Aukin eftirspurn gerir örðugt að tryggja heimilum og smáfyrirtækjum raforku 8. mars 2017 07:00 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra vísir/vilhelm Hætta er á að í framtíðinni verði erfiðara að tryggja framboð á raforku fyrir íslensk heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki. Ástæðan er einkum sú að eftirspurn stórnotenda eftir raforku vex og því sífellt ákjósanlegra fyrir framleiðendur að selja stórnotendum raforku í stað þess að selja smærri fyrirtækjum eða heimilum. Þetta kemur fram í skýrslu sem fyrirtækið Copenhagen Economics gerði um íslenska raforkumarkaðinn. Skýrslan var kynnt á morgunverðarfundi Landsvirkjunar á Reykjavík Hilton Nordica í gær. Í skýrslunni segir að þar til núna hafi notendur á heildsölumarkaði, það er smærri fyrirtæki og heimili, getað verið öruggir um rafmagn vegna þess hversu hátt verð hefur fengist á þeim markaði miðað við það sem stórnotendur hafa greitt. Þannig hafi verið hvati fyrir framleiðendur að sinna þessum markaði. Vegna aukinnar eftirspurnar og nýrra samninga við stórnotendur með hagstæðu verði fyrir framleiðendur sé þessi verðmunur að minnka. Þegar verð sem stórnotendur greiða færist nær því verði sem heimili og smærri og meðalstór fyrirtæki greiða er minni hvati fyrir framleiðendur að sinna síðarnefnda markaðnum. Þetta þýðir að verð á raforku til heimila og smærri fyrirtækja gæti hækkað. Í skýrslunni kemur líka fram að það þurfi að skilgreina betur með lögum ábyrgðina á því að fylgjast með og tryggja smærri notendum framboð á raforku. „Það vantar skýra umgjörð um það hvernig er haldið utan um þessi mál. Eins og staðan er í dag þá er enginn að vakta þetta og enginn sem hefur úrræði til að bregðast við þessu. Þetta hefur í raun og veru bara gleymst í raforkulögunum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að áður fyrr hafi raforkuverð til heimila verið miklu hærra en til stórnotenda og vandinn því leyst sig sjálfur. „En núna erum við að halda verðinu til heimila niðri og því hefur verið haldið niðri í mörg ár,“ segir hann. Hörður segir ýmsar leiðir færar til að leysa vandann og það þurfi að fara fram umræða um það meðal hagsmunaaðila. „En ég held að það þurfi að vera skylda að afhenda inn á þennan markað. Það er ekki nóg að láta markaðslögmálin gilda heldur þurfa framleiðendur líka að hafa skyldur gagnvart smærri notendum,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Hætta er á að í framtíðinni verði erfiðara að tryggja framboð á raforku fyrir íslensk heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki. Ástæðan er einkum sú að eftirspurn stórnotenda eftir raforku vex og því sífellt ákjósanlegra fyrir framleiðendur að selja stórnotendum raforku í stað þess að selja smærri fyrirtækjum eða heimilum. Þetta kemur fram í skýrslu sem fyrirtækið Copenhagen Economics gerði um íslenska raforkumarkaðinn. Skýrslan var kynnt á morgunverðarfundi Landsvirkjunar á Reykjavík Hilton Nordica í gær. Í skýrslunni segir að þar til núna hafi notendur á heildsölumarkaði, það er smærri fyrirtæki og heimili, getað verið öruggir um rafmagn vegna þess hversu hátt verð hefur fengist á þeim markaði miðað við það sem stórnotendur hafa greitt. Þannig hafi verið hvati fyrir framleiðendur að sinna þessum markaði. Vegna aukinnar eftirspurnar og nýrra samninga við stórnotendur með hagstæðu verði fyrir framleiðendur sé þessi verðmunur að minnka. Þegar verð sem stórnotendur greiða færist nær því verði sem heimili og smærri og meðalstór fyrirtæki greiða er minni hvati fyrir framleiðendur að sinna síðarnefnda markaðnum. Þetta þýðir að verð á raforku til heimila og smærri fyrirtækja gæti hækkað. Í skýrslunni kemur líka fram að það þurfi að skilgreina betur með lögum ábyrgðina á því að fylgjast með og tryggja smærri notendum framboð á raforku. „Það vantar skýra umgjörð um það hvernig er haldið utan um þessi mál. Eins og staðan er í dag þá er enginn að vakta þetta og enginn sem hefur úrræði til að bregðast við þessu. Þetta hefur í raun og veru bara gleymst í raforkulögunum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að áður fyrr hafi raforkuverð til heimila verið miklu hærra en til stórnotenda og vandinn því leyst sig sjálfur. „En núna erum við að halda verðinu til heimila niðri og því hefur verið haldið niðri í mörg ár,“ segir hann. Hörður segir ýmsar leiðir færar til að leysa vandann og það þurfi að fara fram umræða um það meðal hagsmunaaðila. „En ég held að það þurfi að vera skylda að afhenda inn á þennan markað. Það er ekki nóg að láta markaðslögmálin gilda heldur þurfa framleiðendur líka að hafa skyldur gagnvart smærri notendum,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira