Fáar konur stjórnendur á auglýsingastofum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Tvær auglýsingastofur af sjö innan SÍA eru nýlega komnar með jafnlaunavottun VR, sem gefur vísbendingar um að auglýsingageirinn á Íslandi sé að þokast í rétta átt. vísir/stefán „Auglýsingabransinn er karllægur og hefur verið lengi,“ segir Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, sem eru sjö stærstu auglýsingastofur landsins. Þrátt fyrir að kynjahlutfall á stofum innan SÍA sé jafnara nú en fyrir fimm árum hallar mjög á konur eftir því sem hærri stöðugildi eru skoðuð. Grafískir hönnuðir eru 40 prósent konur innan veggja SÍA, 26 prósent eru hönnunarstjórar og 23 prósent eru listrænir stjórnendur. Hafa þessi hlutföll ekki breyst síðustu ár, ekki frekar en framkvæmdastjórastöðurnar sem allar eru skipaðar karlmönnum. SÍA hefur því blásið til fundar þar sem kynjahalli í auglýsingagerð og markaðsmálum verður ræddur í samstarfi við ÍMARK. „Fyrir utan hið sjálfsagða jafnrétti snýst þetta í raun um þrennt. Í fyrsta lagi snýst þetta um árangur viðskiptavina. Náum við betri árangri ef teymi sem vinna fyrir viðskiptavini endurspegla markhópinn? Konur eru nefnilega oftast að minnsta kosti helmingur hópsins sem viðskiptavinir stofanna vilja tala við. Verða hugmyndafundir meira skapandi ef bæði kyn eru við hugmyndaborðið? Einsleitni ætti klárlega að vera óvinurinn í svona bransa. Í öðru lagi snýr þetta að samfélagslega þættinum. Að auglýsingar viðhaldi t.d. ekki staðalmyndum og ranghugmyndum margra um konuna og hlutverk hennar. Og í þriðja lagi er þetta er rekstrarlegt mál, því það er búið að sýna fram á það að blönduð fyrirtæki koma rekstrarlega betur út en þau sem eru það ekki.Elín Helga Sveinbjörnsdóttir„Það er búið að ræða þessa hluti lengi í atvinnulífinu og það þarf að halda því áfram,“ segir Elín og bendir á frétt Fréttablaðsins í fyrradag máli sínu til stuðnings. Þar kom fram að hlutfall kvenna sem gegndu framkvæmdastjórastöðum hjá stærstu fyrirtækjum landsins var aðeins níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. „Kynjabaráttunni er ekki lokið. Kannski erum við að komin á einhvers konar stöðnunartímabil sem við þurfum að spóla okkur upp úr.“ „Það hefði verið auðveldast að halda bara áfram að gera hlutina eins og áður, en ég vil ekki vera sú sem þegir þegar ég hef tækifæri til að segja eitthvað. Við ákváðum því að nýta þetta tækifæri, því þetta er alvöru hagsmunamál. Ef þessi fundur er eitt skref í átt að breytingum í bransanum, er árangri náð – en auðvitað vil ég helst sjá fleiri skref tekin, og það hratt,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
„Auglýsingabransinn er karllægur og hefur verið lengi,“ segir Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, sem eru sjö stærstu auglýsingastofur landsins. Þrátt fyrir að kynjahlutfall á stofum innan SÍA sé jafnara nú en fyrir fimm árum hallar mjög á konur eftir því sem hærri stöðugildi eru skoðuð. Grafískir hönnuðir eru 40 prósent konur innan veggja SÍA, 26 prósent eru hönnunarstjórar og 23 prósent eru listrænir stjórnendur. Hafa þessi hlutföll ekki breyst síðustu ár, ekki frekar en framkvæmdastjórastöðurnar sem allar eru skipaðar karlmönnum. SÍA hefur því blásið til fundar þar sem kynjahalli í auglýsingagerð og markaðsmálum verður ræddur í samstarfi við ÍMARK. „Fyrir utan hið sjálfsagða jafnrétti snýst þetta í raun um þrennt. Í fyrsta lagi snýst þetta um árangur viðskiptavina. Náum við betri árangri ef teymi sem vinna fyrir viðskiptavini endurspegla markhópinn? Konur eru nefnilega oftast að minnsta kosti helmingur hópsins sem viðskiptavinir stofanna vilja tala við. Verða hugmyndafundir meira skapandi ef bæði kyn eru við hugmyndaborðið? Einsleitni ætti klárlega að vera óvinurinn í svona bransa. Í öðru lagi snýr þetta að samfélagslega þættinum. Að auglýsingar viðhaldi t.d. ekki staðalmyndum og ranghugmyndum margra um konuna og hlutverk hennar. Og í þriðja lagi er þetta er rekstrarlegt mál, því það er búið að sýna fram á það að blönduð fyrirtæki koma rekstrarlega betur út en þau sem eru það ekki.Elín Helga Sveinbjörnsdóttir„Það er búið að ræða þessa hluti lengi í atvinnulífinu og það þarf að halda því áfram,“ segir Elín og bendir á frétt Fréttablaðsins í fyrradag máli sínu til stuðnings. Þar kom fram að hlutfall kvenna sem gegndu framkvæmdastjórastöðum hjá stærstu fyrirtækjum landsins var aðeins níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. „Kynjabaráttunni er ekki lokið. Kannski erum við að komin á einhvers konar stöðnunartímabil sem við þurfum að spóla okkur upp úr.“ „Það hefði verið auðveldast að halda bara áfram að gera hlutina eins og áður, en ég vil ekki vera sú sem þegir þegar ég hef tækifæri til að segja eitthvað. Við ákváðum því að nýta þetta tækifæri, því þetta er alvöru hagsmunamál. Ef þessi fundur er eitt skref í átt að breytingum í bransanum, er árangri náð – en auðvitað vil ég helst sjá fleiri skref tekin, og það hratt,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira