Tap Icelandic Water Holdings nam 1,2 milljörðum Haraldur Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2017 12:00 Icelandic Water Holdings rekur átöppunarverksmiðju í Ölfusi. Vísir/Anton Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem rekur átöppunarverksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi, tapaði 10,9 milljónum Bandaríkjadala árið 2015 eða jafnvirði 1,2 milljarða króna. Afkoman var þó betri en árið 2014 þegar reksturinn skilaði 12,9 milljóna dala tapi. Samkvæmt nýjum ársreikningi vatnsframleiðandans var Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Water Holdings, löngum kenndur við Skífuna, og félög tengd honum stærsti einstaki eigandi fyrirtækisins með 23,1 prósent. Bandaríski drykkjarvörurisinn Anheuser-Busch International átti þá 19,44 prósenta hlut. Útflutningur á vatninu Icelandic Glacial skilaði tólf milljónum dala, jafnvirði 1,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi, samanborið við rétt tæpar tíu milljónir árið áður. Rekstrartekur fyrirtækisins námu alls 12,6 milljónum dala. Eignir þess voru í árslok 2015 metnar á 135 milljónir dala. Verksmiðja Icelandic Water Holdings, land og vatnsréttindi eru þar af bókfærð á alls 100 milljónir dala. Skuldirnar námu 60 milljónum dala. Jón stofnaði fyrirtækið ásamt syni sínum, Kristjáni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Icelandic Water Holdings, árið 2004. Fyrsta skóflustungan að vatnsátöppunarverksmiðjunni var tekin í ágúst 2007. Icelandic Glacial er selt til víða um heim en tap hefur verið á rekstrinum síðustu ár.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem rekur átöppunarverksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi, tapaði 10,9 milljónum Bandaríkjadala árið 2015 eða jafnvirði 1,2 milljarða króna. Afkoman var þó betri en árið 2014 þegar reksturinn skilaði 12,9 milljóna dala tapi. Samkvæmt nýjum ársreikningi vatnsframleiðandans var Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Water Holdings, löngum kenndur við Skífuna, og félög tengd honum stærsti einstaki eigandi fyrirtækisins með 23,1 prósent. Bandaríski drykkjarvörurisinn Anheuser-Busch International átti þá 19,44 prósenta hlut. Útflutningur á vatninu Icelandic Glacial skilaði tólf milljónum dala, jafnvirði 1,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi, samanborið við rétt tæpar tíu milljónir árið áður. Rekstrartekur fyrirtækisins námu alls 12,6 milljónum dala. Eignir þess voru í árslok 2015 metnar á 135 milljónir dala. Verksmiðja Icelandic Water Holdings, land og vatnsréttindi eru þar af bókfærð á alls 100 milljónir dala. Skuldirnar námu 60 milljónum dala. Jón stofnaði fyrirtækið ásamt syni sínum, Kristjáni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Icelandic Water Holdings, árið 2004. Fyrsta skóflustungan að vatnsátöppunarverksmiðjunni var tekin í ágúst 2007. Icelandic Glacial er selt til víða um heim en tap hefur verið á rekstrinum síðustu ár.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira