Fáar konur stjórnendur á auglýsingastofum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Tvær auglýsingastofur af sjö innan SÍA eru nýlega komnar með jafnlaunavottun VR, sem gefur vísbendingar um að auglýsingageirinn á Íslandi sé að þokast í rétta átt. vísir/stefán „Auglýsingabransinn er karllægur og hefur verið lengi,“ segir Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, sem eru sjö stærstu auglýsingastofur landsins. Þrátt fyrir að kynjahlutfall á stofum innan SÍA sé jafnara nú en fyrir fimm árum hallar mjög á konur eftir því sem hærri stöðugildi eru skoðuð. Grafískir hönnuðir eru 40 prósent konur innan veggja SÍA, 26 prósent eru hönnunarstjórar og 23 prósent eru listrænir stjórnendur. Hafa þessi hlutföll ekki breyst síðustu ár, ekki frekar en framkvæmdastjórastöðurnar sem allar eru skipaðar karlmönnum. SÍA hefur því blásið til fundar þar sem kynjahalli í auglýsingagerð og markaðsmálum verður ræddur í samstarfi við ÍMARK. „Fyrir utan hið sjálfsagða jafnrétti snýst þetta í raun um þrennt. Í fyrsta lagi snýst þetta um árangur viðskiptavina. Náum við betri árangri ef teymi sem vinna fyrir viðskiptavini endurspegla markhópinn? Konur eru nefnilega oftast að minnsta kosti helmingur hópsins sem viðskiptavinir stofanna vilja tala við. Verða hugmyndafundir meira skapandi ef bæði kyn eru við hugmyndaborðið? Einsleitni ætti klárlega að vera óvinurinn í svona bransa. Í öðru lagi snýr þetta að samfélagslega þættinum. Að auglýsingar viðhaldi t.d. ekki staðalmyndum og ranghugmyndum margra um konuna og hlutverk hennar. Og í þriðja lagi er þetta er rekstrarlegt mál, því það er búið að sýna fram á það að blönduð fyrirtæki koma rekstrarlega betur út en þau sem eru það ekki.Elín Helga Sveinbjörnsdóttir„Það er búið að ræða þessa hluti lengi í atvinnulífinu og það þarf að halda því áfram,“ segir Elín og bendir á frétt Fréttablaðsins í fyrradag máli sínu til stuðnings. Þar kom fram að hlutfall kvenna sem gegndu framkvæmdastjórastöðum hjá stærstu fyrirtækjum landsins var aðeins níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. „Kynjabaráttunni er ekki lokið. Kannski erum við að komin á einhvers konar stöðnunartímabil sem við þurfum að spóla okkur upp úr.“ „Það hefði verið auðveldast að halda bara áfram að gera hlutina eins og áður, en ég vil ekki vera sú sem þegir þegar ég hef tækifæri til að segja eitthvað. Við ákváðum því að nýta þetta tækifæri, því þetta er alvöru hagsmunamál. Ef þessi fundur er eitt skref í átt að breytingum í bransanum, er árangri náð – en auðvitað vil ég helst sjá fleiri skref tekin, og það hratt,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
„Auglýsingabransinn er karllægur og hefur verið lengi,“ segir Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, sem eru sjö stærstu auglýsingastofur landsins. Þrátt fyrir að kynjahlutfall á stofum innan SÍA sé jafnara nú en fyrir fimm árum hallar mjög á konur eftir því sem hærri stöðugildi eru skoðuð. Grafískir hönnuðir eru 40 prósent konur innan veggja SÍA, 26 prósent eru hönnunarstjórar og 23 prósent eru listrænir stjórnendur. Hafa þessi hlutföll ekki breyst síðustu ár, ekki frekar en framkvæmdastjórastöðurnar sem allar eru skipaðar karlmönnum. SÍA hefur því blásið til fundar þar sem kynjahalli í auglýsingagerð og markaðsmálum verður ræddur í samstarfi við ÍMARK. „Fyrir utan hið sjálfsagða jafnrétti snýst þetta í raun um þrennt. Í fyrsta lagi snýst þetta um árangur viðskiptavina. Náum við betri árangri ef teymi sem vinna fyrir viðskiptavini endurspegla markhópinn? Konur eru nefnilega oftast að minnsta kosti helmingur hópsins sem viðskiptavinir stofanna vilja tala við. Verða hugmyndafundir meira skapandi ef bæði kyn eru við hugmyndaborðið? Einsleitni ætti klárlega að vera óvinurinn í svona bransa. Í öðru lagi snýr þetta að samfélagslega þættinum. Að auglýsingar viðhaldi t.d. ekki staðalmyndum og ranghugmyndum margra um konuna og hlutverk hennar. Og í þriðja lagi er þetta er rekstrarlegt mál, því það er búið að sýna fram á það að blönduð fyrirtæki koma rekstrarlega betur út en þau sem eru það ekki.Elín Helga Sveinbjörnsdóttir„Það er búið að ræða þessa hluti lengi í atvinnulífinu og það þarf að halda því áfram,“ segir Elín og bendir á frétt Fréttablaðsins í fyrradag máli sínu til stuðnings. Þar kom fram að hlutfall kvenna sem gegndu framkvæmdastjórastöðum hjá stærstu fyrirtækjum landsins var aðeins níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. „Kynjabaráttunni er ekki lokið. Kannski erum við að komin á einhvers konar stöðnunartímabil sem við þurfum að spóla okkur upp úr.“ „Það hefði verið auðveldast að halda bara áfram að gera hlutina eins og áður, en ég vil ekki vera sú sem þegir þegar ég hef tækifæri til að segja eitthvað. Við ákváðum því að nýta þetta tækifæri, því þetta er alvöru hagsmunamál. Ef þessi fundur er eitt skref í átt að breytingum í bransanum, er árangri náð – en auðvitað vil ég helst sjá fleiri skref tekin, og það hratt,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur