Selja innflutt Pepsi Max á lægra verði en það sem blandað er á Íslandi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 14. janúar 2017 11:37 Verðmunurinn er nokkur. vísir/grv Eflaust hafa margir neytendur rekið upp stór augu þegar þeir sáu Pepsi Max frá Bretlandi til sölu í verslunum Bónuss og það á hagstæðara verði en Pepsi Max sem blandað er hér á landi. Verð á hálfs lítra flösku af Pepsi Max sem flutt er inn frá Bretlandi er 98 krónur á meðan Pepsi Max frá Ölgerðinni kostar 130 krónur. Því spara neytendur sér rúmar 30 krónur með því að kaupa breskt Pepsi Max. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, telur að ýmsar ástæður séu fyrir því að ódýrara sé að kaupa Pepsi Max frá Bretlandi. „Við erum að kaupa þetta af markaði sem telur 65 milljónir manna og ég hugsa að framleiðslan sé öllu hagkvæmari. Svo er gengi pundsins hagstætt. Eins og staðan er núna þá er þetta hagkvæmara,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu Vísis.Bragðið er öðruvísiAð sögn Guðmundar er hið breska Pepsi Max aðeins öðruvísi á bragðið en það sem blandað er hér á landi. Helsti munurinn sé sá að meira gos er í íslensku Pepsi Max. „Það er aðeins minni kolsýra [í því breska]. Íslendingar sem eru vanir því að drekka gos með mikilli kolsýru finna mun.“ Hann segir að það séu helst útlendingarnir sem taka vel í breska drykkinn. „Útlendingarnir eru vanir þessu bragði.“ Aðspurður að því hvort til greina komi að skipta íslensku Pepsi Max alfarið út segir Guðmundur að slíkt komi ekki til greina. „Þetta er fyrst og fremst valkostur og mun ekki koma í staðinn fyrir íslensku framleiðsluna. Við munum ekki hætta í viðskiptum við Ölgerðina eða neitt svoleiðis. Pepsi frá Bretlandi eða Pepsi frá Íslandi? Kúnninn hefur bara val,“ segir Guðmundur.Skoða hvort innflutningur á öðrum vörum borgi sigGuðmundur segir að vel kæmi til greina að flytja aðrar vörur, til dæmis annars konar gosdrykki, til landsins ef slíkt myndi reynast hagkvæmara. „Þetta væri þó alltaf bara valkostur við innlenda framleiðslu,“ segir hann. Í þessu samhengi má nefna að í íslenskum stórmörkuðum eru nú seldir ísmolar sem fluttir eru inn frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum þrátt fyrir að Íslendinga skorti hvorki vatn né ís. Í samtali við Rúv fullyrti Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur hjá Landvernd, að innflutningur á ísmolum skildi eftir sig „stórt kolefnisspor“ og að neytendur þyrftu að sýna ábyrgð. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira
Eflaust hafa margir neytendur rekið upp stór augu þegar þeir sáu Pepsi Max frá Bretlandi til sölu í verslunum Bónuss og það á hagstæðara verði en Pepsi Max sem blandað er hér á landi. Verð á hálfs lítra flösku af Pepsi Max sem flutt er inn frá Bretlandi er 98 krónur á meðan Pepsi Max frá Ölgerðinni kostar 130 krónur. Því spara neytendur sér rúmar 30 krónur með því að kaupa breskt Pepsi Max. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, telur að ýmsar ástæður séu fyrir því að ódýrara sé að kaupa Pepsi Max frá Bretlandi. „Við erum að kaupa þetta af markaði sem telur 65 milljónir manna og ég hugsa að framleiðslan sé öllu hagkvæmari. Svo er gengi pundsins hagstætt. Eins og staðan er núna þá er þetta hagkvæmara,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu Vísis.Bragðið er öðruvísiAð sögn Guðmundar er hið breska Pepsi Max aðeins öðruvísi á bragðið en það sem blandað er hér á landi. Helsti munurinn sé sá að meira gos er í íslensku Pepsi Max. „Það er aðeins minni kolsýra [í því breska]. Íslendingar sem eru vanir því að drekka gos með mikilli kolsýru finna mun.“ Hann segir að það séu helst útlendingarnir sem taka vel í breska drykkinn. „Útlendingarnir eru vanir þessu bragði.“ Aðspurður að því hvort til greina komi að skipta íslensku Pepsi Max alfarið út segir Guðmundur að slíkt komi ekki til greina. „Þetta er fyrst og fremst valkostur og mun ekki koma í staðinn fyrir íslensku framleiðsluna. Við munum ekki hætta í viðskiptum við Ölgerðina eða neitt svoleiðis. Pepsi frá Bretlandi eða Pepsi frá Íslandi? Kúnninn hefur bara val,“ segir Guðmundur.Skoða hvort innflutningur á öðrum vörum borgi sigGuðmundur segir að vel kæmi til greina að flytja aðrar vörur, til dæmis annars konar gosdrykki, til landsins ef slíkt myndi reynast hagkvæmara. „Þetta væri þó alltaf bara valkostur við innlenda framleiðslu,“ segir hann. Í þessu samhengi má nefna að í íslenskum stórmörkuðum eru nú seldir ísmolar sem fluttir eru inn frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum þrátt fyrir að Íslendinga skorti hvorki vatn né ís. Í samtali við Rúv fullyrti Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur hjá Landvernd, að innflutningur á ísmolum skildi eftir sig „stórt kolefnisspor“ og að neytendur þyrftu að sýna ábyrgð.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira