Þetta er í þriðja sinn sem Karabatic og Neagu fá þessi verðlaun.
Karabatic, sem var einnig valinn bestur í heimi 2007 og 2014, hafði betur gegn dönsku stórskyttunni Mikkel Hansen og þýska markverðinum Andreas Wolff.
Karabatic var lykilmaður í franska landsliðinu sem lenti í 2. sæti á Ólympíuleikunum í Ríó og í 5. sæti á EM í Póllandi. Þá varð Karabatic franskur meistari með Paris Saint-Germain.
Neagu, sem var valinn best í heimi 2010 og 2015, varð þriðja markahæst í Meistaradeildinni, á Ólympíuleikunum og EM í Svíþjóð. Hún var valin í úrvalslið Meistaradeildarinnar og EM í Svíþjóð.
Neagu, sem leikur með CSM Bucuresti í heimalandinu, hafði í baráttu við hina norsku Noru Mörk og Nycke Groot frá Hollandi.
Congratulations Cristina Neagu & @NKARABATIC for their @ihf_info World Handball Player of 2016 awards. Both have won it for the 3rd time! pic.twitter.com/1Ks7IPvdus
— EHF (@EHF) March 17, 2017