Skotsilfur Markaðarins: Ráðherra á evrubolnum og bankaflótti Ritstjórn Markaðarins skrifar 26. maí 2017 16:00 Benedikt Jóhannesson, sem taldi tímabært að skrifa minningargrein um krónuna í mars 2009, vakti athygli fyrir klæðnað sinn í viðtali um helgina á RÚV. Þar lýsti hann yfir áhyggjum af mikilli styrkingu krónunnar, klæddur í evrubol, en fjármálaráðherra hefur löngum verið talsmaður þess að Ísland taki upp evru. Nokkrum dögum áður hafði Seðlabankinn sagt að gengishækkunin hefði spilað lykilhlutverk í aðlögun þjóðarbúsins. Á sama tíma eru mörg evruríki föst í fjötrum hárra skulda, mikils atvinnuleysis og lítils hagvaxtar, ekki síst vegna þess að evran endurspeglar ekki efnahagsaðstæður í þessum ríkjum. Fréttamaður RÚV spurði Benedikt ekkert út í það.Bankaflótti Ekkert lát er á áframhaldandi hagræðingaraðgerðum í bankakerfinu en Íslandsbanki tilkynnti í gær að 20 starfsmönnum hefði verið sagt upp samhliða því að gerðar voru breytingar á skipulagi bankans. Á meðal þeirra sem hætta eru Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða. Þá vakti athygli að Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu. Fyrr í mánuðinum var tilkynnt að Helgi Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hefði verið ráðinn til VÍS og þá mun Sigurjón Pálsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, einnig vera að hætta í bankanum.Ragnhildur Geirsdóttir hætti hjá Landsbankanum í vikunni.„No comment“ Ekkert hefur heyrst af gangi fjármögnunar stærsta hótels landsins, sem á að vera upp á 400-450 herbergi og staðsett í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Jóhann Halldórsson, framkvæmdastjóri S8 ehf., sem stýrir undirbúningi verkefnisins og fjármögnun þess, hefur ekki tjáð sig um málið í fjölmiðlum síðan í janúar 2016. Vildi hann í samtali við Markaðinn ekkert gefa upp um hvort enn stæði til að reisa hótelið og sagði einfaldlega „No comment“. Framkvæmdir við hótelið áttu í árslok 2015 að hefjast sumarið á eftir.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, sem taldi tímabært að skrifa minningargrein um krónuna í mars 2009, vakti athygli fyrir klæðnað sinn í viðtali um helgina á RÚV. Þar lýsti hann yfir áhyggjum af mikilli styrkingu krónunnar, klæddur í evrubol, en fjármálaráðherra hefur löngum verið talsmaður þess að Ísland taki upp evru. Nokkrum dögum áður hafði Seðlabankinn sagt að gengishækkunin hefði spilað lykilhlutverk í aðlögun þjóðarbúsins. Á sama tíma eru mörg evruríki föst í fjötrum hárra skulda, mikils atvinnuleysis og lítils hagvaxtar, ekki síst vegna þess að evran endurspeglar ekki efnahagsaðstæður í þessum ríkjum. Fréttamaður RÚV spurði Benedikt ekkert út í það.Bankaflótti Ekkert lát er á áframhaldandi hagræðingaraðgerðum í bankakerfinu en Íslandsbanki tilkynnti í gær að 20 starfsmönnum hefði verið sagt upp samhliða því að gerðar voru breytingar á skipulagi bankans. Á meðal þeirra sem hætta eru Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða. Þá vakti athygli að Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu. Fyrr í mánuðinum var tilkynnt að Helgi Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hefði verið ráðinn til VÍS og þá mun Sigurjón Pálsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, einnig vera að hætta í bankanum.Ragnhildur Geirsdóttir hætti hjá Landsbankanum í vikunni.„No comment“ Ekkert hefur heyrst af gangi fjármögnunar stærsta hótels landsins, sem á að vera upp á 400-450 herbergi og staðsett í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Jóhann Halldórsson, framkvæmdastjóri S8 ehf., sem stýrir undirbúningi verkefnisins og fjármögnun þess, hefur ekki tjáð sig um málið í fjölmiðlum síðan í janúar 2016. Vildi hann í samtali við Markaðinn ekkert gefa upp um hvort enn stæði til að reisa hótelið og sagði einfaldlega „No comment“. Framkvæmdir við hótelið áttu í árslok 2015 að hefjast sumarið á eftir.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira