Aukin eftirspurn gerir örðugt að tryggja heimilum og smáfyrirtækjum raforku 8. mars 2017 07:00 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra vísir/vilhelm Hætta er á að í framtíðinni verði erfiðara að tryggja framboð á raforku fyrir íslensk heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki. Ástæðan er einkum sú að eftirspurn stórnotenda eftir raforku vex og því sífellt ákjósanlegra fyrir framleiðendur að selja stórnotendum raforku í stað þess að selja smærri fyrirtækjum eða heimilum. Þetta kemur fram í skýrslu sem fyrirtækið Copenhagen Economics gerði um íslenska raforkumarkaðinn. Skýrslan var kynnt á morgunverðarfundi Landsvirkjunar á Reykjavík Hilton Nordica í gær. Í skýrslunni segir að þar til núna hafi notendur á heildsölumarkaði, það er smærri fyrirtæki og heimili, getað verið öruggir um rafmagn vegna þess hversu hátt verð hefur fengist á þeim markaði miðað við það sem stórnotendur hafa greitt. Þannig hafi verið hvati fyrir framleiðendur að sinna þessum markaði. Vegna aukinnar eftirspurnar og nýrra samninga við stórnotendur með hagstæðu verði fyrir framleiðendur sé þessi verðmunur að minnka. Þegar verð sem stórnotendur greiða færist nær því verði sem heimili og smærri og meðalstór fyrirtæki greiða er minni hvati fyrir framleiðendur að sinna síðarnefnda markaðnum. Þetta þýðir að verð á raforku til heimila og smærri fyrirtækja gæti hækkað. Í skýrslunni kemur líka fram að það þurfi að skilgreina betur með lögum ábyrgðina á því að fylgjast með og tryggja smærri notendum framboð á raforku. „Það vantar skýra umgjörð um það hvernig er haldið utan um þessi mál. Eins og staðan er í dag þá er enginn að vakta þetta og enginn sem hefur úrræði til að bregðast við þessu. Þetta hefur í raun og veru bara gleymst í raforkulögunum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að áður fyrr hafi raforkuverð til heimila verið miklu hærra en til stórnotenda og vandinn því leyst sig sjálfur. „En núna erum við að halda verðinu til heimila niðri og því hefur verið haldið niðri í mörg ár,“ segir hann. Hörður segir ýmsar leiðir færar til að leysa vandann og það þurfi að fara fram umræða um það meðal hagsmunaaðila. „En ég held að það þurfi að vera skylda að afhenda inn á þennan markað. Það er ekki nóg að láta markaðslögmálin gilda heldur þurfa framleiðendur líka að hafa skyldur gagnvart smærri notendum,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Hætta er á að í framtíðinni verði erfiðara að tryggja framboð á raforku fyrir íslensk heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki. Ástæðan er einkum sú að eftirspurn stórnotenda eftir raforku vex og því sífellt ákjósanlegra fyrir framleiðendur að selja stórnotendum raforku í stað þess að selja smærri fyrirtækjum eða heimilum. Þetta kemur fram í skýrslu sem fyrirtækið Copenhagen Economics gerði um íslenska raforkumarkaðinn. Skýrslan var kynnt á morgunverðarfundi Landsvirkjunar á Reykjavík Hilton Nordica í gær. Í skýrslunni segir að þar til núna hafi notendur á heildsölumarkaði, það er smærri fyrirtæki og heimili, getað verið öruggir um rafmagn vegna þess hversu hátt verð hefur fengist á þeim markaði miðað við það sem stórnotendur hafa greitt. Þannig hafi verið hvati fyrir framleiðendur að sinna þessum markaði. Vegna aukinnar eftirspurnar og nýrra samninga við stórnotendur með hagstæðu verði fyrir framleiðendur sé þessi verðmunur að minnka. Þegar verð sem stórnotendur greiða færist nær því verði sem heimili og smærri og meðalstór fyrirtæki greiða er minni hvati fyrir framleiðendur að sinna síðarnefnda markaðnum. Þetta þýðir að verð á raforku til heimila og smærri fyrirtækja gæti hækkað. Í skýrslunni kemur líka fram að það þurfi að skilgreina betur með lögum ábyrgðina á því að fylgjast með og tryggja smærri notendum framboð á raforku. „Það vantar skýra umgjörð um það hvernig er haldið utan um þessi mál. Eins og staðan er í dag þá er enginn að vakta þetta og enginn sem hefur úrræði til að bregðast við þessu. Þetta hefur í raun og veru bara gleymst í raforkulögunum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að áður fyrr hafi raforkuverð til heimila verið miklu hærra en til stórnotenda og vandinn því leyst sig sjálfur. „En núna erum við að halda verðinu til heimila niðri og því hefur verið haldið niðri í mörg ár,“ segir hann. Hörður segir ýmsar leiðir færar til að leysa vandann og það þurfi að fara fram umræða um það meðal hagsmunaaðila. „En ég held að það þurfi að vera skylda að afhenda inn á þennan markað. Það er ekki nóg að láta markaðslögmálin gilda heldur þurfa framleiðendur líka að hafa skyldur gagnvart smærri notendum,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira