Eldum rétt: Frá innistæðulausum kampavínsflöskum til ævintýralegs vaxtar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. febrúar 2017 19:00 Aðstandendur Eldum rétt, Valur Hermannsson hér lengst til vinstri. Mynd/Aðsend Valur Hermannsson, einn stofnenda Eldum rétt, var meðal frummælanda á aðalfundi Félags atvinnurekenda í dag sem bar yfirskriftina „Fólkið sem hristi upp í markaðnum.“ Þar lýsti hann þrautagöngu fyrirtækins; allt frá vantrausti viðskiptavina og birgja, augnablikunum sem þeir ætluðu að leggja árar í bát allt fram til ævintýralegs vaxtar á síðustu misserum. Meniga útnefndi Eldum rétt t.a.m. „Hástökkvara“ síðasta árs þar sem sala fyrirtækisins jókst um 300% árið 2016.Í hnotskurn Eldum rétt tekur til hráefni í þrjár máltíðir á viku sem fólk svo eldar úr eftir nákvæmum leiðbeiningum frá fyrirtækinu. Valur sagði þessu fylgja margvíslegir jákvæðir fylgifiskar; til að mynda minnkar þetta matarsóun, sparar tíma og síðast en ekki síst útrýmir þetta spurningunni „Hvað á að vera í matinn í kvöld?“ „Við mágur minn höfðum rætt þetta mjög lengi í matarboðum. Hvað þetta væri frábært, hvað það væri mikil snilld að fá uppástungu um hvað maður ætti að elda í næstu viku og fá svo öll hráefnin send heim. Þvílík snilld að svo mörgu leyti," sagði Valur. Hann og mágur hans hafi því látið slag standa árið 2013 og fóru að vinna fullum fetum að hugmyndinni. Fjöldi sambærilegra fyrirtækja voru að skjóta upp kollinum á Vesturlöndum á svipuðum tíma en Valur benti á að hvert hefðu þau sína áherslu. Þannig geri fyrirtækin mismikla kröfu um hvað viðskiptavinir verði að eiga af hráefnum í eldhúsinu sínu. Valur nefndi sem dæmi að í Svíþjóð sé gerð krafa um að neytendurnir eigi öll krydd sem uppskriftirnar krefjast af þeim. „En þegar við vorum að plana þetta þá ákváðum við að Íslendingar myndu örugglega vilja fá bara allt dótið. Þeir eru ekkert að nenna að standa í því að plana.“Hugmyndafræðin að baki Eldum rétt í hnotskurn.skjáskotÞetta verður aldrei neitt hjá ykkur Fyrstu skref fyrirtækisins voru enginn dans á rósum að sögn Vals. Fáir hafi haft trú á Eldum rétt eða þeim stofnendunum - „Í raun fannst ekkert það mörgum þetta vera góð hugmynd, nema okkur. Við vorum hvorugir með einhverja reynslu úr matvælageiranum. Við fórum bara í þetta með góða skapið og bjartsýnina, héldum að þetta yrði ekkert mál,“ sagði Valur. Valur segir þá stofendurna hafa þurft að fikra sig áfram í myrkrinu fyrstu mánuðina enda engin fordæmi fyrir sambærilegu fyrirtæki og Eldum rétt á Íslandi. Því hafi það komið þeim skemmtilega á óvart þegar þeim tókst strax að næla sér í 30 viðskiptavini á fyrstu tveimur vikum starfseminnar, sem Valur gerði ráð fyrir að hafi þekkt hugmyndafræðí Eldum rétt frá sambærilegum fyrirtækjum erlendis.Fyrri kampavínsflaskan opnuðÍ kjölfarið hafi bjartsýnin farið látið á sér kræla. „Þá héldum við bara að þetta myndi gerast, að við yrðum komin í 500 viðskiptavini eftir nokkrar vikur. „Poppuðum“ bara kampavín og læti. En svo var vöxturinn ekki nema tveir pakkar á viku það sem eftir var 2014. Það var bara ekkert að frétta hjá okkur.“ Það var því farið að fjara undan bjartsýninni í byrjun árs 2015, næstum tveimur árum eftir að byrjað var að vinna að hugmyndinni. „Við vorum alltaf á mörkunum við að hætta, þetta væri ekki að fara að ganga. Það var lítið sjálfstraust og þetta var frekar erfitt,“ sagði valur en bætti við að þó svo að viðskiptavinirnir hafi verið fáir þá hafi þeir verið ánægðir með þjónustuna sem Eldum rétt veitti. Fyrirtækið hafi tórað á hrósi frá þessum fáu ánægðu, „Þannig við vorum ekki að fá neitt borgað,“ sagði Valur og uppskar hlátur í salnum.Fundinn í heild má sjá hér að neðan. Valur tekur til máls eftir klukkustund og tíu mínútur.Óvæntur viðsnúningur Salan tók þó óvænt stökk í janúar 2015. „Við vorum eiginlega bara hættir um jólin svo bara fyrstu vikuna í janúar þrefaldaðist salan og þá var bara „poppuð“ önnur kampavínsflaska,“ sagði Valur. Reksturinn hafi gengið ágætlega í kjölfarið enda með nokkur hundruð pantanir í hverri viku undir lok ársins. Við það hafi tiltrú birgja og almennings aukist enn frekar, fyrirtækið hafi stækkað og þeir hafi getað ráðið til sín starfsfólk. Fram að þeim tíma höfðu þeir Valur og mágur hans séð um nær allar hliðar rekstursins, frá símsvörun til útkeyrslu. Árið í fyrra hafi þó verið „þeirra ár“ eins og Valur komst að orði. Þá hafi þeir keypt nýtt húsnæði við Smiðjuveg undir starfsemina og var sumarið nýtt til að standsetja fyrirtækið á nýjum stað. Það hafi ekki verið möguleiki ef ekki hefði verið fyrir ævintýralegan vöxt á síðustu misserum eins og útnefning Meniga ber með sér. Nú, í upphafi árs 2017, starfa 35 manns í dagvinnu hjá Eldum rétt ásamt fjölda annarra í hlutastarfi. „Það gengur mjög vel hjá okkur, í stuttu máli sagt,“ sagði Valur sem gerir ekki ráð fyrir öðru en velgengnin muni halda áfram. Framtíðin muni bera í skauti sér ennfrekari sérhæfingu fólks og aukinni atvinnuþátttöku, samhliða styttri tíma til matarinnkaupa og eldamennsku. Því séu fullar forsendur til áframhaldandi vaxtar Eldum rétt. Fyrirlestur vals má sjá hér að ofan. Hann hefst þegar um ein klukkustund og 12 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Valur Hermannsson, einn stofnenda Eldum rétt, var meðal frummælanda á aðalfundi Félags atvinnurekenda í dag sem bar yfirskriftina „Fólkið sem hristi upp í markaðnum.“ Þar lýsti hann þrautagöngu fyrirtækins; allt frá vantrausti viðskiptavina og birgja, augnablikunum sem þeir ætluðu að leggja árar í bát allt fram til ævintýralegs vaxtar á síðustu misserum. Meniga útnefndi Eldum rétt t.a.m. „Hástökkvara“ síðasta árs þar sem sala fyrirtækisins jókst um 300% árið 2016.Í hnotskurn Eldum rétt tekur til hráefni í þrjár máltíðir á viku sem fólk svo eldar úr eftir nákvæmum leiðbeiningum frá fyrirtækinu. Valur sagði þessu fylgja margvíslegir jákvæðir fylgifiskar; til að mynda minnkar þetta matarsóun, sparar tíma og síðast en ekki síst útrýmir þetta spurningunni „Hvað á að vera í matinn í kvöld?“ „Við mágur minn höfðum rætt þetta mjög lengi í matarboðum. Hvað þetta væri frábært, hvað það væri mikil snilld að fá uppástungu um hvað maður ætti að elda í næstu viku og fá svo öll hráefnin send heim. Þvílík snilld að svo mörgu leyti," sagði Valur. Hann og mágur hans hafi því látið slag standa árið 2013 og fóru að vinna fullum fetum að hugmyndinni. Fjöldi sambærilegra fyrirtækja voru að skjóta upp kollinum á Vesturlöndum á svipuðum tíma en Valur benti á að hvert hefðu þau sína áherslu. Þannig geri fyrirtækin mismikla kröfu um hvað viðskiptavinir verði að eiga af hráefnum í eldhúsinu sínu. Valur nefndi sem dæmi að í Svíþjóð sé gerð krafa um að neytendurnir eigi öll krydd sem uppskriftirnar krefjast af þeim. „En þegar við vorum að plana þetta þá ákváðum við að Íslendingar myndu örugglega vilja fá bara allt dótið. Þeir eru ekkert að nenna að standa í því að plana.“Hugmyndafræðin að baki Eldum rétt í hnotskurn.skjáskotÞetta verður aldrei neitt hjá ykkur Fyrstu skref fyrirtækisins voru enginn dans á rósum að sögn Vals. Fáir hafi haft trú á Eldum rétt eða þeim stofnendunum - „Í raun fannst ekkert það mörgum þetta vera góð hugmynd, nema okkur. Við vorum hvorugir með einhverja reynslu úr matvælageiranum. Við fórum bara í þetta með góða skapið og bjartsýnina, héldum að þetta yrði ekkert mál,“ sagði Valur. Valur segir þá stofendurna hafa þurft að fikra sig áfram í myrkrinu fyrstu mánuðina enda engin fordæmi fyrir sambærilegu fyrirtæki og Eldum rétt á Íslandi. Því hafi það komið þeim skemmtilega á óvart þegar þeim tókst strax að næla sér í 30 viðskiptavini á fyrstu tveimur vikum starfseminnar, sem Valur gerði ráð fyrir að hafi þekkt hugmyndafræðí Eldum rétt frá sambærilegum fyrirtækjum erlendis.Fyrri kampavínsflaskan opnuðÍ kjölfarið hafi bjartsýnin farið látið á sér kræla. „Þá héldum við bara að þetta myndi gerast, að við yrðum komin í 500 viðskiptavini eftir nokkrar vikur. „Poppuðum“ bara kampavín og læti. En svo var vöxturinn ekki nema tveir pakkar á viku það sem eftir var 2014. Það var bara ekkert að frétta hjá okkur.“ Það var því farið að fjara undan bjartsýninni í byrjun árs 2015, næstum tveimur árum eftir að byrjað var að vinna að hugmyndinni. „Við vorum alltaf á mörkunum við að hætta, þetta væri ekki að fara að ganga. Það var lítið sjálfstraust og þetta var frekar erfitt,“ sagði valur en bætti við að þó svo að viðskiptavinirnir hafi verið fáir þá hafi þeir verið ánægðir með þjónustuna sem Eldum rétt veitti. Fyrirtækið hafi tórað á hrósi frá þessum fáu ánægðu, „Þannig við vorum ekki að fá neitt borgað,“ sagði Valur og uppskar hlátur í salnum.Fundinn í heild má sjá hér að neðan. Valur tekur til máls eftir klukkustund og tíu mínútur.Óvæntur viðsnúningur Salan tók þó óvænt stökk í janúar 2015. „Við vorum eiginlega bara hættir um jólin svo bara fyrstu vikuna í janúar þrefaldaðist salan og þá var bara „poppuð“ önnur kampavínsflaska,“ sagði Valur. Reksturinn hafi gengið ágætlega í kjölfarið enda með nokkur hundruð pantanir í hverri viku undir lok ársins. Við það hafi tiltrú birgja og almennings aukist enn frekar, fyrirtækið hafi stækkað og þeir hafi getað ráðið til sín starfsfólk. Fram að þeim tíma höfðu þeir Valur og mágur hans séð um nær allar hliðar rekstursins, frá símsvörun til útkeyrslu. Árið í fyrra hafi þó verið „þeirra ár“ eins og Valur komst að orði. Þá hafi þeir keypt nýtt húsnæði við Smiðjuveg undir starfsemina og var sumarið nýtt til að standsetja fyrirtækið á nýjum stað. Það hafi ekki verið möguleiki ef ekki hefði verið fyrir ævintýralegan vöxt á síðustu misserum eins og útnefning Meniga ber með sér. Nú, í upphafi árs 2017, starfa 35 manns í dagvinnu hjá Eldum rétt ásamt fjölda annarra í hlutastarfi. „Það gengur mjög vel hjá okkur, í stuttu máli sagt,“ sagði Valur sem gerir ekki ráð fyrir öðru en velgengnin muni halda áfram. Framtíðin muni bera í skauti sér ennfrekari sérhæfingu fólks og aukinni atvinnuþátttöku, samhliða styttri tíma til matarinnkaupa og eldamennsku. Því séu fullar forsendur til áframhaldandi vaxtar Eldum rétt. Fyrirlestur vals má sjá hér að ofan. Hann hefst þegar um ein klukkustund og 12 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira