Jón Arnór: Ég hef misst svefn síðan ég tapaði síðast í úrslitum Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2017 19:13 Jón Arnór Stefánsson skoraði 19 stig í dag. vísir/andri marino "Þetta skiptir mig rosalega miklu máli," sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir að hann vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil á Íslandi í dag. KR vann Þór Þorlákshöfn í úrslitum í Laugardalshöll en Jón skoraði 19 stig í leiknum. Jón hefur tvisvar sinnum spilað til úrslita. Hann tapaði með KR fyrir Njarðvík árið 2002 og svo fyrir Stjörnunni árið 2009 sem eru ein óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar enda KR með svakalegt lið það tímabilið. "Ég er búinn að missa mikinn svefn síðustu ár út af bikarúrslitaleiknum 2009 sem við töpuðum á móti Stjörnunni. Án gríns! Mig langaði rosalega mikið að vinna þetta. Mig vantaði eitthvað í safnið og nú er þetta komið. Það hefði verið gaman að spila á móti Stjörnunni en Þór er líka með frábært lið," sagði Jón Arnór en mikil stemning var í KR-liðinu í seinni hálfleik í dag. "Það var svo góður andi í liðinu fyrir leikinn. Við erum allir að reyna að læra inn á hvern annan. Leikurinn okkar hefur oft riðlast í vetur og sjálfur er ég ekkert í einhverju geggjuðu standi. Það var frábært að vinna þetta og við ætlum að njóta þess að fagna þessum titli." Jón var ekki bara að skora og gefa stoðsendingar heldur sýndi hann mikla leiðtogahæfileika og var að fá menn með sér. Hann kveikti nokkrum sinnum í stúkunni og samherjum sínum með látum og köllum. "Það hefur vantað hjá okkur að vera upp í stúku og fá áhorfendur með okkur. Það var ekkert planið í dag en innan liðsins eigum við að gleðajst og sýna það út á við. Við fundum frábæra orku frá stúkunni og það var bara gaman að sjá strákana spila svona vel í dag og hvað þeir voru vel einbeittir," sagði Jón Arnór. "Ég naut þess rosalega mikið að spila í dag, miklu meira en í öllum leikjunum hingað til." KR-liðið hefur ekki verið að spila neitt rosalega vel í vetur en er samt á toppnum í deildinni og orðið bikarmeistari. Nú er stefnan sett á að gjörsigra alla þá sem verða á vegi KR-inga. "Þetta er ákveðinn léttir. Bikarinn er kominn í hús. Sálfræðilega er þetta gott. Þetta er góður titill til að byggja ofan á. Við vitum að við eigum rosalega mikið inni og ég er að komast í betra stand," segir Jón Arnór. "Ég kvíði engu. Við ætlum að valta yfir alla andstæðinga sem við spilum við í framhaldinu. Það er enginn að fara að stöðva okkur. Við ætlum á fulla ferð áfram og við kíkjum ekki einu sinni í baksýnisspegilinn. Það er enginn efi hjá okkur. Við skildum það allt eftir í klefanum eftir leikinn á móti Val," sagði Jón Arnór Stefánsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
"Þetta skiptir mig rosalega miklu máli," sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir að hann vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil á Íslandi í dag. KR vann Þór Þorlákshöfn í úrslitum í Laugardalshöll en Jón skoraði 19 stig í leiknum. Jón hefur tvisvar sinnum spilað til úrslita. Hann tapaði með KR fyrir Njarðvík árið 2002 og svo fyrir Stjörnunni árið 2009 sem eru ein óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar enda KR með svakalegt lið það tímabilið. "Ég er búinn að missa mikinn svefn síðustu ár út af bikarúrslitaleiknum 2009 sem við töpuðum á móti Stjörnunni. Án gríns! Mig langaði rosalega mikið að vinna þetta. Mig vantaði eitthvað í safnið og nú er þetta komið. Það hefði verið gaman að spila á móti Stjörnunni en Þór er líka með frábært lið," sagði Jón Arnór en mikil stemning var í KR-liðinu í seinni hálfleik í dag. "Það var svo góður andi í liðinu fyrir leikinn. Við erum allir að reyna að læra inn á hvern annan. Leikurinn okkar hefur oft riðlast í vetur og sjálfur er ég ekkert í einhverju geggjuðu standi. Það var frábært að vinna þetta og við ætlum að njóta þess að fagna þessum titli." Jón var ekki bara að skora og gefa stoðsendingar heldur sýndi hann mikla leiðtogahæfileika og var að fá menn með sér. Hann kveikti nokkrum sinnum í stúkunni og samherjum sínum með látum og köllum. "Það hefur vantað hjá okkur að vera upp í stúku og fá áhorfendur með okkur. Það var ekkert planið í dag en innan liðsins eigum við að gleðajst og sýna það út á við. Við fundum frábæra orku frá stúkunni og það var bara gaman að sjá strákana spila svona vel í dag og hvað þeir voru vel einbeittir," sagði Jón Arnór. "Ég naut þess rosalega mikið að spila í dag, miklu meira en í öllum leikjunum hingað til." KR-liðið hefur ekki verið að spila neitt rosalega vel í vetur en er samt á toppnum í deildinni og orðið bikarmeistari. Nú er stefnan sett á að gjörsigra alla þá sem verða á vegi KR-inga. "Þetta er ákveðinn léttir. Bikarinn er kominn í hús. Sálfræðilega er þetta gott. Þetta er góður titill til að byggja ofan á. Við vitum að við eigum rosalega mikið inni og ég er að komast í betra stand," segir Jón Arnór. "Ég kvíði engu. Við ætlum að valta yfir alla andstæðinga sem við spilum við í framhaldinu. Það er enginn að fara að stöðva okkur. Við ætlum á fulla ferð áfram og við kíkjum ekki einu sinni í baksýnisspegilinn. Það er enginn efi hjá okkur. Við skildum það allt eftir í klefanum eftir leikinn á móti Val," sagði Jón Arnór Stefánsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira