Velta N1 kemur til með að tvöfaldast Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. júní 2017 07:00 Heildarvirði Festar, sem rekur meðal annars 28 verslanir undir merkjum Krónunnar, ELKO, Nóatúns og Kjarvals, er metið á 37,9 milljarða króna í viðskiptunum. Samlegðaráhrifin eru nokkur, sem dæmi getur N1 staðsett bensíndælur við verslanir Krónunnar, eins og vilji stjórnenda hefur lengi staðið til. Vísir/Heiða „Þetta er fyrst og fremst sóknarsamruni. Við erum að kaupa til þess að sækja fram. Við ætlum okkur að verða í forystu í smásölu,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri olíufélagsins N1, spurður um fyrirhuguð kaup félagsins á Festi, næststærsta smásölufélagi landsins, sem tilkynnt var um í gærmorgun. Stjórnendur félaganna sjá mikil tækifæri í að sameina krafta félaganna og ná fram samlegðaráhrifum. Þannig verði til öflugt félag sem sé vel í stakk búið til að takast á við aukna samkeppni á smásölumarkaði. „Við sjáum fyrir okkur miklar breytingar í smásölu á Íslandi á næstu árum. Þetta tengist ekki komu Costco, heldur hafa kaupin lengi verið á teikniborðinu og eru vel ígrunduð frá a til ö,“ nefnir Eggert Þór. Fjárfestar tóku fregnunum vel en til marks um það hækkuðu hlutabréf í N1 um 9,7 prósent í verði í 1.171 milljónar króna viðskiptum í gær. Var gengi bréfanna við lok markaðar 124 krónur á hlut. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hófust viðræður á milli félaganna skömmu fyrir páska. Tilkynnt var í gærmorgun um að samkomulag hefði náðst sem tekur á helstu skilmálum kaupanna. Heildarvirði Festar er metið á 37,9 milljarða króna í viðskiptunum, en endanlegt kaupverð mun ráðast af skuldastöðu félagsins við afhendingu. Kaupverðið verður annars vegar greitt með hlutum í N1 að virði 8,75 milljarðar króna og hins vegar með yfirtöku skulda og lántöku. Stærsti hluthafi Festa er framtakssjóðurinn SÍA II, í rekstri eignastýringarfélagsins Stefnis, en eftir kaupin verður sjóðurinn fjórði stærsti hluthafi í N1 með rúmlega átta prósenta hlut. Lífeyrissjóðir, ásamt Arion banka og VÍS, eru í hópi stærstu hluthafa sjóðsins. Holdor, eignarhaldsfélag Hreggviðs Jónssonar fjárfestis, eignast tæplega 4 prósenta hlut í félaginu og Brekka Retail ehf., sem er meðal annars í eigu Þórðar Más Jóhannessonar, fyrrverandi forstjóra Straums, um 2 prósenta hlut. Komast bæði félögin á lista yfir fimmtán stærstu eigendur N1.Velta N1 mun væntanlega meira en tvöfaldast við kaupin og verða um 75 til 80 milljarðar króna á ári. Til samanburðar er áætluð velta sameinaðs félags Haga og Olís um 120 milljarðar króna. Í byrjun árs kom N1 á fót sérstökum fjárfestingararmi í því skyni að búa félagið undir frekari vöxt. Var hugsunin sú að nýta sterka eiginfjárstöðu félagsins – en eiginfjárhlutfall félagsins var 46,7 prósent í lok mars – til þess að ráðast í fjárfestingar. Eru kaupin á Festi afsprengi þessarar stefnumótunar, en heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri fjárfestingar séu til skoðunar hjá stjórnendum félagsins. Augljós samlegðaráhrif geta falist í kaupunum. Sem dæmi mun N1 geta sett bensíndælur við verslanir Krónunnar, eins og vilji stjórnenda félagsins hefur lengi staðið til, hagræði er fólgið í sameiginlegum innkaupum og þá verður mögulegt að setja upp Krónuverslanir á bensínstöðvum N1 um allt land.Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1Eggert Þór bendir á að mikil tækifæri felist í því að fækka bensínstöðvum á Íslandi og setja þær upp við fjölfarnar verslanir. „Þetta snýst um að þú seljir hvað mest bensín þar sem mesta umferðin er. Þannig höfum við séð þróunina erlendis.“ Undir þetta tekur Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. „Fyrirtæki sem selur bara bensín og sjoppuvörur er að verða barn síns tíma á smásölumarkaði. Bensín er að verða eins og hver önnur neysluvara og þarf ekkert að selja í sérbúð. Menn eru að reyna að grípa þessa þróun og það er í rauninni ósköp eðlilegt.“ Festi rekur 28 verslanir undir merkjum Krónunnar, ELKO, Nóatúns og Kjarvals en félagið á einnig vöruhúsið Bakkann. Auk þess á félagið sautján fasteignir, að heildarstærð 71.500 fermetrar, sem eru annaðhvort í leigu til verslana félagsins eða þriðja aðila. Það er ekki síst umrætt fasteignasafn sem vakti áhuga stjórnenda N1. Ýmsir fjárfestar, þar á meðal stærstu fasteignafélög landsins, hafa rennt hýru auga til safnsins að undanförnu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst sóknarsamruni. Við erum að kaupa til þess að sækja fram. Við ætlum okkur að verða í forystu í smásölu,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri olíufélagsins N1, spurður um fyrirhuguð kaup félagsins á Festi, næststærsta smásölufélagi landsins, sem tilkynnt var um í gærmorgun. Stjórnendur félaganna sjá mikil tækifæri í að sameina krafta félaganna og ná fram samlegðaráhrifum. Þannig verði til öflugt félag sem sé vel í stakk búið til að takast á við aukna samkeppni á smásölumarkaði. „Við sjáum fyrir okkur miklar breytingar í smásölu á Íslandi á næstu árum. Þetta tengist ekki komu Costco, heldur hafa kaupin lengi verið á teikniborðinu og eru vel ígrunduð frá a til ö,“ nefnir Eggert Þór. Fjárfestar tóku fregnunum vel en til marks um það hækkuðu hlutabréf í N1 um 9,7 prósent í verði í 1.171 milljónar króna viðskiptum í gær. Var gengi bréfanna við lok markaðar 124 krónur á hlut. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hófust viðræður á milli félaganna skömmu fyrir páska. Tilkynnt var í gærmorgun um að samkomulag hefði náðst sem tekur á helstu skilmálum kaupanna. Heildarvirði Festar er metið á 37,9 milljarða króna í viðskiptunum, en endanlegt kaupverð mun ráðast af skuldastöðu félagsins við afhendingu. Kaupverðið verður annars vegar greitt með hlutum í N1 að virði 8,75 milljarðar króna og hins vegar með yfirtöku skulda og lántöku. Stærsti hluthafi Festa er framtakssjóðurinn SÍA II, í rekstri eignastýringarfélagsins Stefnis, en eftir kaupin verður sjóðurinn fjórði stærsti hluthafi í N1 með rúmlega átta prósenta hlut. Lífeyrissjóðir, ásamt Arion banka og VÍS, eru í hópi stærstu hluthafa sjóðsins. Holdor, eignarhaldsfélag Hreggviðs Jónssonar fjárfestis, eignast tæplega 4 prósenta hlut í félaginu og Brekka Retail ehf., sem er meðal annars í eigu Þórðar Más Jóhannessonar, fyrrverandi forstjóra Straums, um 2 prósenta hlut. Komast bæði félögin á lista yfir fimmtán stærstu eigendur N1.Velta N1 mun væntanlega meira en tvöfaldast við kaupin og verða um 75 til 80 milljarðar króna á ári. Til samanburðar er áætluð velta sameinaðs félags Haga og Olís um 120 milljarðar króna. Í byrjun árs kom N1 á fót sérstökum fjárfestingararmi í því skyni að búa félagið undir frekari vöxt. Var hugsunin sú að nýta sterka eiginfjárstöðu félagsins – en eiginfjárhlutfall félagsins var 46,7 prósent í lok mars – til þess að ráðast í fjárfestingar. Eru kaupin á Festi afsprengi þessarar stefnumótunar, en heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri fjárfestingar séu til skoðunar hjá stjórnendum félagsins. Augljós samlegðaráhrif geta falist í kaupunum. Sem dæmi mun N1 geta sett bensíndælur við verslanir Krónunnar, eins og vilji stjórnenda félagsins hefur lengi staðið til, hagræði er fólgið í sameiginlegum innkaupum og þá verður mögulegt að setja upp Krónuverslanir á bensínstöðvum N1 um allt land.Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1Eggert Þór bendir á að mikil tækifæri felist í því að fækka bensínstöðvum á Íslandi og setja þær upp við fjölfarnar verslanir. „Þetta snýst um að þú seljir hvað mest bensín þar sem mesta umferðin er. Þannig höfum við séð þróunina erlendis.“ Undir þetta tekur Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. „Fyrirtæki sem selur bara bensín og sjoppuvörur er að verða barn síns tíma á smásölumarkaði. Bensín er að verða eins og hver önnur neysluvara og þarf ekkert að selja í sérbúð. Menn eru að reyna að grípa þessa þróun og það er í rauninni ósköp eðlilegt.“ Festi rekur 28 verslanir undir merkjum Krónunnar, ELKO, Nóatúns og Kjarvals en félagið á einnig vöruhúsið Bakkann. Auk þess á félagið sautján fasteignir, að heildarstærð 71.500 fermetrar, sem eru annaðhvort í leigu til verslana félagsins eða þriðja aðila. Það er ekki síst umrætt fasteignasafn sem vakti áhuga stjórnenda N1. Ýmsir fjárfestar, þar á meðal stærstu fasteignafélög landsins, hafa rennt hýru auga til safnsins að undanförnu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira