Svipmynd Markaðarins: Tónlistarnörd sem grúskar í Spotify Haraldur Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2017 11:00 Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/GVA Ólafur Teitur Guðnason var ráðinn aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í janúarlok. Þá hafði hann unnið sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík frá árinu 2008. Þar áður var hann fréttamaður hjá RÚV, DV og Viðskiptablaðinu og síðar fjölmiðlafulltrúi fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss. Í samtali við Markaðinn segir Ólafur, sem fæddur árið 1973, að hann hafi gaman af því að grúska í tónlist. Gerði hann einmitt níu útvarpsþætti um sögu hljómsveitarinnar Pink Floyd fyrir Rás 2 eins og kom fram í tilkynningu um ráðningu hans í starf aðstoðarmanns ráðherra. Ólafur Teitur er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands en tók hluta námsins við Albert-Ludwigs háskólann í Freiburg í Þýskalandi. Eiginkona hans heitir Engilbjört Auðunsdóttir og er viðskiptafræðingur en þau eiga tvo syni.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það að mér skyldi vera boðið nýtt starf.Hvaða app notarðu mest? Spotify og Facebook.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Grúska í tónlist, viða að mér nýju efni, flokka það, merki og sortera og bý til lagalista. Það er örlítill bókasafnsfræðinörd í mér þótt ég geti líka verið óskipulagður.Hvernig heldur þú þér í formi? Eftir tveggja áratuga fullkomið hreyfingarleysi og keðjureykingar veiktist ég nokkuð harkalega sem var kærkomið spark í rassinn. Núna fer ég því nokkuð reglulega í ræktina þar sem ég bæði skokka og lyfti auk þess sem ég reyni að ganga sem mest.Hvernig tónlist hlustar þú á? Lengi vel sótti ég mest í þunga hádramatík á borð við Pink Floyd, Sigur Rós og Radiohead en í seinni tíð legg ég meira upp úr góðum takti og „grúvi“, sem getur verið allt frá fönki upp í raftónlist. Ég hef í næstum fjögur ár gert mánaðarlega lagalista á Spotify til að halda utan um það sem ég er að uppgötva hverju sinni.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er nýbyrjaður í nýju starfi og það leggst mjög vel í mig; algjör draumur! Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason var ráðinn aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í janúarlok. Þá hafði hann unnið sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík frá árinu 2008. Þar áður var hann fréttamaður hjá RÚV, DV og Viðskiptablaðinu og síðar fjölmiðlafulltrúi fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss. Í samtali við Markaðinn segir Ólafur, sem fæddur árið 1973, að hann hafi gaman af því að grúska í tónlist. Gerði hann einmitt níu útvarpsþætti um sögu hljómsveitarinnar Pink Floyd fyrir Rás 2 eins og kom fram í tilkynningu um ráðningu hans í starf aðstoðarmanns ráðherra. Ólafur Teitur er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands en tók hluta námsins við Albert-Ludwigs háskólann í Freiburg í Þýskalandi. Eiginkona hans heitir Engilbjört Auðunsdóttir og er viðskiptafræðingur en þau eiga tvo syni.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það að mér skyldi vera boðið nýtt starf.Hvaða app notarðu mest? Spotify og Facebook.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Grúska í tónlist, viða að mér nýju efni, flokka það, merki og sortera og bý til lagalista. Það er örlítill bókasafnsfræðinörd í mér þótt ég geti líka verið óskipulagður.Hvernig heldur þú þér í formi? Eftir tveggja áratuga fullkomið hreyfingarleysi og keðjureykingar veiktist ég nokkuð harkalega sem var kærkomið spark í rassinn. Núna fer ég því nokkuð reglulega í ræktina þar sem ég bæði skokka og lyfti auk þess sem ég reyni að ganga sem mest.Hvernig tónlist hlustar þú á? Lengi vel sótti ég mest í þunga hádramatík á borð við Pink Floyd, Sigur Rós og Radiohead en í seinni tíð legg ég meira upp úr góðum takti og „grúvi“, sem getur verið allt frá fönki upp í raftónlist. Ég hef í næstum fjögur ár gert mánaðarlega lagalista á Spotify til að halda utan um það sem ég er að uppgötva hverju sinni.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er nýbyrjaður í nýju starfi og það leggst mjög vel í mig; algjör draumur!
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira