Eimskip lætur smíða tvö stór gámaflutningaskip fyrir 7,4 milljarða Svavar Hávarðsson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Skipin eru mun stærri en þau sem þjónað hafa íslensku skipafélögunum til þessa. Mynd/Eimskip Eimskip hefur samið við China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipyard Co. Ltd. um smíði á tveimur 2.150 gámaeininga flutningaskipum. Hvort skip kostar jafnvirði 3,7 milljarða króna. Þau á að afhenda árið 2019. Samnið er með fyrirvara um að Eimskip nái að tryggja fjármögnun skipanna. Stærstu skip félagsins í dag, Dettifoss og Goðafoss, bera 1.457 gámaeiningar. Nýju skipin eru um þrisvar sinnum stærri en flest skip íslensku skipafélaganna. Lengd skipanna er 180 metrar og breidd 31 metri. Þau verða með sérútbúinn vélbúnað til að draga úr útblæstri köfnunarefnis (NOx). Skipin verða einnig sparneytnari á hverja gámaeiningu samanborið við eldri skip og umhverfisvænni vegna innbyggðs olíuhreinsibúnaðar sem lágmarkar brennisteinsútblástur (SOx) út í andrúmsloftið. Royal Arctic Line, sem er í eigu grænlensku landsstjórnarinnar, hefur einnig samið við sömu skipasmíðastöð um smíði á sambærilegu skipi. Eimskip og Royal Arctic Line hafa undirritað samkomulag um samstarf. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, fagnar áfanganum. „Þróun hafnarsvæða í Nuuk, Reykjavík og Þórshöfn mun gefa færi á notkun stærri skipa á markaðssvæði okkar. Við gerum einnig ráð fyrir að samstarfið auki viðskipti á milli þjóðanna á norðurslóðum, sérstaklega þau takmörkuðu viðskipti sem verið hafa á milli Íslands og Grænlands þar sem beinum siglingum og tíðni ferða hefur verið ábótavant,“ segir Gylfi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Eimskip hefur samið við China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipyard Co. Ltd. um smíði á tveimur 2.150 gámaeininga flutningaskipum. Hvort skip kostar jafnvirði 3,7 milljarða króna. Þau á að afhenda árið 2019. Samnið er með fyrirvara um að Eimskip nái að tryggja fjármögnun skipanna. Stærstu skip félagsins í dag, Dettifoss og Goðafoss, bera 1.457 gámaeiningar. Nýju skipin eru um þrisvar sinnum stærri en flest skip íslensku skipafélaganna. Lengd skipanna er 180 metrar og breidd 31 metri. Þau verða með sérútbúinn vélbúnað til að draga úr útblæstri köfnunarefnis (NOx). Skipin verða einnig sparneytnari á hverja gámaeiningu samanborið við eldri skip og umhverfisvænni vegna innbyggðs olíuhreinsibúnaðar sem lágmarkar brennisteinsútblástur (SOx) út í andrúmsloftið. Royal Arctic Line, sem er í eigu grænlensku landsstjórnarinnar, hefur einnig samið við sömu skipasmíðastöð um smíði á sambærilegu skipi. Eimskip og Royal Arctic Line hafa undirritað samkomulag um samstarf. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, fagnar áfanganum. „Þróun hafnarsvæða í Nuuk, Reykjavík og Þórshöfn mun gefa færi á notkun stærri skipa á markaðssvæði okkar. Við gerum einnig ráð fyrir að samstarfið auki viðskipti á milli þjóðanna á norðurslóðum, sérstaklega þau takmörkuðu viðskipti sem verið hafa á milli Íslands og Grænlands þar sem beinum siglingum og tíðni ferða hefur verið ábótavant,“ segir Gylfi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira