Glamour

Kendall blæs á sögusagnir um lýtaaðgerðir

Ritstjórn skrifar
Kendall segist ekki hafa látið sprauta í varirnar á sér.
Kendall segist ekki hafa látið sprauta í varirnar á sér.

Fyrirsætan Kendall Jenner útskýrði á heimasíðu sinni að hún hefði aldrei farið í neina lýtaaðgerð. Síðastliðin misseri hafa verið orðrómar þess efnis um að hún hafi látið sprauta í varirnar sínar eins og systir sín, Kylie Jenner, og aðrir segja að hún hafi látið laga á sér nefið. 

Kendall blæs á þessar sögusagnir og segir að það væri algjörlega galið að breyta á sér andlitinu þar sem hún starfar sem fyrirsæta. Einnig gagnrýnir hún fólk sem tileinkar sér það að gera lítið úr henni og fjölskyldu hennar á samfélagsmiðlum. 

„Fólk þarf að átta sig á að við erum raunverulegar manneskjur með raunverulegar tilfinningar,“ sagði hún á heimasíðunni sinni. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.