Styrking krónunnar hið besta mál fyrir almenna borgara Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Gengi gjaldmiðla undanfarin misseri. Gengi Bandaríkjadals er komið niður fyrir 108 krónur og hefur krónan ekki verið sterkari gagnvart dal frá því í október 2008. Gengi krónu gagnvart dal var sautján prósentum sterkara í gær en það var fyrir ári. Gengi krónu gagnvart evru er 20 prósentum sterkara en það var fyrir ári. Aðilar í ferðaþjónustu hafa áhyggjur. „Miðað við þessar síðustu breytingar erum við ekki farin að fá viðbrögð frá viðskiptavinunum sjálfum en við fáum strax frá endursöluaðilum, sem eru ferðaskrifstofur úti um allan heim að selja ferðir til Íslands. Þetta hefur gríðarleg áhrif og er mikið áhyggjuefni,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Grey Line á Íslandi. Seðlabankinn hefur að undanförnu reynt að stemma stigu við þessari gengishækkun og aukið gjaldeyriskaup sín. En þrátt fyrir að bankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir 29,3 milljarða í febrúar, eða um helminginn af heildarveltu á markaði, styrktist gengi krónunnar gagnvart evru um 10 prósent í mánuðinum. Til samanburðar keypti Seðlabankinn gjaldeyri fyrir aðeins um fimm milljarða í janúar.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Iceland ExcursionsGylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að fyrir hinn almenna borgara, sem ekki er í útflutningi, sé þróun gjaldmiðilsins hið besta mál. „Þetta er nú ein helsta skýringin fyrir því að verðbólga hefur haldist mjög lág um nokkur misseri þrátt fyrir að innlendur kostnaður hafi hækkað, meðal annars vegna launahækkana. Það kemur fram í kaupmáttaraukningu sem ég reikna með að flestum launþegum þyki hið besta mál,“ segir hann. Gylfi hefur ekki áhyggjur af auknum innflutningi vegna sterkara gengis. „Sá grundvallarmunur er núna og í bólunni 2004-2006 að núna er afgangur á viðskiptajöfnuði og við erum ekki að fjármagna neyslu með lánum beint eða óbeint frá útlöndum þannig að að því leytinu til hringja ekki viðvörunarbjöllur jafn hátt núna og þá,“ segir Gylfi en samkvæmt nýbirtum tölum var afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum 148 milljarðar á síðasta ári á föstu gengi og hefur ekki áður mælst hærri hér á landi. Gylfi segir þó að það geti komið upp vandamál sem útflutningsgreinarnar myndu þá finna fyrst fyrir. Ferðaþjónustan hafi til dæmis átt afskaplega góð ár undanfarið. Gylfi hefur ágæta tilfinningu fyrir stöðu efnahagsmála. „Það eru engar sérstakar ástæður til þess að leggjast í þunglyndi yfir efnahagshorfum. Við erum ágætlega stödd en hætturnar eru gamalkunnar. Ef við ofkeyrum okkur eitthvað. Til dæmis ef fjárfestingin í því sem tengist ferðageiranum verði of mikil eða þá að við förum aftur að sjá viðskiptahalla. En ekkert af því virðist þannig að það stefni beinlínis í óefni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Gengi Bandaríkjadals er komið niður fyrir 108 krónur og hefur krónan ekki verið sterkari gagnvart dal frá því í október 2008. Gengi krónu gagnvart dal var sautján prósentum sterkara í gær en það var fyrir ári. Gengi krónu gagnvart evru er 20 prósentum sterkara en það var fyrir ári. Aðilar í ferðaþjónustu hafa áhyggjur. „Miðað við þessar síðustu breytingar erum við ekki farin að fá viðbrögð frá viðskiptavinunum sjálfum en við fáum strax frá endursöluaðilum, sem eru ferðaskrifstofur úti um allan heim að selja ferðir til Íslands. Þetta hefur gríðarleg áhrif og er mikið áhyggjuefni,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Grey Line á Íslandi. Seðlabankinn hefur að undanförnu reynt að stemma stigu við þessari gengishækkun og aukið gjaldeyriskaup sín. En þrátt fyrir að bankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir 29,3 milljarða í febrúar, eða um helminginn af heildarveltu á markaði, styrktist gengi krónunnar gagnvart evru um 10 prósent í mánuðinum. Til samanburðar keypti Seðlabankinn gjaldeyri fyrir aðeins um fimm milljarða í janúar.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Iceland ExcursionsGylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að fyrir hinn almenna borgara, sem ekki er í útflutningi, sé þróun gjaldmiðilsins hið besta mál. „Þetta er nú ein helsta skýringin fyrir því að verðbólga hefur haldist mjög lág um nokkur misseri þrátt fyrir að innlendur kostnaður hafi hækkað, meðal annars vegna launahækkana. Það kemur fram í kaupmáttaraukningu sem ég reikna með að flestum launþegum þyki hið besta mál,“ segir hann. Gylfi hefur ekki áhyggjur af auknum innflutningi vegna sterkara gengis. „Sá grundvallarmunur er núna og í bólunni 2004-2006 að núna er afgangur á viðskiptajöfnuði og við erum ekki að fjármagna neyslu með lánum beint eða óbeint frá útlöndum þannig að að því leytinu til hringja ekki viðvörunarbjöllur jafn hátt núna og þá,“ segir Gylfi en samkvæmt nýbirtum tölum var afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum 148 milljarðar á síðasta ári á föstu gengi og hefur ekki áður mælst hærri hér á landi. Gylfi segir þó að það geti komið upp vandamál sem útflutningsgreinarnar myndu þá finna fyrst fyrir. Ferðaþjónustan hafi til dæmis átt afskaplega góð ár undanfarið. Gylfi hefur ágæta tilfinningu fyrir stöðu efnahagsmála. „Það eru engar sérstakar ástæður til þess að leggjast í þunglyndi yfir efnahagshorfum. Við erum ágætlega stödd en hætturnar eru gamalkunnar. Ef við ofkeyrum okkur eitthvað. Til dæmis ef fjárfestingin í því sem tengist ferðageiranum verði of mikil eða þá að við förum aftur að sjá viðskiptahalla. En ekkert af því virðist þannig að það stefni beinlínis í óefni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira