Ecclestone rekinn eftir 40 ára starf Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2017 09:38 Bernie Ecclestone stýrði Formúlunni í 40 ár. vísir/getty Hinn 86 ára Bernie Ecclestone er hættur afskiptum af Formúlu 1 eftir að hafa verið alráður í mótaröðinni undanfarna fjóra áratugi. Ecclestone sagði í gær að hann hafi verið neyddur út úr Formúlunni eftir að Liberty Media, eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims, keypti Formúluna. Í gær var tilkynnt að yfirtaka Liberty Media væri frágengin og að Ecclestone myndi aðeins gegna ráðgjafahlutverki fyrir stjórn Formúlunnar. „Ég var rekinn. Það er staðfest. Ég stýri ekki lengur fyrirtækinu. Chase Carey hefur tekið við minni stöðu,“ sagði Ecclestone í samtali við Auto Motor und Sport í gær. Ecclestone var gerður að svokölluðum „chairman emeritus“ en sagðist ekki vita hvað felist í því. Hann neitaði að tjá sig um málið við breska fjölmiðla. Ross Brown, fyrrum yfirmaður Mercedes-liðsins, hefur verið ráðinn til að hafa yfirumsjón með tækni- og íþróttahlið rekstursins en Sean Bratches, fyrrum yfirmaður hjá ESPN, stýrir nú markaðshlið rekstursins. Brawn naut mikillar velgengni í Formúlunni og var lykilmaður í öllum sjö heimsmeistaratitlum Michael Schumacher auk þess sem hann gerði Jenson Button að meistara árið 2009. Nú síðast var hann maðurinn á bak við meistaratitil Nico Rosberg í haust. Rosberg lýsti yfir ánægju sinni með breytingarnar og sagði að það hefði verið tímabært fyrir Ecclestone að stíga til hliðar nú.Bernie, mega job! But a change has been overdue. Mr. Carey, all the best in making our sport awesome again.— Nico Rosberg (@nico_rosberg) January 23, 2017 Formúla Tengdar fréttir FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hinn 86 ára Bernie Ecclestone er hættur afskiptum af Formúlu 1 eftir að hafa verið alráður í mótaröðinni undanfarna fjóra áratugi. Ecclestone sagði í gær að hann hafi verið neyddur út úr Formúlunni eftir að Liberty Media, eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims, keypti Formúluna. Í gær var tilkynnt að yfirtaka Liberty Media væri frágengin og að Ecclestone myndi aðeins gegna ráðgjafahlutverki fyrir stjórn Formúlunnar. „Ég var rekinn. Það er staðfest. Ég stýri ekki lengur fyrirtækinu. Chase Carey hefur tekið við minni stöðu,“ sagði Ecclestone í samtali við Auto Motor und Sport í gær. Ecclestone var gerður að svokölluðum „chairman emeritus“ en sagðist ekki vita hvað felist í því. Hann neitaði að tjá sig um málið við breska fjölmiðla. Ross Brown, fyrrum yfirmaður Mercedes-liðsins, hefur verið ráðinn til að hafa yfirumsjón með tækni- og íþróttahlið rekstursins en Sean Bratches, fyrrum yfirmaður hjá ESPN, stýrir nú markaðshlið rekstursins. Brawn naut mikillar velgengni í Formúlunni og var lykilmaður í öllum sjö heimsmeistaratitlum Michael Schumacher auk þess sem hann gerði Jenson Button að meistara árið 2009. Nú síðast var hann maðurinn á bak við meistaratitil Nico Rosberg í haust. Rosberg lýsti yfir ánægju sinni með breytingarnar og sagði að það hefði verið tímabært fyrir Ecclestone að stíga til hliðar nú.Bernie, mega job! But a change has been overdue. Mr. Carey, all the best in making our sport awesome again.— Nico Rosberg (@nico_rosberg) January 23, 2017
Formúla Tengdar fréttir FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30