Styrking krónunnar hið besta mál fyrir almenna borgara Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Gengi gjaldmiðla undanfarin misseri. Gengi Bandaríkjadals er komið niður fyrir 108 krónur og hefur krónan ekki verið sterkari gagnvart dal frá því í október 2008. Gengi krónu gagnvart dal var sautján prósentum sterkara í gær en það var fyrir ári. Gengi krónu gagnvart evru er 20 prósentum sterkara en það var fyrir ári. Aðilar í ferðaþjónustu hafa áhyggjur. „Miðað við þessar síðustu breytingar erum við ekki farin að fá viðbrögð frá viðskiptavinunum sjálfum en við fáum strax frá endursöluaðilum, sem eru ferðaskrifstofur úti um allan heim að selja ferðir til Íslands. Þetta hefur gríðarleg áhrif og er mikið áhyggjuefni,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Grey Line á Íslandi. Seðlabankinn hefur að undanförnu reynt að stemma stigu við þessari gengishækkun og aukið gjaldeyriskaup sín. En þrátt fyrir að bankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir 29,3 milljarða í febrúar, eða um helminginn af heildarveltu á markaði, styrktist gengi krónunnar gagnvart evru um 10 prósent í mánuðinum. Til samanburðar keypti Seðlabankinn gjaldeyri fyrir aðeins um fimm milljarða í janúar.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Iceland ExcursionsGylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að fyrir hinn almenna borgara, sem ekki er í útflutningi, sé þróun gjaldmiðilsins hið besta mál. „Þetta er nú ein helsta skýringin fyrir því að verðbólga hefur haldist mjög lág um nokkur misseri þrátt fyrir að innlendur kostnaður hafi hækkað, meðal annars vegna launahækkana. Það kemur fram í kaupmáttaraukningu sem ég reikna með að flestum launþegum þyki hið besta mál,“ segir hann. Gylfi hefur ekki áhyggjur af auknum innflutningi vegna sterkara gengis. „Sá grundvallarmunur er núna og í bólunni 2004-2006 að núna er afgangur á viðskiptajöfnuði og við erum ekki að fjármagna neyslu með lánum beint eða óbeint frá útlöndum þannig að að því leytinu til hringja ekki viðvörunarbjöllur jafn hátt núna og þá,“ segir Gylfi en samkvæmt nýbirtum tölum var afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum 148 milljarðar á síðasta ári á föstu gengi og hefur ekki áður mælst hærri hér á landi. Gylfi segir þó að það geti komið upp vandamál sem útflutningsgreinarnar myndu þá finna fyrst fyrir. Ferðaþjónustan hafi til dæmis átt afskaplega góð ár undanfarið. Gylfi hefur ágæta tilfinningu fyrir stöðu efnahagsmála. „Það eru engar sérstakar ástæður til þess að leggjast í þunglyndi yfir efnahagshorfum. Við erum ágætlega stödd en hætturnar eru gamalkunnar. Ef við ofkeyrum okkur eitthvað. Til dæmis ef fjárfestingin í því sem tengist ferðageiranum verði of mikil eða þá að við förum aftur að sjá viðskiptahalla. En ekkert af því virðist þannig að það stefni beinlínis í óefni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Gengi Bandaríkjadals er komið niður fyrir 108 krónur og hefur krónan ekki verið sterkari gagnvart dal frá því í október 2008. Gengi krónu gagnvart dal var sautján prósentum sterkara í gær en það var fyrir ári. Gengi krónu gagnvart evru er 20 prósentum sterkara en það var fyrir ári. Aðilar í ferðaþjónustu hafa áhyggjur. „Miðað við þessar síðustu breytingar erum við ekki farin að fá viðbrögð frá viðskiptavinunum sjálfum en við fáum strax frá endursöluaðilum, sem eru ferðaskrifstofur úti um allan heim að selja ferðir til Íslands. Þetta hefur gríðarleg áhrif og er mikið áhyggjuefni,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Grey Line á Íslandi. Seðlabankinn hefur að undanförnu reynt að stemma stigu við þessari gengishækkun og aukið gjaldeyriskaup sín. En þrátt fyrir að bankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir 29,3 milljarða í febrúar, eða um helminginn af heildarveltu á markaði, styrktist gengi krónunnar gagnvart evru um 10 prósent í mánuðinum. Til samanburðar keypti Seðlabankinn gjaldeyri fyrir aðeins um fimm milljarða í janúar.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Iceland ExcursionsGylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að fyrir hinn almenna borgara, sem ekki er í útflutningi, sé þróun gjaldmiðilsins hið besta mál. „Þetta er nú ein helsta skýringin fyrir því að verðbólga hefur haldist mjög lág um nokkur misseri þrátt fyrir að innlendur kostnaður hafi hækkað, meðal annars vegna launahækkana. Það kemur fram í kaupmáttaraukningu sem ég reikna með að flestum launþegum þyki hið besta mál,“ segir hann. Gylfi hefur ekki áhyggjur af auknum innflutningi vegna sterkara gengis. „Sá grundvallarmunur er núna og í bólunni 2004-2006 að núna er afgangur á viðskiptajöfnuði og við erum ekki að fjármagna neyslu með lánum beint eða óbeint frá útlöndum þannig að að því leytinu til hringja ekki viðvörunarbjöllur jafn hátt núna og þá,“ segir Gylfi en samkvæmt nýbirtum tölum var afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum 148 milljarðar á síðasta ári á föstu gengi og hefur ekki áður mælst hærri hér á landi. Gylfi segir þó að það geti komið upp vandamál sem útflutningsgreinarnar myndu þá finna fyrst fyrir. Ferðaþjónustan hafi til dæmis átt afskaplega góð ár undanfarið. Gylfi hefur ágæta tilfinningu fyrir stöðu efnahagsmála. „Það eru engar sérstakar ástæður til þess að leggjast í þunglyndi yfir efnahagshorfum. Við erum ágætlega stödd en hætturnar eru gamalkunnar. Ef við ofkeyrum okkur eitthvað. Til dæmis ef fjárfestingin í því sem tengist ferðageiranum verði of mikil eða þá að við förum aftur að sjá viðskiptahalla. En ekkert af því virðist þannig að það stefni beinlínis í óefni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent