Skoska leyniskyttan Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. febrúar 2017 07:00 „Ég var leyniskytta en nú er ég kominn á eftirlaun,“ segir gamall Skoti þar sem við sitjum hvor gegnt öðrum á troðfullu kaffihúsi í Malaga. „Þú lýgur því,“ hrekkur upp úr mér. Þessi gamli maður er nefnilega svo góðlátlegur að hann myndi sóma sér vel í hlutverki bangsapabba í Dýrunum í Hálsaskógi nema hvað hann virðist álíka veðurbarinn í framan og vitinn á Stórhöfða. Gæskan virðist slík að hann þyrfti efalítið áfallahjálp ef honum yrði það á að stíga á járnsmið. Óhjákvæmilega fer ég að velta því fyrir mér hvort ég hafi misskilið hann, þessi skoski hreimur býður þeirri hættu nefnilega heim. Ég fer varlega í að ganga úr skugga um það, horfi á hendur hans en segi svo eins skáldlega og nafni minn Ársæll: „Svo þessar hendur hafa unnið margt myrkraverkið?“ Og það hélt hann nú. Ég bið hann þá um að segja mér frá sínu erfiðasta verkefni. Honum verður ekki skotaskuld úr því, það kemur yfir hann sagnaandinn og hann upphefur orðamulning mikinn. Ég skil nákvæmlega ekki neitt. Mér til málsbóta má benda á að hávaðinn er mikill en svo verður það bara að viðurkennast að ég ræð ekkert við þessar skosku rúnir. Ég hefði átt að horfa meira á Taggart. Ég bið hann um að endurtaka endrum og eins en allt kemur fyrir ekki. Hann beitir táknmáli en það dugir skammt þegar sagt er frá spennandi launráðum. Hann fer meira að segja að babla á spænsku en ég er engu nær. Þá gefst hann upp og fer að sötra kaffið sitt. Svo spyr hann mig, líklegast fyrir kurteisissakir: „Og hvað gerir þú svo?“ „Ég er enskukennari,“ svara ég. „Þú lýgur því,“ hrekkur upp úr honum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun
„Ég var leyniskytta en nú er ég kominn á eftirlaun,“ segir gamall Skoti þar sem við sitjum hvor gegnt öðrum á troðfullu kaffihúsi í Malaga. „Þú lýgur því,“ hrekkur upp úr mér. Þessi gamli maður er nefnilega svo góðlátlegur að hann myndi sóma sér vel í hlutverki bangsapabba í Dýrunum í Hálsaskógi nema hvað hann virðist álíka veðurbarinn í framan og vitinn á Stórhöfða. Gæskan virðist slík að hann þyrfti efalítið áfallahjálp ef honum yrði það á að stíga á járnsmið. Óhjákvæmilega fer ég að velta því fyrir mér hvort ég hafi misskilið hann, þessi skoski hreimur býður þeirri hættu nefnilega heim. Ég fer varlega í að ganga úr skugga um það, horfi á hendur hans en segi svo eins skáldlega og nafni minn Ársæll: „Svo þessar hendur hafa unnið margt myrkraverkið?“ Og það hélt hann nú. Ég bið hann þá um að segja mér frá sínu erfiðasta verkefni. Honum verður ekki skotaskuld úr því, það kemur yfir hann sagnaandinn og hann upphefur orðamulning mikinn. Ég skil nákvæmlega ekki neitt. Mér til málsbóta má benda á að hávaðinn er mikill en svo verður það bara að viðurkennast að ég ræð ekkert við þessar skosku rúnir. Ég hefði átt að horfa meira á Taggart. Ég bið hann um að endurtaka endrum og eins en allt kemur fyrir ekki. Hann beitir táknmáli en það dugir skammt þegar sagt er frá spennandi launráðum. Hann fer meira að segja að babla á spænsku en ég er engu nær. Þá gefst hann upp og fer að sötra kaffið sitt. Svo spyr hann mig, líklegast fyrir kurteisissakir: „Og hvað gerir þú svo?“ „Ég er enskukennari,“ svara ég. „Þú lýgur því,“ hrekkur upp úr honum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun