Fengu 105 milljóna króna hækkanir Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Í kjölfar fyrirspurnar ríkisskattstjóra um inneignir og stöðu aflandsfélaga óskuðu nokkrir eftir leiðréttingu á skattskilum. Myndin er frá Lúxemborg. Fimm félög og þrír einstaklingar hafa á síðasta ári og það sem af er þessu ári óskað eftir að fá að leiðrétta skattskil sín vegna tekna og eigna á árunum 2010 til 2015. Óskirnar komu í kjölfar fyrirspurnar ríkisskattstjóra um inneignir þeirra og aflandsfélög. Heildarupphæð skattahækkananna á tímabilinu nam 105.346.563 krónum, að því er Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri greinir frá. Í fyrra höfðu 515 Norðmenn samband við skattayfirvöld til að greina frá því að þeir ættu fjármuni í felum erlendis, að því er norska ríkisútvarpið greinir frá. Haft er eftir skattrannsóknarstjóra eins af skattaumdæmum Noregs, Jan-Egil Kristiansen, að til viðbótar athyglinni sem afhjúpunin í tengslum við Panama-skjölin vakti sé fólk hrætt við að erlendir bankar veiti upplýsingar. Vegna nýrra samninga muni alþjóðlegir bankar gefa út skýrslur án þess að beðið sé um það. Frá 2007 hafa tæplega 2.000 Norðmenn haft samband við skattayfirvöld til að greina frá eignum og tekjum erlendis. Þeir sem nýta sér griðareglur eiga hvorki viðbótarskatt né refsingu á hættu. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að séu menn í Panama-skjölunum og sæki um grið geti það verið of seint. Svokallaðar griðareglur eru ekki í gildi hér á landi. Einstaklingar geta leiðrétt skattskil sín án þess að það hafi aðrar afleiðingar í för með sér en hækkun skatta að viðbættu álagi. Það er mat Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra að æskilegt væri að fastar reglur giltu um hvenær leiðréttingar eru heimilar án frekari refsiviðurlaga og hvenær ekki. „Griðareglum er einmitt ætlað að setja slíka framkvæmd í fast horf.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Fimm félög og þrír einstaklingar hafa á síðasta ári og það sem af er þessu ári óskað eftir að fá að leiðrétta skattskil sín vegna tekna og eigna á árunum 2010 til 2015. Óskirnar komu í kjölfar fyrirspurnar ríkisskattstjóra um inneignir þeirra og aflandsfélög. Heildarupphæð skattahækkananna á tímabilinu nam 105.346.563 krónum, að því er Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri greinir frá. Í fyrra höfðu 515 Norðmenn samband við skattayfirvöld til að greina frá því að þeir ættu fjármuni í felum erlendis, að því er norska ríkisútvarpið greinir frá. Haft er eftir skattrannsóknarstjóra eins af skattaumdæmum Noregs, Jan-Egil Kristiansen, að til viðbótar athyglinni sem afhjúpunin í tengslum við Panama-skjölin vakti sé fólk hrætt við að erlendir bankar veiti upplýsingar. Vegna nýrra samninga muni alþjóðlegir bankar gefa út skýrslur án þess að beðið sé um það. Frá 2007 hafa tæplega 2.000 Norðmenn haft samband við skattayfirvöld til að greina frá eignum og tekjum erlendis. Þeir sem nýta sér griðareglur eiga hvorki viðbótarskatt né refsingu á hættu. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að séu menn í Panama-skjölunum og sæki um grið geti það verið of seint. Svokallaðar griðareglur eru ekki í gildi hér á landi. Einstaklingar geta leiðrétt skattskil sín án þess að það hafi aðrar afleiðingar í för með sér en hækkun skatta að viðbættu álagi. Það er mat Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra að æskilegt væri að fastar reglur giltu um hvenær leiðréttingar eru heimilar án frekari refsiviðurlaga og hvenær ekki. „Griðareglum er einmitt ætlað að setja slíka framkvæmd í fast horf.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira