Bókaútgefandi sem hlustar gjarnan á sömu músíkina hring eftir hring 11. nóvember 2017 11:00 Guðrún Vilmundardóttir stofnaði bókaforlagið Benedikt haustið 2016. VÍSIR/ERNIR Guðrún Vilmundardóttir, stofnandi og útgáfustjóri bókaútgáfunnar Benedikts, stendur í ströngu þessa dagana, nú þegar jólabókaflóðið er að bresta á. Bókaforlagið var stofnað af Guðrúnu fyrir aðeins einu ári en áður hafði hún starfað sem útgáfustjóri Bjarts í samtals tíu ár. Guðrún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það kemur mér sífellt á óvart hvað tíminn líður hratt. Það kemur mér ekki bara á óvart á hverju ári, heldur á hverju misseri, því hann líður stöðugt hraðar eftir því sem maður eldist og vitkast. Þá hefur það komið mér dásamlega skemmtilega á óvart hvað nýja bókaútgáfan mín, Benedikt, hefur hlotið góðan hljómgrunn og að ungir jafnt sem reyndir höfundar hafi sýnt okkur það traust sem raun ber vitni.Hvaða app notarðu mest? Ég er ekki ævintýraleg app-manneskja, ætli ég noti ekki samskiptaforritið Messenger mest, svo Podcast-safnið mitt og Endomondo þá sjaldan ég truntast út og skokka minn þrist, eða fimmu ef vel liggur á mér, meðfram sjónum. Ég hlusta á heimildarþætti og leikhús í podcastinu, skáldsögur finnst mér skemmtilegra að lesa sjálf.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég les og geng og fer í sund. Ég á engin sérstök áhugamál, utan bóklestur, og það hefur hvarflað að mér að ég ætti að koma mér upp einu slíku. Mér finnst gaman að skipta um umhverfi og við fjölskyldan höfum verið dugleg að gera húsaskipti við evrópskar fjölskyldur. Þá fær maður tækifæri til að dvelja lengur og lifa hversdagslegra lífi heldur en á hóteli, fara á markaðinn og elda og fá góð ráð um bestu staðina í hverfinu.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég er tuttugu mínútur að ganga í vinnuna og reyni að gera það sem oftast. Ég skokka af og til og stundum grípur mig zumba-æði og ég eltist við danstíma um allan bæ, helst oft í viku. En svo bráir nú af mér inn á milli og ég læt göngutúra kvölds og morgna nægja.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta á allt mögulegt, dægurpopp og gamla meistara, óperur og ballöður. Ég fer sjaldan á tónleika og ekki nógu oft á sinfóníutónleika, en mér finnst frábært að hlusta á þá í útvarpinu og taka þannig þátt í viðburðinum. Ég fæ gjarnan æði fyrir ákveðnum lögum og/eða hljómsveitum og hlusta á sömu músíkina hring eftir hring, svo félögum mínum á skrifstofunni þykir nóg um.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég er tvímælalaust í draumastarfi. Starf útgefanda er einstaklega fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Höfundar, þýðendur og yfirlesarar eru gjarna skemmtilegt fólk sem er gaman að eiga í samskiptum við. Ég er sömuleiðis í sambandi við umboðsmenn og útgefendur úti um allan heim, og það er hluti starfsins sem ég hef sérstaka ánægju af.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Guðrún Vilmundardóttir, stofnandi og útgáfustjóri bókaútgáfunnar Benedikts, stendur í ströngu þessa dagana, nú þegar jólabókaflóðið er að bresta á. Bókaforlagið var stofnað af Guðrúnu fyrir aðeins einu ári en áður hafði hún starfað sem útgáfustjóri Bjarts í samtals tíu ár. Guðrún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það kemur mér sífellt á óvart hvað tíminn líður hratt. Það kemur mér ekki bara á óvart á hverju ári, heldur á hverju misseri, því hann líður stöðugt hraðar eftir því sem maður eldist og vitkast. Þá hefur það komið mér dásamlega skemmtilega á óvart hvað nýja bókaútgáfan mín, Benedikt, hefur hlotið góðan hljómgrunn og að ungir jafnt sem reyndir höfundar hafi sýnt okkur það traust sem raun ber vitni.Hvaða app notarðu mest? Ég er ekki ævintýraleg app-manneskja, ætli ég noti ekki samskiptaforritið Messenger mest, svo Podcast-safnið mitt og Endomondo þá sjaldan ég truntast út og skokka minn þrist, eða fimmu ef vel liggur á mér, meðfram sjónum. Ég hlusta á heimildarþætti og leikhús í podcastinu, skáldsögur finnst mér skemmtilegra að lesa sjálf.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég les og geng og fer í sund. Ég á engin sérstök áhugamál, utan bóklestur, og það hefur hvarflað að mér að ég ætti að koma mér upp einu slíku. Mér finnst gaman að skipta um umhverfi og við fjölskyldan höfum verið dugleg að gera húsaskipti við evrópskar fjölskyldur. Þá fær maður tækifæri til að dvelja lengur og lifa hversdagslegra lífi heldur en á hóteli, fara á markaðinn og elda og fá góð ráð um bestu staðina í hverfinu.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég er tuttugu mínútur að ganga í vinnuna og reyni að gera það sem oftast. Ég skokka af og til og stundum grípur mig zumba-æði og ég eltist við danstíma um allan bæ, helst oft í viku. En svo bráir nú af mér inn á milli og ég læt göngutúra kvölds og morgna nægja.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta á allt mögulegt, dægurpopp og gamla meistara, óperur og ballöður. Ég fer sjaldan á tónleika og ekki nógu oft á sinfóníutónleika, en mér finnst frábært að hlusta á þá í útvarpinu og taka þannig þátt í viðburðinum. Ég fæ gjarnan æði fyrir ákveðnum lögum og/eða hljómsveitum og hlusta á sömu músíkina hring eftir hring, svo félögum mínum á skrifstofunni þykir nóg um.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég er tvímælalaust í draumastarfi. Starf útgefanda er einstaklega fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Höfundar, þýðendur og yfirlesarar eru gjarna skemmtilegt fólk sem er gaman að eiga í samskiptum við. Ég er sömuleiðis í sambandi við umboðsmenn og útgefendur úti um allan heim, og það er hluti starfsins sem ég hef sérstaka ánægju af.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira