Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Virto/Quintus 24-22 | Haukar marki frá 8-liða úrslitunum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ásvöllum skrifar 5. febrúar 2017 19:45 Ramune Pekarskyte. Vísir/Eyþór Kvennalið Hauka í handbolta er úr leik í Áskorendabikar Evrópu í handbolta þrátt fyrir 24-22 sigur á Virto/Quintus frá Hollandi á Ásvöllum í kvöld. Haukar sem þurftu að vinna upp þriggja marka forskot Virto/Quintus frá fyrri leiknum mættu mjög ákveðnir til leiks og náðu strax yfirhöndinni í leiknum. Liðið lék frábæra vörn stærsta hluta leiksins og náði mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik. Hollenska liðið náði þó að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik þar sem sóknarleikur Hauka var ekki á pari við varnarleikinn. Haukar þurftu að hafa mikið fyrir að skapa sér færi en tókst að loka á helstu vopn hollenska liðsins sem eru hraðaupphlaupin. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og þegar liðið náði fjögurra marka forystu á ný snemma í seinni hálfleik fór um hollenska liðið. Lykilmenn í hollenska liðinu fóru að flýta sér um of og taka slakar ákvarðanir í sókninni. Þetta nýttu Haukar sér og náðu sex marka forystu 16-10. Þá lét Daisy Hage reka sig útaf í fjórar mínútur og í stað þess að halda áfram að keyra á hollenska liðið fóru Haukar að hanga á forskotinu og hægja á leiknum. Virto/Quintus þakkaði pennt fyrir, fékk sjálfstraustið á ný og vann sig inn í leikinn. Haukar fengu þó tækifæri til að tryggja sér sigurinn í einvíginu þegar liðið fór í sókn þremur mörkum yfir og mínúta eftir af leiknum. Í síðustu sókninni þorði enginn leikmaður að taka af skarið og má segja að skortur á hugrekki og drápseðli hafi svikið Haukana í síðustu sókninni líkt og á kaflanum fyrr í hálfleiknum þegar liðið fékk tækifæri til að gera út um leikinn manni fleiri í fjórar mínútur. Virto/Quintus fer því áfram í 8-liða úrslit keppninnar en Haukar verða að sætta sig við að falla úr leik þó liðið hafi leikið afbragðs vel á löngum köflum í einvíginu. Óskar: Áttum að vera búnar að tryggja þetta„Ég er hundsvekktur. Við áttum að vera fyrir löngu búnar að tryggja þetta. Ég er hundfúll,“ sagði Óskar Ármannsson vægast sagt svekktur eftir leikinn í kvöld. „Við erum í fjórar mínútur einum fleiri en við sækjum ekki á markið. Við köstum boltanum upp í palla og fáum hraðaupphlaup í bakið. Það er dýrt í svona leik þar sem hvert einasta mark og hver einasta sókn skiptir máli. „Þarna hefði ég viljað að við hefðum lokað leiknum. Það vantaði aðeins upp á,“ sagði Óskar. Haukar koma sér í mjög góða stöðu 16-10 yfir í leiknum og einum fleiri í fjórar mínútur. Það er erfitt að segja að liðið fari á taugum en liðið fór í það minnsta að verja forskotið í stað þess að keyra yfir hollenska liðið og klára leikinn. „Maður þarf að halda áfram að sækja á markið. Það var nóg eftir af leiknum og langt frá því að úrslitin séu ráðin. Það þarf að bæta við þetta. Við höfum svo sem séð þetta áður. „Í restina erum við með boltann og þrjú mörk yfir. Þá förum við að gera einhverja tóma vitleysu í stað þess að halda áfram að gera það sem er rökrétt,“ sagði Óskar. Ragnheiður S.: Einn okkar besti leikur í vetur„Ég er rosalega sátt með stelpurnar. Þetta var flottur leikur en það vantaði upp á lokin, við hefðum átt að klára þetta,“ sagði Ragnheiður Sveinsdóttir í leikslok. „Við hefðum átt að nýta það betur þegar við vorum manni fleiri í fjórar mínútur,“ sagði Ragnheiður sem lítur á jákvæðu hlutina úr leiknum þó einvígið hafi tapast á svekkjandi máta. „Ég er stolt af stelpunum. Þetta var einn okkar besti leikur í vetur. Vonandi peppar þetta liðið upp og við náum að komast ofar í deildinni.“ Haukar voru mest sex mörkum yfir í seinni hálfleik en glopruðu því frá sér á klaufalegan hátt. „Við þurfum að kunna að halda forskotinu. Við ræddum þetta í hálfleik. Við þurfum að kunna að vera yfir,“ sagði Ragnheiður. Haukar fengu tækifæri þegar skammt var eftir að komst fjórum mörkum yfir og mögulega tryggja sigurinn í einvíginu en erfitt er að útskýra hvað gerðist í síðustu sókn Hauka. „Það vantaði að einhver myndi taka á skarið. Þetta var klaufaleg lokasókn.“ Handbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Kvennalið Hauka í handbolta er úr leik í Áskorendabikar Evrópu í handbolta þrátt fyrir 24-22 sigur á Virto/Quintus frá Hollandi á Ásvöllum í kvöld. Haukar sem þurftu að vinna upp þriggja marka forskot Virto/Quintus frá fyrri leiknum mættu mjög ákveðnir til leiks og náðu strax yfirhöndinni í leiknum. Liðið lék frábæra vörn stærsta hluta leiksins og náði mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik. Hollenska liðið náði þó að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik þar sem sóknarleikur Hauka var ekki á pari við varnarleikinn. Haukar þurftu að hafa mikið fyrir að skapa sér færi en tókst að loka á helstu vopn hollenska liðsins sem eru hraðaupphlaupin. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og þegar liðið náði fjögurra marka forystu á ný snemma í seinni hálfleik fór um hollenska liðið. Lykilmenn í hollenska liðinu fóru að flýta sér um of og taka slakar ákvarðanir í sókninni. Þetta nýttu Haukar sér og náðu sex marka forystu 16-10. Þá lét Daisy Hage reka sig útaf í fjórar mínútur og í stað þess að halda áfram að keyra á hollenska liðið fóru Haukar að hanga á forskotinu og hægja á leiknum. Virto/Quintus þakkaði pennt fyrir, fékk sjálfstraustið á ný og vann sig inn í leikinn. Haukar fengu þó tækifæri til að tryggja sér sigurinn í einvíginu þegar liðið fór í sókn þremur mörkum yfir og mínúta eftir af leiknum. Í síðustu sókninni þorði enginn leikmaður að taka af skarið og má segja að skortur á hugrekki og drápseðli hafi svikið Haukana í síðustu sókninni líkt og á kaflanum fyrr í hálfleiknum þegar liðið fékk tækifæri til að gera út um leikinn manni fleiri í fjórar mínútur. Virto/Quintus fer því áfram í 8-liða úrslit keppninnar en Haukar verða að sætta sig við að falla úr leik þó liðið hafi leikið afbragðs vel á löngum köflum í einvíginu. Óskar: Áttum að vera búnar að tryggja þetta„Ég er hundsvekktur. Við áttum að vera fyrir löngu búnar að tryggja þetta. Ég er hundfúll,“ sagði Óskar Ármannsson vægast sagt svekktur eftir leikinn í kvöld. „Við erum í fjórar mínútur einum fleiri en við sækjum ekki á markið. Við köstum boltanum upp í palla og fáum hraðaupphlaup í bakið. Það er dýrt í svona leik þar sem hvert einasta mark og hver einasta sókn skiptir máli. „Þarna hefði ég viljað að við hefðum lokað leiknum. Það vantaði aðeins upp á,“ sagði Óskar. Haukar koma sér í mjög góða stöðu 16-10 yfir í leiknum og einum fleiri í fjórar mínútur. Það er erfitt að segja að liðið fari á taugum en liðið fór í það minnsta að verja forskotið í stað þess að keyra yfir hollenska liðið og klára leikinn. „Maður þarf að halda áfram að sækja á markið. Það var nóg eftir af leiknum og langt frá því að úrslitin séu ráðin. Það þarf að bæta við þetta. Við höfum svo sem séð þetta áður. „Í restina erum við með boltann og þrjú mörk yfir. Þá förum við að gera einhverja tóma vitleysu í stað þess að halda áfram að gera það sem er rökrétt,“ sagði Óskar. Ragnheiður S.: Einn okkar besti leikur í vetur„Ég er rosalega sátt með stelpurnar. Þetta var flottur leikur en það vantaði upp á lokin, við hefðum átt að klára þetta,“ sagði Ragnheiður Sveinsdóttir í leikslok. „Við hefðum átt að nýta það betur þegar við vorum manni fleiri í fjórar mínútur,“ sagði Ragnheiður sem lítur á jákvæðu hlutina úr leiknum þó einvígið hafi tapast á svekkjandi máta. „Ég er stolt af stelpunum. Þetta var einn okkar besti leikur í vetur. Vonandi peppar þetta liðið upp og við náum að komast ofar í deildinni.“ Haukar voru mest sex mörkum yfir í seinni hálfleik en glopruðu því frá sér á klaufalegan hátt. „Við þurfum að kunna að halda forskotinu. Við ræddum þetta í hálfleik. Við þurfum að kunna að vera yfir,“ sagði Ragnheiður. Haukar fengu tækifæri þegar skammt var eftir að komst fjórum mörkum yfir og mögulega tryggja sigurinn í einvíginu en erfitt er að útskýra hvað gerðist í síðustu sókn Hauka. „Það vantaði að einhver myndi taka á skarið. Þetta var klaufaleg lokasókn.“
Handbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti