Að sjá ekki skóginn fyrir trjánum Sæunn Gísladóttir skrifar 25. júlí 2017 07:00 Það er líklega enginn frasi vinsælli í dægurmenningu í dag heldur en að lifa í núinu. Hver er svo annar vinsælasti frasinn? Nú að njóta auðvitað. Ég velti því oft fyrir mér hvað honum langafa mínum, ofvirkum sjómanni sem prjónaði sokka þá fáu tíma sem hann var í landi, hefði fundist um það að fólk þyrfti að keyra lengst út í buskann, jú eða hoppa upp í flugvél, stilla upp vel völdum mat/víni/bók til hins eins að sýna að það væri svo sannarlega að lifa í núinu og NJÓTA. Róttæk pæling er þessi, erum við ekki bara að lifa ágætlega mikið í núinu eins og er? Mér finnst til dæmis unaður stundum að þvo og ganga frá þvotti. Þá verða föt sem mér þykir afar vænt um eins og ný og ég hlakka til að vera aftur í þeim. Ætli mér myndi finnast þetta jafn ágæt dægradvöl ef ég myndi hugsa um það hversu oft þessi endurtekning biði mín á lífsleiðinni. Það myndi svo sannarlega skemma upplifunina að hugsa allt of mikið um þetta. Sannleikurinn er sá að við brjótum nú þegar líf okkar upp í áfanga og lifum í þeim á hverjum tíma. Það hugsa fæstir um næstu fjörutíu árin á skrifstofunni, bara um næstu mánuði fram að jólafríinu, eða sumarfríinu, eða frídögunum sem á að verja á Tenerife. Annars myndi líklega öllum fallast hendur í raunveruleikanum. Maður þarf ekki endilega að fara neitt til að njóta eða vera í núinu. Hversdagsleikinn hefur líka upp á það að bjóða ef að maður gefur sér tíma til að sjá það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sæunn Gísladóttir Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Það er líklega enginn frasi vinsælli í dægurmenningu í dag heldur en að lifa í núinu. Hver er svo annar vinsælasti frasinn? Nú að njóta auðvitað. Ég velti því oft fyrir mér hvað honum langafa mínum, ofvirkum sjómanni sem prjónaði sokka þá fáu tíma sem hann var í landi, hefði fundist um það að fólk þyrfti að keyra lengst út í buskann, jú eða hoppa upp í flugvél, stilla upp vel völdum mat/víni/bók til hins eins að sýna að það væri svo sannarlega að lifa í núinu og NJÓTA. Róttæk pæling er þessi, erum við ekki bara að lifa ágætlega mikið í núinu eins og er? Mér finnst til dæmis unaður stundum að þvo og ganga frá þvotti. Þá verða föt sem mér þykir afar vænt um eins og ný og ég hlakka til að vera aftur í þeim. Ætli mér myndi finnast þetta jafn ágæt dægradvöl ef ég myndi hugsa um það hversu oft þessi endurtekning biði mín á lífsleiðinni. Það myndi svo sannarlega skemma upplifunina að hugsa allt of mikið um þetta. Sannleikurinn er sá að við brjótum nú þegar líf okkar upp í áfanga og lifum í þeim á hverjum tíma. Það hugsa fæstir um næstu fjörutíu árin á skrifstofunni, bara um næstu mánuði fram að jólafríinu, eða sumarfríinu, eða frídögunum sem á að verja á Tenerife. Annars myndi líklega öllum fallast hendur í raunveruleikanum. Maður þarf ekki endilega að fara neitt til að njóta eða vera í núinu. Hversdagsleikinn hefur líka upp á það að bjóða ef að maður gefur sér tíma til að sjá það.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun