Svipmynd Markaðarins: Tónlistarnörd sem grúskar í Spotify Haraldur Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2017 11:00 Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/GVA Ólafur Teitur Guðnason var ráðinn aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í janúarlok. Þá hafði hann unnið sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík frá árinu 2008. Þar áður var hann fréttamaður hjá RÚV, DV og Viðskiptablaðinu og síðar fjölmiðlafulltrúi fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss. Í samtali við Markaðinn segir Ólafur, sem fæddur árið 1973, að hann hafi gaman af því að grúska í tónlist. Gerði hann einmitt níu útvarpsþætti um sögu hljómsveitarinnar Pink Floyd fyrir Rás 2 eins og kom fram í tilkynningu um ráðningu hans í starf aðstoðarmanns ráðherra. Ólafur Teitur er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands en tók hluta námsins við Albert-Ludwigs háskólann í Freiburg í Þýskalandi. Eiginkona hans heitir Engilbjört Auðunsdóttir og er viðskiptafræðingur en þau eiga tvo syni.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það að mér skyldi vera boðið nýtt starf.Hvaða app notarðu mest? Spotify og Facebook.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Grúska í tónlist, viða að mér nýju efni, flokka það, merki og sortera og bý til lagalista. Það er örlítill bókasafnsfræðinörd í mér þótt ég geti líka verið óskipulagður.Hvernig heldur þú þér í formi? Eftir tveggja áratuga fullkomið hreyfingarleysi og keðjureykingar veiktist ég nokkuð harkalega sem var kærkomið spark í rassinn. Núna fer ég því nokkuð reglulega í ræktina þar sem ég bæði skokka og lyfti auk þess sem ég reyni að ganga sem mest.Hvernig tónlist hlustar þú á? Lengi vel sótti ég mest í þunga hádramatík á borð við Pink Floyd, Sigur Rós og Radiohead en í seinni tíð legg ég meira upp úr góðum takti og „grúvi“, sem getur verið allt frá fönki upp í raftónlist. Ég hef í næstum fjögur ár gert mánaðarlega lagalista á Spotify til að halda utan um það sem ég er að uppgötva hverju sinni.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er nýbyrjaður í nýju starfi og það leggst mjög vel í mig; algjör draumur! Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason var ráðinn aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í janúarlok. Þá hafði hann unnið sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík frá árinu 2008. Þar áður var hann fréttamaður hjá RÚV, DV og Viðskiptablaðinu og síðar fjölmiðlafulltrúi fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss. Í samtali við Markaðinn segir Ólafur, sem fæddur árið 1973, að hann hafi gaman af því að grúska í tónlist. Gerði hann einmitt níu útvarpsþætti um sögu hljómsveitarinnar Pink Floyd fyrir Rás 2 eins og kom fram í tilkynningu um ráðningu hans í starf aðstoðarmanns ráðherra. Ólafur Teitur er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands en tók hluta námsins við Albert-Ludwigs háskólann í Freiburg í Þýskalandi. Eiginkona hans heitir Engilbjört Auðunsdóttir og er viðskiptafræðingur en þau eiga tvo syni.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það að mér skyldi vera boðið nýtt starf.Hvaða app notarðu mest? Spotify og Facebook.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Grúska í tónlist, viða að mér nýju efni, flokka það, merki og sortera og bý til lagalista. Það er örlítill bókasafnsfræðinörd í mér þótt ég geti líka verið óskipulagður.Hvernig heldur þú þér í formi? Eftir tveggja áratuga fullkomið hreyfingarleysi og keðjureykingar veiktist ég nokkuð harkalega sem var kærkomið spark í rassinn. Núna fer ég því nokkuð reglulega í ræktina þar sem ég bæði skokka og lyfti auk þess sem ég reyni að ganga sem mest.Hvernig tónlist hlustar þú á? Lengi vel sótti ég mest í þunga hádramatík á borð við Pink Floyd, Sigur Rós og Radiohead en í seinni tíð legg ég meira upp úr góðum takti og „grúvi“, sem getur verið allt frá fönki upp í raftónlist. Ég hef í næstum fjögur ár gert mánaðarlega lagalista á Spotify til að halda utan um það sem ég er að uppgötva hverju sinni.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er nýbyrjaður í nýju starfi og það leggst mjög vel í mig; algjör draumur!
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira