Fasteignaviðskipti með nýjar íbúðir einungis 5 prósent Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. desember 2017 10:58 Þegar best lét var sala nýrra íbúða hátt í 40 prósent fasteignaviðskipta, en það var árið 2003. Vísir/Vilhelm Í október síðastliðnum voru viðskipti með nýjar íbúðir einungis um 5 prósent af heildarfjölda viðskipta á almennum markaði. Þetta er um helmingur af meðaltali áranna 2002-2017. Íbúðalánasjóður greinir frá þessu á vefsíðu sinni. Á árunum fyrir hrun, nánar tiltekið árin 2002-2008, voru viðskipti með nýjar íbúðir að meðaltali um 16 prósent af heildarfjölda fasteignaviðskipta á almennum markaði í mánuði hverjum. Markaðurinn með nýjar íbúðir hrundi nánast algjörlega árið 2010 en tók síðan smám saman við sér. Síðan árið 2015 hefur viðskiptum með eldri íbúðir hins vegar fjölgað jafn mikið eða hraðar heldur en viðskiptum með nýjar íbúðir. Þegar best lét náði sala nýrra íbúða hátt í 40 prósent, en það var undir lok árs 2003.Hér sést þróun sölu nýrra, fullgerðra íbúða árin 2002-2017.Íbúðalánasjóður.Hátt fermetraverð og ekkert stökk í sölu nýrra eignaÞar kemur einnig fram að fermetraverð í nýjum íbúðum hafi að meðaltali verið hærra en í eldri íbúðum á hverju ári svo langt aftur sem gögn Íbúðalánasjóðs og Þjóðskrár ná. Munurinn jókst svo um munar árið 2011 og hefur haldist síðan. Munurinn hefur þó minnkað undanfarna mánuði. Gögn úr sölukerfum fasteignasala benda ekki til þess að nýjum íbúðum í sölu á almennum markaði hafi fjölgað sérstaklega undanfarna mánuði. Mánaðarlegur fjöldi nýrra íbúða sem settar eru í sölu hefur farið heldur minnkandi eftir að hafa vaxið hratt á fyrri hluta ársins. Ásett verð nýrra íbúða hefur farið hækkandi, en hækkunartakturinn er sá sami og er á markaðnum almennt. Um áramótin síðustu hækkaði ásett verð íbúða mikið á stuttum tíma. Verðið lækkaði síðan í vor, á sama tíma og nýjum íbúðum fjölgaði í sölu. Segir í úttektinni að freistandi sé að álykta sem svo að byggingaraðilar hafi brugðist við verðhækkunum með því að koma nýjum íbúðum hraðar í sölu. Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Í október síðastliðnum voru viðskipti með nýjar íbúðir einungis um 5 prósent af heildarfjölda viðskipta á almennum markaði. Þetta er um helmingur af meðaltali áranna 2002-2017. Íbúðalánasjóður greinir frá þessu á vefsíðu sinni. Á árunum fyrir hrun, nánar tiltekið árin 2002-2008, voru viðskipti með nýjar íbúðir að meðaltali um 16 prósent af heildarfjölda fasteignaviðskipta á almennum markaði í mánuði hverjum. Markaðurinn með nýjar íbúðir hrundi nánast algjörlega árið 2010 en tók síðan smám saman við sér. Síðan árið 2015 hefur viðskiptum með eldri íbúðir hins vegar fjölgað jafn mikið eða hraðar heldur en viðskiptum með nýjar íbúðir. Þegar best lét náði sala nýrra íbúða hátt í 40 prósent, en það var undir lok árs 2003.Hér sést þróun sölu nýrra, fullgerðra íbúða árin 2002-2017.Íbúðalánasjóður.Hátt fermetraverð og ekkert stökk í sölu nýrra eignaÞar kemur einnig fram að fermetraverð í nýjum íbúðum hafi að meðaltali verið hærra en í eldri íbúðum á hverju ári svo langt aftur sem gögn Íbúðalánasjóðs og Þjóðskrár ná. Munurinn jókst svo um munar árið 2011 og hefur haldist síðan. Munurinn hefur þó minnkað undanfarna mánuði. Gögn úr sölukerfum fasteignasala benda ekki til þess að nýjum íbúðum í sölu á almennum markaði hafi fjölgað sérstaklega undanfarna mánuði. Mánaðarlegur fjöldi nýrra íbúða sem settar eru í sölu hefur farið heldur minnkandi eftir að hafa vaxið hratt á fyrri hluta ársins. Ásett verð nýrra íbúða hefur farið hækkandi, en hækkunartakturinn er sá sami og er á markaðnum almennt. Um áramótin síðustu hækkaði ásett verð íbúða mikið á stuttum tíma. Verðið lækkaði síðan í vor, á sama tíma og nýjum íbúðum fjölgaði í sölu. Segir í úttektinni að freistandi sé að álykta sem svo að byggingaraðilar hafi brugðist við verðhækkunum með því að koma nýjum íbúðum hraðar í sölu.
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira