Íslandsbanki verður seldur að fullu en 35-40% í Landsbanka haldið eftir Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. júlí 2017 19:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið farið með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum. visir/ernir Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi. Þetta kemur fram í nýrri eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Ríkið er alltumlykjandi á fjármálamarkaði. Ríkissjóður á nær allt hlutafé í Landsbankanum, á Íslandsbanka að fullu og 13 prósenta hlut í Arion banka. Núverandi ríkisstjórn hefur lýst því markmiði að minnka eignarhlut ríkisins í bönkunum en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið farið með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum. Í nýrri eigendastefnu ríkisins sem birtist á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins í dag lýsa stjórnvöld markmiðum sínum varðandi eignarhald á bönkum og fjármálafyrirtækjum. Um Landsbankann segir: „Stefnt er að því að ríkið eigi verulegan eignarhlut, 34-40%, í bankanum til langframa til að stuðla að stöðugleika í fjármálakerfinu og tryggja nauðsynlega innviði þess. (...) Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi.“ Um Arion banka segir: „Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi.“Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka.Hvenær verða þessi skilyrði fyrir hendi? Hvað mælir gegn því að selja hlut ríkisins í bönkunum núna þegar íslenskt hagkerfi er á toppi hagsveiflunnar? Það getur skipt máli hvaða framboð er af öðrum fjárfestingarkostum innanlands. Þá hafa lífeyrissjóðirnir verið hvattir til að fjárfesta erlendis í auknum mæli. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka segir að þetta geti mælt gegn sölu um þessar mundir. Hann segir að þótt aðstæður til að selja bankana séu góðar núna séu aðrar hagstjórnarlegar ástæður sem mæli gegn því. „Það er kannski ekki æskilegt eða heppilegt út frá öllum markmiðum eigendastefnunnar að ætla að sækja fjármagn til þessara aðila (innsk.lífeyrissjóða) um leið og við viljum frekar að þeir noti núverandi aðstæður til að auka eignir sínar erlendis,“ segir Stefán Broddi. Einkavæðing á hlut ríkisins í bönkum í byrjun þessarar aldar olli langvinnum deilum og markaði djúp spor í þjóðfélagsumræðuna hér á landi.Höfum við ekki öll þau tæki sem eru nauðsynleg til þess að selja þessa banka á sanngjarnan hátt, til dæmis í gegnum Kauphöll Íslands, sem var ekki gert á sínum tíma? „Ég held að við séum með öll þau tæki til staðar sem ættu að geta leitt okkur að mjög farsælli niðurstöðu. Umhverfið hér er sambærilegt því sem við þekkjum í okkar nágrannalöndum þar sem skref hafa verið farsællega stigin. Smá og örugg skref sem leitt hafa til niðurstöðu sem þokkaleg sátt er um,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi. Þetta kemur fram í nýrri eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Ríkið er alltumlykjandi á fjármálamarkaði. Ríkissjóður á nær allt hlutafé í Landsbankanum, á Íslandsbanka að fullu og 13 prósenta hlut í Arion banka. Núverandi ríkisstjórn hefur lýst því markmiði að minnka eignarhlut ríkisins í bönkunum en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið farið með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum. Í nýrri eigendastefnu ríkisins sem birtist á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins í dag lýsa stjórnvöld markmiðum sínum varðandi eignarhald á bönkum og fjármálafyrirtækjum. Um Landsbankann segir: „Stefnt er að því að ríkið eigi verulegan eignarhlut, 34-40%, í bankanum til langframa til að stuðla að stöðugleika í fjármálakerfinu og tryggja nauðsynlega innviði þess. (...) Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi.“ Um Arion banka segir: „Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi.“Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka.Hvenær verða þessi skilyrði fyrir hendi? Hvað mælir gegn því að selja hlut ríkisins í bönkunum núna þegar íslenskt hagkerfi er á toppi hagsveiflunnar? Það getur skipt máli hvaða framboð er af öðrum fjárfestingarkostum innanlands. Þá hafa lífeyrissjóðirnir verið hvattir til að fjárfesta erlendis í auknum mæli. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka segir að þetta geti mælt gegn sölu um þessar mundir. Hann segir að þótt aðstæður til að selja bankana séu góðar núna séu aðrar hagstjórnarlegar ástæður sem mæli gegn því. „Það er kannski ekki æskilegt eða heppilegt út frá öllum markmiðum eigendastefnunnar að ætla að sækja fjármagn til þessara aðila (innsk.lífeyrissjóða) um leið og við viljum frekar að þeir noti núverandi aðstæður til að auka eignir sínar erlendis,“ segir Stefán Broddi. Einkavæðing á hlut ríkisins í bönkum í byrjun þessarar aldar olli langvinnum deilum og markaði djúp spor í þjóðfélagsumræðuna hér á landi.Höfum við ekki öll þau tæki sem eru nauðsynleg til þess að selja þessa banka á sanngjarnan hátt, til dæmis í gegnum Kauphöll Íslands, sem var ekki gert á sínum tíma? „Ég held að við séum með öll þau tæki til staðar sem ættu að geta leitt okkur að mjög farsælli niðurstöðu. Umhverfið hér er sambærilegt því sem við þekkjum í okkar nágrannalöndum þar sem skref hafa verið farsællega stigin. Smá og örugg skref sem leitt hafa til niðurstöðu sem þokkaleg sátt er um,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent