tekur tvo til þrjá mánuði. En það er ljóst að rekstrinum verður ekki framhaldið með óbreyttu sniði,“ segir Helgi. Samkvæmt ársreikningnum fyrir 2015 átti Fákasel þá eignir upp á 537 milljónir króna en skuldaði 404 milljónir. ITF 1 átti þá 47,8 prósent í ferðaþjónustufyrirtækinu. Helgi segir eign sjóðsins í Fákaseli hafa aukist í hlutafjáraukningum í fyrra og þannig endað í um 90 prósenta hlut. Snæból, fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, var næststærsti eigandinn í árslok 2015 með 19,9 prósent. Þar á eftir kom Fellsendi ehf. með 14,6 prósent en það er í eigu hjónanna Bryndísar Mjallar Gunnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fákasels, og Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone. Helgi Júlíusson vill ekki svara því hversu miklu heildarfjárfesting ITF 1 í Fákaseli nemur. Icelandair Group á 29 prósenta hlut í sjóðnum og Landsbankinn, sem er nánast alfarið í eigu ríkisins, 19,9 prósent. Lífeyrissjóðirnir sjö eiga því 51 prósent og er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstur með 14.6 prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í síðustu viku vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins hafa skilað inn nauðasamningi við kröfuhafa til Héraðsdóms Suðurlands. Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1.„Félagið er búið að eiga í talsverðum rekstrarerfiðleikum en það er búið að vera í rekstri í þrjú ár. Þetta var niðurstaðan eða að loka og fara í fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu sem stendur nú yfir,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1 og stjórnarmaður í Fákaseli ehf. Fákasel opnaði í janúar 2014 á jörðinni Ingólfshvoli í Ölfusi og hófust þá daglegar hestasýningar. Mikið var lagt í þær og höfðu reyndir framleiðendur, tækni- og leikhúsfólk aðkomu að hönnun og uppsetningu þeirra. Það ár skilaði reksturinn 136 milljóna króna tapi. Ári síðar nam tapið 167,7 milljónum samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Helgi vill ekki gefa afkomuna í fyrra upp að öðru leyti en að staðfesta að hún var neikvæð. „Við vonum að það verði hægt að komast hjá því að félagið fari í þrot. Við höfum sent frumvarp að nauðasamningi til Héraðsdóms Suðurlands. Ef það fer í gegn verður gert upp við kröfuhafa í samræmi við það frumvarp en það er ferli sem tekur tvo til þrjá mánuði. En það er ljóst að rekstrinum verður ekki framhaldið með óbreyttu sniði,“ segir Helgi. Samkvæmt ársreikningnum fyrir 2015 átti Fákasel þá eignir upp á 537 milljónir króna en skuldaði 404 milljónir. ITF 1 átti þá 47,8 prósent í ferðaþjónustufyrirtækinu. Helgi segir eign sjóðsins í Fákaseli hafa aukist í hlutafjáraukningum í fyrra og þannig endað í um 90 prósenta hlut. Snæból, fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, var næststærsti eigandinn í árslok 2015 með 19,9 prósent. Þar á eftir kom Fellsendi ehf. með 14,6 prósent en það er í eigu hjónanna Bryndísar Mjallar Gunnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fákasels, og Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone. Helgi Júlíusson vill ekki svara því hversu miklu heildarfjárfesting ITF 1 í Fákaseli nemur. Icelandair Group á 29 prósenta hlut í sjóðnum og Landsbankinn, sem er nánast alfarið í eigu ríkisins, 19,9 prósent. Lífeyrissjóðirnir sjö eiga því 51 prósent og er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstur með 14.6 prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira