Viðskipti innlent

Bein útsending: Ræða formanns Viðskiptaráðs

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður JÁ hf. og formaður Viðskiptaráðs.
Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður JÁ hf. og formaður Viðskiptaráðs.
Viðskiptaþing ársins 2017 fer nú fram á Hilton Reykjavik Nordica en yfirskrift þess er „Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi.“ Til umræðu verða sjálfbær nýting auðlinda og tækniframfarir þeim til stuðnings er fram kemur á vef Viðskiptaráðs.

Vísir mun sýna beint frá ræðum formanns Viðskiptaráðs, Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, og forsætisráðherrans Bjarna Benediktssonar.

Ræða Katrínar hefst klukkan 13:20 og ræða Bjarna klukkan 15.

„Náttúruauðlindir Íslands eru undirstaða verðmætasköpunar í hagkerfinu og byggja í dag á sjávarútvegi, orkunýtingu og ferðaþjónustu. Þennan hluta hagkerfisins skilgreindi McKinsey skýrslan sem auðlindageirann. Auðlindageirinn er jafnframt uppspretta nýsköpunar og hugvitsdrifins útflutnings. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda er ein forsenda þess að hagvöxtur sé ekki tekinn að láni. Takmarkað eðli náttúruauðlinda setur vexti þessara atvinnugreina skorður en með tækniframförum og nýrri þekkingu koma ótal tækifæri og drifkraftar aukinnar framleiðni," segir á vef Viðskiptaráðs.

Ræðu Katrínar Olgu má sjá í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×