Glamour

ASOS selur choker fyrir stráka

Ritstjórn skrifar

Choker hálsmen hafa verið ansi vinsæl hjá konum seinustu tvö til þrjú ár en erfitt getur reynst fyrir stráka að finna þau í nógu stórri stærð. Nú er fataverslunin ASOS loksins farin að markaðssetja hálsmenin fyrir stráka. 

Choker hálsmen fyrir stráka hafa oft áður verið í tísku, til dæmis á pönk tímabilinu, og því ekkert nýtt að tískan snúist í hringi. Það verður forvitnilegt að vita hvort að hálsmenin verði jafn vinsæl að þessu sinni hjá körlum eins og þau hafa verið hjá konum síðastliðin misseri. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.