Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder, er að eiga einstakt tímabil í NBA-deildinni en hann er samt ekki að ná því að heilla Mark Cuban, eiganda Dallas Mavericks.
Cuban segir að Westbrook eigi ekki skilið að vera valinn bestur í deildinni nema lið hans vinni 50 leiki á tímabilinu og að Thunder vinni að minnsta kosti eina umferð í úrslitakeppninni.
Westbrook hefur spilað ótrúlega í vetur. Er kominn með 30 þrefaldar tvennur og er að elta met Oscar Robertson sem náði 41 á einu tímabili.
Westbrook er stigahæstur í deildinni með 31,7 stig að meðaltali og er líka með 10,1 stoðsendingu og 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Fáranlegar tölur.
En það er ekki nóg fyrir Cuban. Hann vill meira og segir að valið standi á milli þeirra James Harden og LeBron James að sínu mati.
Thunder er 35-28 þegar 19 leikir eru eftir af tímabilinu.
Westbrook á ekki skilið að vera valinn bestur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn

Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti