Ekki verið tekin ákvörðun um framtíð ePósts Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. október 2017 08:00 ePóstur, dótturfélag Íslandspósts, tapaði 20,8 milljónum króna í fyrra. Félagið hefur verið rekið með tapi frá stofnun í nóvember árið 2012. vísir/arnþór Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíð ePósts, dótturfélags ríkisfyrirtækisins Íslandspósts, sem sinnir meðal annars þróunarverkefnum á sviði rafrænnar dreifingar. Samanlagt tap félagsins frá stofnun í nóvember árið 2012 nemur um 210 milljónum króna og var eigið fé þess neikvætt um liðlega 200 milljónir króna í lok síðasta árs. Í svari Íslandspósts við fyrirspurn Markaðarins segir að vöxtur í tekjum ePósts, sem er alfarið í eigu ríkisfyrirtækisins, hafi verið undir væntingum. Á hitt beri hins vegar að líta að Íslandspóstur hafi getað nýtt fjárfestinguna til þess að þróa þjónustu við viðskiptavini og þau jákvæðu áhrif komi að einhverju leyti til móts við hallann af rekstri ePósts. ePóstur tapaði 20,8 milljónum króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi félagsins sem Markaðurinn hefur undir höndum, og námu rekstrartekjur þess 15,3 milljónum króna. Var handbært fé frá rekstri aðeins 1,3 milljónir króna í lok síðasta árs. Félagið hefur átt í rekstrarerfiðleikum allt frá stofnun og hefur Íslandspóstur í reynd fjármagnað rekstur þess með því að lána því tæplega 320 milljónir króna. Dótturfélagið, sem starfar á samkeppnismarkaði, var eins og áður sagði stofnað í nóvember árið 2012 eftir að starfsemi þess hafði verið í þróun hjá ríkisfyrirtækinu í fjögur ár. Í svari Íslandspósts segir að tilgangurinn með félaginu sé að bregðast við breyttum kröfum og samskiptavenjum almennings.Mikill óbeinn ávinningur „Staðan á verkefnum ePósts er sú að félagið hefur þróað og byggt upp öflugt kerfi sem nýtist Íslandspósti afar vel í þjónustu við viðskiptavini. Grunnurinn að kerfinu sem ePóstur heldur utan um var keyptur frá Canada Post og er sambærilegur við kerfi sem önnur póstfyrirtæki um heiminn hafa verið að nota. Óbeinn ávinningur af þessu kerfi er mikill þó að sértekjur séu minni en vonir stóðu til,“ segir í svarinu. Er tekið fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhald verkefnisins, en það sé venjulega metið með tilliti til framvindunnar á hverjum tíma. Breytingar á rekstrarumhverfi Íslandspósts, minni umsvif bréfapósts og breytingar á skyldum fyrirtækisins geti allt verið þættir sem komi til skoðunar við þá ákvörðun. Vextir af lánum Íslandspósts til ePósts hafa verið færðir innan móðurfélagsins og má því segja að ársreikningar ePósts gefi ekki raunsanna mynd af rekstrarstöðu félagsins. Þannig kemur fram í ársreikningum ePósts að félagið hafi aðeins greitt samanlagt um 16.600 krónur í vaxtagjöld á undanförnum fjórum árum.Vaxtalaus lán Í úttekt Fjárstoðar, sem var unnin að beiðni Félags atvinnurekenda og Póstmarkaðarins, frá því í fyrra kemur fram að Íslandspóstur hafi veitt ePósti rúmlega 300 milljóna króna vaxtalaust lán á árunum 2013 og 2014. Á sama tíma hafi Íslandspóstur tekið ný vaxtaberandi langtímalán upp á 250 milljónir króna vegna veikrar lausafjárstöðu. Því megi færa rök fyrir því að dótturfélagið hafi verið fjármagnað með vaxtaberandi láni en fjármagnskostnaðurinn hins vegar skilinn eftir hjá móðurfélaginu. Á árunum 2013 til 2016 voru innlánsvextir Seðlabanka Íslands að meðaltali 4,9 prósent, en vextir þessir mynda ákveðið gólf fyrir útlánsvexti bankanna. Ætla má að fyrirtæki í sambærilegum rekstri og stöðu og ePóstur, þ.e. fyrirtæki í taprekstri og án veðhæfra eigna, þyrfti að greiða að minnsta kosti 6 til 8 prósenta álag ofan á þá vexti. Sé miðað við neðri mörkin má reikna með því að vaxtagjöld af lánveitingum Íslandspósts til ePósts hafi átt að vera að minnsta kosti 10,9 prósent.Útreikningar sem Markaðurinn hefur undir höndum og miða við 10,9 prósenta vexti á lánum ríkisfyrirtækisins gefa til kynna að ePóstur skuldi móðurfélaginu liðlega 500 milljónir króna. Eru þá árleg vaxtagjöld af lánunum nú um 50 milljónir króna.Erfiður rekstur dótturfélaga Í úttekt Fjárstoðar er rakið að rekstur dótturfélaga Íslandspósts hafi frá upphafi verið erfiður. Hann hafi raunar skilað samfelldu tapi frá árinu 2008. „Neikvæð áhrif fjárfestinga í dótturfélögum á afkomu Íslandspósts á árunum 2008 til 2015 eru því að minnsta kosti 500 til 600 milljónir króna, en á sama tíma hefur afkoma samstæðunnar verið neikvæð um 107 milljónir króna. Er þetta sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að dótturfélögin eru öll í samkeppnisrekstri utan alþjónustu. Af þessu er ljóst að fjármögnun samkeppnisrekstrar í dótturfélögum Íslandspósts kemur frá móðurfélaginu,“ segir í úttektinni. Fyrr í úttektinni er tekið fram að óheimilt sé samkvæmt lögum að nota tekjur af þjónustu í einkarétti til þess að greiða niður þjónustugjöld utan alþjónustu, þ.e. hreinan samkeppnisrekstur.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíð ePósts, dótturfélags ríkisfyrirtækisins Íslandspósts, sem sinnir meðal annars þróunarverkefnum á sviði rafrænnar dreifingar. Samanlagt tap félagsins frá stofnun í nóvember árið 2012 nemur um 210 milljónum króna og var eigið fé þess neikvætt um liðlega 200 milljónir króna í lok síðasta árs. Í svari Íslandspósts við fyrirspurn Markaðarins segir að vöxtur í tekjum ePósts, sem er alfarið í eigu ríkisfyrirtækisins, hafi verið undir væntingum. Á hitt beri hins vegar að líta að Íslandspóstur hafi getað nýtt fjárfestinguna til þess að þróa þjónustu við viðskiptavini og þau jákvæðu áhrif komi að einhverju leyti til móts við hallann af rekstri ePósts. ePóstur tapaði 20,8 milljónum króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi félagsins sem Markaðurinn hefur undir höndum, og námu rekstrartekjur þess 15,3 milljónum króna. Var handbært fé frá rekstri aðeins 1,3 milljónir króna í lok síðasta árs. Félagið hefur átt í rekstrarerfiðleikum allt frá stofnun og hefur Íslandspóstur í reynd fjármagnað rekstur þess með því að lána því tæplega 320 milljónir króna. Dótturfélagið, sem starfar á samkeppnismarkaði, var eins og áður sagði stofnað í nóvember árið 2012 eftir að starfsemi þess hafði verið í þróun hjá ríkisfyrirtækinu í fjögur ár. Í svari Íslandspósts segir að tilgangurinn með félaginu sé að bregðast við breyttum kröfum og samskiptavenjum almennings.Mikill óbeinn ávinningur „Staðan á verkefnum ePósts er sú að félagið hefur þróað og byggt upp öflugt kerfi sem nýtist Íslandspósti afar vel í þjónustu við viðskiptavini. Grunnurinn að kerfinu sem ePóstur heldur utan um var keyptur frá Canada Post og er sambærilegur við kerfi sem önnur póstfyrirtæki um heiminn hafa verið að nota. Óbeinn ávinningur af þessu kerfi er mikill þó að sértekjur séu minni en vonir stóðu til,“ segir í svarinu. Er tekið fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhald verkefnisins, en það sé venjulega metið með tilliti til framvindunnar á hverjum tíma. Breytingar á rekstrarumhverfi Íslandspósts, minni umsvif bréfapósts og breytingar á skyldum fyrirtækisins geti allt verið þættir sem komi til skoðunar við þá ákvörðun. Vextir af lánum Íslandspósts til ePósts hafa verið færðir innan móðurfélagsins og má því segja að ársreikningar ePósts gefi ekki raunsanna mynd af rekstrarstöðu félagsins. Þannig kemur fram í ársreikningum ePósts að félagið hafi aðeins greitt samanlagt um 16.600 krónur í vaxtagjöld á undanförnum fjórum árum.Vaxtalaus lán Í úttekt Fjárstoðar, sem var unnin að beiðni Félags atvinnurekenda og Póstmarkaðarins, frá því í fyrra kemur fram að Íslandspóstur hafi veitt ePósti rúmlega 300 milljóna króna vaxtalaust lán á árunum 2013 og 2014. Á sama tíma hafi Íslandspóstur tekið ný vaxtaberandi langtímalán upp á 250 milljónir króna vegna veikrar lausafjárstöðu. Því megi færa rök fyrir því að dótturfélagið hafi verið fjármagnað með vaxtaberandi láni en fjármagnskostnaðurinn hins vegar skilinn eftir hjá móðurfélaginu. Á árunum 2013 til 2016 voru innlánsvextir Seðlabanka Íslands að meðaltali 4,9 prósent, en vextir þessir mynda ákveðið gólf fyrir útlánsvexti bankanna. Ætla má að fyrirtæki í sambærilegum rekstri og stöðu og ePóstur, þ.e. fyrirtæki í taprekstri og án veðhæfra eigna, þyrfti að greiða að minnsta kosti 6 til 8 prósenta álag ofan á þá vexti. Sé miðað við neðri mörkin má reikna með því að vaxtagjöld af lánveitingum Íslandspósts til ePósts hafi átt að vera að minnsta kosti 10,9 prósent.Útreikningar sem Markaðurinn hefur undir höndum og miða við 10,9 prósenta vexti á lánum ríkisfyrirtækisins gefa til kynna að ePóstur skuldi móðurfélaginu liðlega 500 milljónir króna. Eru þá árleg vaxtagjöld af lánunum nú um 50 milljónir króna.Erfiður rekstur dótturfélaga Í úttekt Fjárstoðar er rakið að rekstur dótturfélaga Íslandspósts hafi frá upphafi verið erfiður. Hann hafi raunar skilað samfelldu tapi frá árinu 2008. „Neikvæð áhrif fjárfestinga í dótturfélögum á afkomu Íslandspósts á árunum 2008 til 2015 eru því að minnsta kosti 500 til 600 milljónir króna, en á sama tíma hefur afkoma samstæðunnar verið neikvæð um 107 milljónir króna. Er þetta sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að dótturfélögin eru öll í samkeppnisrekstri utan alþjónustu. Af þessu er ljóst að fjármögnun samkeppnisrekstrar í dótturfélögum Íslandspósts kemur frá móðurfélaginu,“ segir í úttektinni. Fyrr í úttektinni er tekið fram að óheimilt sé samkvæmt lögum að nota tekjur af þjónustu í einkarétti til þess að greiða niður þjónustugjöld utan alþjónustu, þ.e. hreinan samkeppnisrekstur.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira