Upplýsingatækniverðlaun Ský: Aðgerðagrunnur SAReye verðlaunaður Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2017 18:48 Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský, Guðbrandur Örn Arnarson, framkvæmdastjóra SAReye og Guðni Th. Jóhannesson forseti. Ský Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti í dag Guðbrandi Erni Arnarsyni, framkvæmdastjóra SAReye, Upplýsingatækniverðlaun Ský fyrir árið 2017 á UTmessunni í Hörpu. Í tilkynningu frá Ský (Skýrslutæknifélagi Íslands) segir að verðlaunin séu veitt fyrir framúrskarandi framlag á sviði upplýsingatækni, sem skapað hafi verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla sé lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti. „Hugbúnaður sem hannaður er af SAReye til að halda utan um verkefnastjórnun fær UT-verðlaun Ský árið 2017. Hugbúnaðurinn sem kallast “Aðgerðagrunnur” er þungamiðjan í öllum björgunaraðgerðum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL) og aðgerðastjórnum Almannavarna um allt land. Í honum eru skráðar upplýsingar um hópa, björgunarmenn, tæki sem notuð eru í aðgerðum, samskipti, verkefni sem verða til og þarfnast úrlausnar sem og fjölbreytt skráning hvers kyns gagna sem snerta björgunaraðgerðir með einhverjum hætti. Aðgerðagrunnurinn hefur gjörbylt allri vinnslu upplýsinga í verkefnum SL og auðveldar að rýna í gögn og sjá tengingar sem áður var erfitt að koma auga á. Með myndrænni framsetningu verkefna á korti hefur yfirsýn stjórnenda aðgerða aukist verulega. Einnig hefur afkastageta aðgerðastjórnenda aukist þar sem afar vel hefur tekist að styðja við verkferla leitar og björgunar með hagnýtingu upplýsingatækninnar. Sérstaklega hefur tekist vel að útfæra hugbúnaðinn þannig að hann styðji við jafnt dagleg smáverkefni einstakra sveita sem umfangsmiklar björgunaraðgerðir sem kallar á samhæfingu margra björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila yfir langt tímabil. Óhætt er að fullyrða að aðgerðagrunnurinn hafi þegar sannað gildi sitt, enda er um að ræða byltingu í söfnun og meðhöndlun tölfræðiupplýsinga frá aðgerðum. Björgunarmenn með á stundum takmarkaða tölvukunnáttu hafa byrjað að skrá tölfræðiupplýsingar sem hefur ekki þekkst áður í félaginu að því marki sem nú er. Fyrirtækið SAReye var stofnað 2013 og er gott dæmi um íslenskt hugvit sem þróað er af sérfræðingum tengdum björgunarsveitum til að leysa á sem bestan hátt þarfir þeirra sem vinna við erfiðar aðstæður. SAReye vann Gulleggið 2013 og tók í framhaldinu þátt í Startup Reykjavík. Saga þess frá því að hugmynd kviknar, hvernig stuðningsnet sprotaumhverfis á Íslandi styður við góðar hugmyndir sem blómstra og eru teknar í notkun, er lýsandi dæmi þess að styðja þarf vel við nýsköpunarumhverfi á Íslandi. Hugbúnaðurinn hefur sýnt sig og sannað síðustu misseri í stórum verkefnum eins og eldgosinu í Holuhrauni, björgun við strand Akrafells, leitum að týndum loftförum, aðgerðum í fárviðrum og nú síðast við eina stærstu leit á Íslandi í janúar. Réttar upplýsingar til allra aðila geta skipt sköpum við aðgerðir sem þessar og aðgengi björgunaraðila að kerfinu í gegnum alls kyns tækjabúnað mikilvægur. Uppruni SAReye tengist leitar- og björgunarstarfi en fyrirtækinu hefur tekist að þróa vöru sína yfir í aðra óskylda geira. Áhersla félagsins er nú á aðila sem telja má til mikilvægra innviða samfélags. Aðgerðagrunnur SAReye heldur t.d. utanum öll frávik í raforkudreifikerfi Landsnets og samstarf Landsnets og Landsvirkjunar í stýringu á uppistöðulónum. Nýjasta útgáfa hugbúnaðarins miðast við að efla samvinnu milli fyrirtækja með hnitmiðaðri upplýsingamiðlun og samvinnu í neyðaratvikum. Það má með sanni segja að kerfi sem þetta snerti líf margra enda tölvutæknin að verða samofin daglegu lífi okkar allra. Í valnefnd voru Skúli Eggert Þórðarson, Ríkisskattstjóri, Hjálmar Gíslason, QLIK, Ari Kristinn Jónsson, Háskólinn í Reykjavík, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, SUT, Eggert Claessen, Frumtak, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Ský og Arnheiður Guðmundsdóttir, Ský. Verðlaunagripurinn er glerlistaverk eftir Ingu Elínu,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti í dag Guðbrandi Erni Arnarsyni, framkvæmdastjóra SAReye, Upplýsingatækniverðlaun Ský fyrir árið 2017 á UTmessunni í Hörpu. Í tilkynningu frá Ský (Skýrslutæknifélagi Íslands) segir að verðlaunin séu veitt fyrir framúrskarandi framlag á sviði upplýsingatækni, sem skapað hafi verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla sé lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti. „Hugbúnaður sem hannaður er af SAReye til að halda utan um verkefnastjórnun fær UT-verðlaun Ský árið 2017. Hugbúnaðurinn sem kallast “Aðgerðagrunnur” er þungamiðjan í öllum björgunaraðgerðum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL) og aðgerðastjórnum Almannavarna um allt land. Í honum eru skráðar upplýsingar um hópa, björgunarmenn, tæki sem notuð eru í aðgerðum, samskipti, verkefni sem verða til og þarfnast úrlausnar sem og fjölbreytt skráning hvers kyns gagna sem snerta björgunaraðgerðir með einhverjum hætti. Aðgerðagrunnurinn hefur gjörbylt allri vinnslu upplýsinga í verkefnum SL og auðveldar að rýna í gögn og sjá tengingar sem áður var erfitt að koma auga á. Með myndrænni framsetningu verkefna á korti hefur yfirsýn stjórnenda aðgerða aukist verulega. Einnig hefur afkastageta aðgerðastjórnenda aukist þar sem afar vel hefur tekist að styðja við verkferla leitar og björgunar með hagnýtingu upplýsingatækninnar. Sérstaklega hefur tekist vel að útfæra hugbúnaðinn þannig að hann styðji við jafnt dagleg smáverkefni einstakra sveita sem umfangsmiklar björgunaraðgerðir sem kallar á samhæfingu margra björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila yfir langt tímabil. Óhætt er að fullyrða að aðgerðagrunnurinn hafi þegar sannað gildi sitt, enda er um að ræða byltingu í söfnun og meðhöndlun tölfræðiupplýsinga frá aðgerðum. Björgunarmenn með á stundum takmarkaða tölvukunnáttu hafa byrjað að skrá tölfræðiupplýsingar sem hefur ekki þekkst áður í félaginu að því marki sem nú er. Fyrirtækið SAReye var stofnað 2013 og er gott dæmi um íslenskt hugvit sem þróað er af sérfræðingum tengdum björgunarsveitum til að leysa á sem bestan hátt þarfir þeirra sem vinna við erfiðar aðstæður. SAReye vann Gulleggið 2013 og tók í framhaldinu þátt í Startup Reykjavík. Saga þess frá því að hugmynd kviknar, hvernig stuðningsnet sprotaumhverfis á Íslandi styður við góðar hugmyndir sem blómstra og eru teknar í notkun, er lýsandi dæmi þess að styðja þarf vel við nýsköpunarumhverfi á Íslandi. Hugbúnaðurinn hefur sýnt sig og sannað síðustu misseri í stórum verkefnum eins og eldgosinu í Holuhrauni, björgun við strand Akrafells, leitum að týndum loftförum, aðgerðum í fárviðrum og nú síðast við eina stærstu leit á Íslandi í janúar. Réttar upplýsingar til allra aðila geta skipt sköpum við aðgerðir sem þessar og aðgengi björgunaraðila að kerfinu í gegnum alls kyns tækjabúnað mikilvægur. Uppruni SAReye tengist leitar- og björgunarstarfi en fyrirtækinu hefur tekist að þróa vöru sína yfir í aðra óskylda geira. Áhersla félagsins er nú á aðila sem telja má til mikilvægra innviða samfélags. Aðgerðagrunnur SAReye heldur t.d. utanum öll frávik í raforkudreifikerfi Landsnets og samstarf Landsnets og Landsvirkjunar í stýringu á uppistöðulónum. Nýjasta útgáfa hugbúnaðarins miðast við að efla samvinnu milli fyrirtækja með hnitmiðaðri upplýsingamiðlun og samvinnu í neyðaratvikum. Það má með sanni segja að kerfi sem þetta snerti líf margra enda tölvutæknin að verða samofin daglegu lífi okkar allra. Í valnefnd voru Skúli Eggert Þórðarson, Ríkisskattstjóri, Hjálmar Gíslason, QLIK, Ari Kristinn Jónsson, Háskólinn í Reykjavík, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, SUT, Eggert Claessen, Frumtak, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Ský og Arnheiður Guðmundsdóttir, Ský. Verðlaunagripurinn er glerlistaverk eftir Ingu Elínu,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur