Viðskipti innlent

Hitafundur framundan hjá ferðaþjónustunni vegna skattahækkunar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ferðaþjónustuaðilar eru uggandi yfir boðaðri skattahækkun ríkisstjórnarinnar.
Ferðaþjónustuaðilar eru uggandi yfir boðaðri skattahækkun ríkisstjórnarinnar. Vísir/Anton
Boðað hefur verið til félagsfundar hjá Samtökum ferðaþjónustunnar klukkan 17 í dag vegna boðaðrar skattahækkunar ríkisstjórnarinnar á ferðaþjónustuna.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, greindi frá því á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í gær að til standi að færa ferðaþjónustuna úr lægra þrepi virðisaukaskattsins í það efra. Lægra þrepið er nú 11 prósent en efra 24 prósent en ríkisstjórnin stefnir á að það verði lækkað í 22 prósent.

Skapti Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að þungt hljóð sé í ferðaþjónustuaðilum úti um allt land vegna skattahækkunarinnar og megi búast við hitafundi í dag en til hans var boðað með stuttum fyrirvara.

Að sögn Skapta mun skattahækkunin hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna.

„Það er þungt hljóð í ferðaþjónustuaðilum úti um allt land og við boðum til félagsfundar til þess að ræða þessi mál. Okkur finnst þetta heldur kaldar kveðjur til ferðaþjónustunnar sem hefur haft jákvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf og efnahagsumhverfi. Þessi skattahækkun mun hafa töluverð áhrif á samkeppnisstöðu greinarinnar,“ segir Skapti.


Tengdar fréttir

Mikill uppgangur hjá Airbnb undanfarið

Leiguþjónustan Airbnb kom vel út úr nýafstaðinni fjáröflunarlotu. Fyrirtækið er nú metið á 31 milljarð dala, andvirði um 3.300 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið hyggst ekki skrá sig á markað á næstunni. Mætir andstöðu víð






Fleiri fréttir

Sjá meira


×