Óvænt risaskipti í NBA-deildinni | Vandræðabarnið orðið Pelíkani Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2017 09:00 DeMarcus Cousins. Vísir/AP DeMarcus Cousins, einn besti og fyrirferðamesti stóri maður NBA-deildinni, er á leið í nýtt félag í NBA-deildinni í körfubolta eftir að Sacramento Kings og New Orleans Pelicans sættust á leikmannaskipti í nótt. Með þessum risaskiptum liðanna munu tveir stórir stjörnuleikmenn spila hlið við hlið því fyrir hjá New Orleans Pelicans er Anthony Davis sem í nótt setti stigamet með því að skora 52 stig í Stjörnuleiknum sem fór einmitt fram í New Orleans. Sacramento Kings lætur DeMarcus Cousins og Omri Casspi frá sér en fær í staðinn Buddy Hield, Tyreke Evans og Langston Galloway auk tveggja valrétta í fyrstu og annarri umferð nýliðavalsins í sumar. ESPN segir meðal annars frá. Sacramento Kings hefur þar með endanlega gefist upp á DeMarcus Cousins sem er mesti vandræðagemlingur deildarinnar. Það efast enginn um hæfileikana þar á bæ en vandamálin eru í kringum samskipti hans við aðra í liðinu ekki síst þjálfarana sem hafa komið og farið hjá Sacramento Kings á undanförnum árum. DeMarcus Cousins hefur skorað 27,8 stig að meðaltali í leik með Sacramento Kings á tímabilinu sem er það þriðja hæsta hjá leikmanni sem lið lætur fara í sögu NBA. Hinir tveir eru Wilt Chamberlain (38,9 1964-65) og Allen Iverson (31,2 2006-07). Cousins er einnig með 10,7 fráköst, 4,9 stoðsendingar og 1,3 varin skot í leik og hefur einnig bætt þriggja sitga nýtingu sína. Það er ljóst að það verður ekkert grín að eiga við þá Anthony Davis og DeMarcus Cousins sem eru eini leikmennirnir í NBA sem hafa verið með 20 stig og 10 frák0st á síðustu fjórum tímabilum. Þeir eru líka ásamt Russell Westbrook þeir einu sem eru með að minnsta kosti 25 stig og 10 fráköst í leik á þessu tímabili. Lið Sacramento Kings vann aðeins 35 prósent leikja sinna þessi tæpu sjö tímabil sem DeMarcus Cousins lék með liðinu og nú var greinilega komið á endastöð að mati manna þar á bæ. Stanslausar útistöður hans við dómara voru ekki að gera mönnum lífið auðveldlega og menn gáfust upp á því að bíða eftir að hann þroskaðist.DeMarcus Cousins Since 2010-11, leads NBA in ... Technical fouls 105 Times fouling out 46 Ejections 12 — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 20, 2017 Það fréttist af miklum áhuga New Orleans Pelicans til að fá meiri hjálp fyrir Anthony Davis í sóknarleiknum og liðið var að skoða aðra möguleika. Það að þeir skuli hafa náð í DeMarcus Cousins er mjög athyglisvert en það sýnir kannski svart á hvítu hversu erfitt samlífið hefur verið hjá Sacramento Kings að félagið er tilbúið að láta langbesta leikmanninn sinn fara. NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira
DeMarcus Cousins, einn besti og fyrirferðamesti stóri maður NBA-deildinni, er á leið í nýtt félag í NBA-deildinni í körfubolta eftir að Sacramento Kings og New Orleans Pelicans sættust á leikmannaskipti í nótt. Með þessum risaskiptum liðanna munu tveir stórir stjörnuleikmenn spila hlið við hlið því fyrir hjá New Orleans Pelicans er Anthony Davis sem í nótt setti stigamet með því að skora 52 stig í Stjörnuleiknum sem fór einmitt fram í New Orleans. Sacramento Kings lætur DeMarcus Cousins og Omri Casspi frá sér en fær í staðinn Buddy Hield, Tyreke Evans og Langston Galloway auk tveggja valrétta í fyrstu og annarri umferð nýliðavalsins í sumar. ESPN segir meðal annars frá. Sacramento Kings hefur þar með endanlega gefist upp á DeMarcus Cousins sem er mesti vandræðagemlingur deildarinnar. Það efast enginn um hæfileikana þar á bæ en vandamálin eru í kringum samskipti hans við aðra í liðinu ekki síst þjálfarana sem hafa komið og farið hjá Sacramento Kings á undanförnum árum. DeMarcus Cousins hefur skorað 27,8 stig að meðaltali í leik með Sacramento Kings á tímabilinu sem er það þriðja hæsta hjá leikmanni sem lið lætur fara í sögu NBA. Hinir tveir eru Wilt Chamberlain (38,9 1964-65) og Allen Iverson (31,2 2006-07). Cousins er einnig með 10,7 fráköst, 4,9 stoðsendingar og 1,3 varin skot í leik og hefur einnig bætt þriggja sitga nýtingu sína. Það er ljóst að það verður ekkert grín að eiga við þá Anthony Davis og DeMarcus Cousins sem eru eini leikmennirnir í NBA sem hafa verið með 20 stig og 10 frák0st á síðustu fjórum tímabilum. Þeir eru líka ásamt Russell Westbrook þeir einu sem eru með að minnsta kosti 25 stig og 10 fráköst í leik á þessu tímabili. Lið Sacramento Kings vann aðeins 35 prósent leikja sinna þessi tæpu sjö tímabil sem DeMarcus Cousins lék með liðinu og nú var greinilega komið á endastöð að mati manna þar á bæ. Stanslausar útistöður hans við dómara voru ekki að gera mönnum lífið auðveldlega og menn gáfust upp á því að bíða eftir að hann þroskaðist.DeMarcus Cousins Since 2010-11, leads NBA in ... Technical fouls 105 Times fouling out 46 Ejections 12 — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 20, 2017 Það fréttist af miklum áhuga New Orleans Pelicans til að fá meiri hjálp fyrir Anthony Davis í sóknarleiknum og liðið var að skoða aðra möguleika. Það að þeir skuli hafa náð í DeMarcus Cousins er mjög athyglisvert en það sýnir kannski svart á hvítu hversu erfitt samlífið hefur verið hjá Sacramento Kings að félagið er tilbúið að láta langbesta leikmanninn sinn fara.
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira