Draymond Green líkir eiganda New York Knicks við þrælahaldara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 10:45 James Dolan og Draymond Green. Vísir/Samsett/Getty Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, er þekktur fyrir að láta allt flakka og nú hefur hann blandað sér af krafti inn í deilur Charles Oakley og eiganda New York Knicks, James Dolan. „Þegar ég græði á þér þá allt í góðu,“ byrjaði Draymond Green í hlaðvarpsþætti sínum "Dray Day" og hélt síðan áfram: „Ef þú ert að gera eitthvað á minn hlut eða að tala á móti mínu félagi þá er ekki allt í góðu lengur. Þetta er hugarfar þrælahaldara. Þessi maður hugsar eins og þrælahaldari. Þetta er fáránlegt,“ sagði Draymond Green. ESPN segir frá. Charles Oakley var fjarlægður með valdi út úr Madison Sqaure Garden í miðjum leik New York Knicks á dögunum og var síðan settur í bann. Deilur Oakley og James Dolan, eiganda New York Knicks, hafa staðið lengið yfir en nú sprakk allt í loft upp með ásökunum á báða bóga. Charles Oakley hefur aftur fengið leyfi til að koma í Madison Sqaure Garden en er enn mjög ósáttur því hann hefur ekki verið beðinn afsökunar. Hann átti frábæran feril með New York Knicks og er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. Draymond Green hefur tekið upp hanskann fyrir Charles Oakley eins og fleiri leikmenn í NBA-deildinni en það sem menn eru mest reiðir er að James Dolan gaf það út að Oakley ætti við drykkjuvandamál að stríða. Charles Oakley spilaði aldrei fyrir New York Knicks meðan James Dolan var eigandi félagsins en það fór ekki vel í nýja eigandann þegar hann gagnrýndi klúbbinn. Sú gagnrýni átti nú kannski rétt á sér enda hefur verið hálfgerður brandari að fylgjast með rekstri verðmætasta félagi NBA-deildarinnar undanfarin ár. Mörgum þykir Draymond Green samt vera kræfur að bjóða einum af eigendum félaganna í NBA upp í dans enda hafa þeir menn mikil völd. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig James Dolan svarar þessu harða skoti Draymond Green. NBA Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, er þekktur fyrir að láta allt flakka og nú hefur hann blandað sér af krafti inn í deilur Charles Oakley og eiganda New York Knicks, James Dolan. „Þegar ég græði á þér þá allt í góðu,“ byrjaði Draymond Green í hlaðvarpsþætti sínum "Dray Day" og hélt síðan áfram: „Ef þú ert að gera eitthvað á minn hlut eða að tala á móti mínu félagi þá er ekki allt í góðu lengur. Þetta er hugarfar þrælahaldara. Þessi maður hugsar eins og þrælahaldari. Þetta er fáránlegt,“ sagði Draymond Green. ESPN segir frá. Charles Oakley var fjarlægður með valdi út úr Madison Sqaure Garden í miðjum leik New York Knicks á dögunum og var síðan settur í bann. Deilur Oakley og James Dolan, eiganda New York Knicks, hafa staðið lengið yfir en nú sprakk allt í loft upp með ásökunum á báða bóga. Charles Oakley hefur aftur fengið leyfi til að koma í Madison Sqaure Garden en er enn mjög ósáttur því hann hefur ekki verið beðinn afsökunar. Hann átti frábæran feril með New York Knicks og er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. Draymond Green hefur tekið upp hanskann fyrir Charles Oakley eins og fleiri leikmenn í NBA-deildinni en það sem menn eru mest reiðir er að James Dolan gaf það út að Oakley ætti við drykkjuvandamál að stríða. Charles Oakley spilaði aldrei fyrir New York Knicks meðan James Dolan var eigandi félagsins en það fór ekki vel í nýja eigandann þegar hann gagnrýndi klúbbinn. Sú gagnrýni átti nú kannski rétt á sér enda hefur verið hálfgerður brandari að fylgjast með rekstri verðmætasta félagi NBA-deildarinnar undanfarin ár. Mörgum þykir Draymond Green samt vera kræfur að bjóða einum af eigendum félaganna í NBA upp í dans enda hafa þeir menn mikil völd. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig James Dolan svarar þessu harða skoti Draymond Green.
NBA Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira