Dagamunur Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Undanfarin misseri hef ég orðið vör við örar breytingar. Breytingarnar sem um ræðir varða utanumhald tímans, sjálft dagatalið. Það er að tútna út. Að vestan, yfir Atlantshafið, berast okkur Íslendingum nú gjafir í formi glansandi nýrra hátíðisdaga og fraktskipinu stýrir kapítalisminn. Fyrst kom hrekkjavakan, plasthúðuð og útblásin frænka öskudagsins, sem íslenskar fyllibyttur tóku fyrstar upp á sína arma og notuðu sem afsökun til að djamma einn aukadag á ári í búningi. Í kjölfarið fylgdu börnin. Verslanir komust í feitt. Kaupið og borðið og kaupið meira, sögðu þær. Og þar með varð til enn ein peningavélin, kirfilega dulbúin sem ný og kjörin ástæða til fagnaðar. Nú síðast í gær var svo boðið upp á kaupæðiskarnival í nafni heilags Valentínusar. Ástinni, elskendum og sálufélögum hvers konar, var hampað með hagstæðum tilboðum á alls konar vörum – fyrir tvo. Enn fremur spratt fram glænýtt tilefni til markaðssetningar á hughreystingu fyrir einstæðinga, sem hingað til hafa fengið að vera í friði 14. febrúar. Rótgrónir íslenskir tyllidagar eru auðvitað knúnir áfram af sömu hjólum. Allt snýst um að versla og auglýsa og belgja sig út af einhverju stórkostlega ónauðsynlegu. Bolludagur, mæðradagur, bóndadagur. Páskarnir og jólin. Endurunnin uppskrift í boði jakkafataklæddra karla með vindil í munnvikinu og seðlabúnt í brjóstvasanum. Að endingu vil ég svo biðja ykkur öll um að láta eins og þetta pistilkorn sé harkaleg ádeila á stjórnlausa neytendavæðingu hátíðisdaga og alls ekki innihaldsrýr romsa, skrifuð í örvæntingu að morgni Valentínusardags af ungri konu sem er umfram allt bitur yfir því að vera einhleyp.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun
Undanfarin misseri hef ég orðið vör við örar breytingar. Breytingarnar sem um ræðir varða utanumhald tímans, sjálft dagatalið. Það er að tútna út. Að vestan, yfir Atlantshafið, berast okkur Íslendingum nú gjafir í formi glansandi nýrra hátíðisdaga og fraktskipinu stýrir kapítalisminn. Fyrst kom hrekkjavakan, plasthúðuð og útblásin frænka öskudagsins, sem íslenskar fyllibyttur tóku fyrstar upp á sína arma og notuðu sem afsökun til að djamma einn aukadag á ári í búningi. Í kjölfarið fylgdu börnin. Verslanir komust í feitt. Kaupið og borðið og kaupið meira, sögðu þær. Og þar með varð til enn ein peningavélin, kirfilega dulbúin sem ný og kjörin ástæða til fagnaðar. Nú síðast í gær var svo boðið upp á kaupæðiskarnival í nafni heilags Valentínusar. Ástinni, elskendum og sálufélögum hvers konar, var hampað með hagstæðum tilboðum á alls konar vörum – fyrir tvo. Enn fremur spratt fram glænýtt tilefni til markaðssetningar á hughreystingu fyrir einstæðinga, sem hingað til hafa fengið að vera í friði 14. febrúar. Rótgrónir íslenskir tyllidagar eru auðvitað knúnir áfram af sömu hjólum. Allt snýst um að versla og auglýsa og belgja sig út af einhverju stórkostlega ónauðsynlegu. Bolludagur, mæðradagur, bóndadagur. Páskarnir og jólin. Endurunnin uppskrift í boði jakkafataklæddra karla með vindil í munnvikinu og seðlabúnt í brjóstvasanum. Að endingu vil ég svo biðja ykkur öll um að láta eins og þetta pistilkorn sé harkaleg ádeila á stjórnlausa neytendavæðingu hátíðisdaga og alls ekki innihaldsrýr romsa, skrifuð í örvæntingu að morgni Valentínusardags af ungri konu sem er umfram allt bitur yfir því að vera einhleyp.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun