Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Virto/Quintus 24-22 | Haukar marki frá 8-liða úrslitunum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ásvöllum skrifar 5. febrúar 2017 19:45 Ramune Pekarskyte. Vísir/Eyþór Kvennalið Hauka í handbolta er úr leik í Áskorendabikar Evrópu í handbolta þrátt fyrir 24-22 sigur á Virto/Quintus frá Hollandi á Ásvöllum í kvöld. Haukar sem þurftu að vinna upp þriggja marka forskot Virto/Quintus frá fyrri leiknum mættu mjög ákveðnir til leiks og náðu strax yfirhöndinni í leiknum. Liðið lék frábæra vörn stærsta hluta leiksins og náði mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik. Hollenska liðið náði þó að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik þar sem sóknarleikur Hauka var ekki á pari við varnarleikinn. Haukar þurftu að hafa mikið fyrir að skapa sér færi en tókst að loka á helstu vopn hollenska liðsins sem eru hraðaupphlaupin. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og þegar liðið náði fjögurra marka forystu á ný snemma í seinni hálfleik fór um hollenska liðið. Lykilmenn í hollenska liðinu fóru að flýta sér um of og taka slakar ákvarðanir í sókninni. Þetta nýttu Haukar sér og náðu sex marka forystu 16-10. Þá lét Daisy Hage reka sig útaf í fjórar mínútur og í stað þess að halda áfram að keyra á hollenska liðið fóru Haukar að hanga á forskotinu og hægja á leiknum. Virto/Quintus þakkaði pennt fyrir, fékk sjálfstraustið á ný og vann sig inn í leikinn. Haukar fengu þó tækifæri til að tryggja sér sigurinn í einvíginu þegar liðið fór í sókn þremur mörkum yfir og mínúta eftir af leiknum. Í síðustu sókninni þorði enginn leikmaður að taka af skarið og má segja að skortur á hugrekki og drápseðli hafi svikið Haukana í síðustu sókninni líkt og á kaflanum fyrr í hálfleiknum þegar liðið fékk tækifæri til að gera út um leikinn manni fleiri í fjórar mínútur. Virto/Quintus fer því áfram í 8-liða úrslit keppninnar en Haukar verða að sætta sig við að falla úr leik þó liðið hafi leikið afbragðs vel á löngum köflum í einvíginu. Óskar: Áttum að vera búnar að tryggja þetta„Ég er hundsvekktur. Við áttum að vera fyrir löngu búnar að tryggja þetta. Ég er hundfúll,“ sagði Óskar Ármannsson vægast sagt svekktur eftir leikinn í kvöld. „Við erum í fjórar mínútur einum fleiri en við sækjum ekki á markið. Við köstum boltanum upp í palla og fáum hraðaupphlaup í bakið. Það er dýrt í svona leik þar sem hvert einasta mark og hver einasta sókn skiptir máli. „Þarna hefði ég viljað að við hefðum lokað leiknum. Það vantaði aðeins upp á,“ sagði Óskar. Haukar koma sér í mjög góða stöðu 16-10 yfir í leiknum og einum fleiri í fjórar mínútur. Það er erfitt að segja að liðið fari á taugum en liðið fór í það minnsta að verja forskotið í stað þess að keyra yfir hollenska liðið og klára leikinn. „Maður þarf að halda áfram að sækja á markið. Það var nóg eftir af leiknum og langt frá því að úrslitin séu ráðin. Það þarf að bæta við þetta. Við höfum svo sem séð þetta áður. „Í restina erum við með boltann og þrjú mörk yfir. Þá förum við að gera einhverja tóma vitleysu í stað þess að halda áfram að gera það sem er rökrétt,“ sagði Óskar. Ragnheiður S.: Einn okkar besti leikur í vetur„Ég er rosalega sátt með stelpurnar. Þetta var flottur leikur en það vantaði upp á lokin, við hefðum átt að klára þetta,“ sagði Ragnheiður Sveinsdóttir í leikslok. „Við hefðum átt að nýta það betur þegar við vorum manni fleiri í fjórar mínútur,“ sagði Ragnheiður sem lítur á jákvæðu hlutina úr leiknum þó einvígið hafi tapast á svekkjandi máta. „Ég er stolt af stelpunum. Þetta var einn okkar besti leikur í vetur. Vonandi peppar þetta liðið upp og við náum að komast ofar í deildinni.“ Haukar voru mest sex mörkum yfir í seinni hálfleik en glopruðu því frá sér á klaufalegan hátt. „Við þurfum að kunna að halda forskotinu. Við ræddum þetta í hálfleik. Við þurfum að kunna að vera yfir,“ sagði Ragnheiður. Haukar fengu tækifæri þegar skammt var eftir að komst fjórum mörkum yfir og mögulega tryggja sigurinn í einvíginu en erfitt er að útskýra hvað gerðist í síðustu sókn Hauka. „Það vantaði að einhver myndi taka á skarið. Þetta var klaufaleg lokasókn.“ Handbolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Kvennalið Hauka í handbolta er úr leik í Áskorendabikar Evrópu í handbolta þrátt fyrir 24-22 sigur á Virto/Quintus frá Hollandi á Ásvöllum í kvöld. Haukar sem þurftu að vinna upp þriggja marka forskot Virto/Quintus frá fyrri leiknum mættu mjög ákveðnir til leiks og náðu strax yfirhöndinni í leiknum. Liðið lék frábæra vörn stærsta hluta leiksins og náði mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik. Hollenska liðið náði þó að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik þar sem sóknarleikur Hauka var ekki á pari við varnarleikinn. Haukar þurftu að hafa mikið fyrir að skapa sér færi en tókst að loka á helstu vopn hollenska liðsins sem eru hraðaupphlaupin. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og þegar liðið náði fjögurra marka forystu á ný snemma í seinni hálfleik fór um hollenska liðið. Lykilmenn í hollenska liðinu fóru að flýta sér um of og taka slakar ákvarðanir í sókninni. Þetta nýttu Haukar sér og náðu sex marka forystu 16-10. Þá lét Daisy Hage reka sig útaf í fjórar mínútur og í stað þess að halda áfram að keyra á hollenska liðið fóru Haukar að hanga á forskotinu og hægja á leiknum. Virto/Quintus þakkaði pennt fyrir, fékk sjálfstraustið á ný og vann sig inn í leikinn. Haukar fengu þó tækifæri til að tryggja sér sigurinn í einvíginu þegar liðið fór í sókn þremur mörkum yfir og mínúta eftir af leiknum. Í síðustu sókninni þorði enginn leikmaður að taka af skarið og má segja að skortur á hugrekki og drápseðli hafi svikið Haukana í síðustu sókninni líkt og á kaflanum fyrr í hálfleiknum þegar liðið fékk tækifæri til að gera út um leikinn manni fleiri í fjórar mínútur. Virto/Quintus fer því áfram í 8-liða úrslit keppninnar en Haukar verða að sætta sig við að falla úr leik þó liðið hafi leikið afbragðs vel á löngum köflum í einvíginu. Óskar: Áttum að vera búnar að tryggja þetta„Ég er hundsvekktur. Við áttum að vera fyrir löngu búnar að tryggja þetta. Ég er hundfúll,“ sagði Óskar Ármannsson vægast sagt svekktur eftir leikinn í kvöld. „Við erum í fjórar mínútur einum fleiri en við sækjum ekki á markið. Við köstum boltanum upp í palla og fáum hraðaupphlaup í bakið. Það er dýrt í svona leik þar sem hvert einasta mark og hver einasta sókn skiptir máli. „Þarna hefði ég viljað að við hefðum lokað leiknum. Það vantaði aðeins upp á,“ sagði Óskar. Haukar koma sér í mjög góða stöðu 16-10 yfir í leiknum og einum fleiri í fjórar mínútur. Það er erfitt að segja að liðið fari á taugum en liðið fór í það minnsta að verja forskotið í stað þess að keyra yfir hollenska liðið og klára leikinn. „Maður þarf að halda áfram að sækja á markið. Það var nóg eftir af leiknum og langt frá því að úrslitin séu ráðin. Það þarf að bæta við þetta. Við höfum svo sem séð þetta áður. „Í restina erum við með boltann og þrjú mörk yfir. Þá förum við að gera einhverja tóma vitleysu í stað þess að halda áfram að gera það sem er rökrétt,“ sagði Óskar. Ragnheiður S.: Einn okkar besti leikur í vetur„Ég er rosalega sátt með stelpurnar. Þetta var flottur leikur en það vantaði upp á lokin, við hefðum átt að klára þetta,“ sagði Ragnheiður Sveinsdóttir í leikslok. „Við hefðum átt að nýta það betur þegar við vorum manni fleiri í fjórar mínútur,“ sagði Ragnheiður sem lítur á jákvæðu hlutina úr leiknum þó einvígið hafi tapast á svekkjandi máta. „Ég er stolt af stelpunum. Þetta var einn okkar besti leikur í vetur. Vonandi peppar þetta liðið upp og við náum að komast ofar í deildinni.“ Haukar voru mest sex mörkum yfir í seinni hálfleik en glopruðu því frá sér á klaufalegan hátt. „Við þurfum að kunna að halda forskotinu. Við ræddum þetta í hálfleik. Við þurfum að kunna að vera yfir,“ sagði Ragnheiður. Haukar fengu tækifæri þegar skammt var eftir að komst fjórum mörkum yfir og mögulega tryggja sigurinn í einvíginu en erfitt er að útskýra hvað gerðist í síðustu sókn Hauka. „Það vantaði að einhver myndi taka á skarið. Þetta var klaufaleg lokasókn.“
Handbolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira