Íslendingar pöntuðu 667 risasjónvörp á netinu Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. desember 2017 15:51 Í þessum gámi eru 667 risasjónvörp, reiðubúin til afhendingar. Þau verða keyrð út á næstu dögum. „Salan fór fram úr væntingum okkar,“ segir Jóhann Þórsson, markaðsstjóri Hópkaups, en fyrirtækið keyrir þessa dagana 667 risasjónvörp upp að dyrum til Íslendinga eftir vel heppnaða sölu á vefsíðu sinni. Hópkaup kannaði í sumar hvort áhugi væri fyrir því að panta bretti af 55 og 65 tommu sjónvörpum. 150 manns þurftu að lágmarki að skrá greiðslukort sín til þess að pöntunin yrði send út til framleiðandans, en áhuginn leyndi sér hreint ekki og seldust að lokum tæplega 700 sjónvörp. Ferlið er þannig að Hópkaup auglýsir tilboðið og tekur það fram að ef ákveðið margir panta sjónvarpið á netinu muni þeir senda pöntun til framleiðandans. Hópkaup borgar framleiðandanum þegar pöntunin fer fram og gjaldfærir síðan af greiðslukortum viðskiptavina sinna. Fyrirtækið sem framleiðir sjónvörpin heitir Enox og eru þau framleidd í Kína. Jóhann segir þau töluvert ódýrari en gengur og gerist, en segir gæðin þó ekki leyna sér enda eru þau framleidd í sömu verksmiðju og Samsung-sjónvörpin.Vilja breyta HM upplifuninni fyrir ÍslendingumAfhendingin hófst, sem fyrr segir, í dag en á sama tíma hófst annað tilboð á sömu sjónvarpsgerð á vefsíðu Hópkaups. Um er að ræða 65 og 75 tommu sjónvörp að þessu sinni, hvorki meira né minna. Hann segir markmiðið að breyta upplifun þeirra Íslendinga sem ekki munu ferðast á heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem haldið verður í Rússlandi á næsta ári, en eins og öllum ætti að vera kunnugt tryggði íslenska karlalandsliðið sér þátttökurétt þar í haust. „Við viljum að fólki líði eins og það sé á vellinum,“ segir Jóhann að lokum. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
„Salan fór fram úr væntingum okkar,“ segir Jóhann Þórsson, markaðsstjóri Hópkaups, en fyrirtækið keyrir þessa dagana 667 risasjónvörp upp að dyrum til Íslendinga eftir vel heppnaða sölu á vefsíðu sinni. Hópkaup kannaði í sumar hvort áhugi væri fyrir því að panta bretti af 55 og 65 tommu sjónvörpum. 150 manns þurftu að lágmarki að skrá greiðslukort sín til þess að pöntunin yrði send út til framleiðandans, en áhuginn leyndi sér hreint ekki og seldust að lokum tæplega 700 sjónvörp. Ferlið er þannig að Hópkaup auglýsir tilboðið og tekur það fram að ef ákveðið margir panta sjónvarpið á netinu muni þeir senda pöntun til framleiðandans. Hópkaup borgar framleiðandanum þegar pöntunin fer fram og gjaldfærir síðan af greiðslukortum viðskiptavina sinna. Fyrirtækið sem framleiðir sjónvörpin heitir Enox og eru þau framleidd í Kína. Jóhann segir þau töluvert ódýrari en gengur og gerist, en segir gæðin þó ekki leyna sér enda eru þau framleidd í sömu verksmiðju og Samsung-sjónvörpin.Vilja breyta HM upplifuninni fyrir ÍslendingumAfhendingin hófst, sem fyrr segir, í dag en á sama tíma hófst annað tilboð á sömu sjónvarpsgerð á vefsíðu Hópkaups. Um er að ræða 65 og 75 tommu sjónvörp að þessu sinni, hvorki meira né minna. Hann segir markmiðið að breyta upplifun þeirra Íslendinga sem ekki munu ferðast á heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem haldið verður í Rússlandi á næsta ári, en eins og öllum ætti að vera kunnugt tryggði íslenska karlalandsliðið sér þátttökurétt þar í haust. „Við viljum að fólki líði eins og það sé á vellinum,“ segir Jóhann að lokum.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira