Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Belgía 85-70 | Strákarnir kvöddu með sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2017 19:45 Elvar Már Friðriksson átti góða innkomu. Vísir/Andri Marinó Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann öruggan sigur á því belgíska, 85-70, á Akranesi í dag. Þetta var síðasta leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM sem hefst 31. ágúst. Þetta var annar sigur Íslands á Belgíu á þremur dögum en á fimmtudaginn vann íslenska liðið það belgíska, 83-76, í Smáranum. Íslenska liðið var nokkuð lengi í gang í dag en kláraði 1. leikhlutann á 11-3 spretti. Haukur Helgi Pálsson setti niður tvo þrista á þessum kafla en hann var stigahæstur Íslendinga í fyrri hálfleik með 16 stig. Ísland var sterkari aðilinn í 2. leikhluta, vann hann 23-15 og leiddi með 12 stigum í hálfleik, 44-22. Íslenska liðið spilaði sterkan varnarleik og hélt því belgíska í 34% skotnýtingu í fyrri hálfleik. Ísland var með 12 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum gegn aðeins sjö og skoraði 12 stig eftir tapaða bolta hjá Belgum. Hlynur Bæringsson var í miklum ham í upphafi seinni hálfleiks og skoraði fyrstu sjö stig hans. Ísland komst mest 21 stigi yfir snemma í seinni hálfleik, 56-35, en um miðjan 3. leikhluta fór að halla undan fæti. Sóknin hikstaði all svakalega og Belgarnir fóru að setja niður skot. Gestirnir minnkuðu muninn niður í 12 stig en flautuþristur frá Sigtryggi Arnari Björnssyni undir lok 3. leikhluta gaf íslenska liðinu andrými. Staðan fyrir loka leiklutann, 68-53. Ísland var með góða stjórn á leiknum í 4. leikhluta og hleypti Belgíu aldrei hættulega nálægt sér. Á endanum munaði 15 stigum á liðunum, 85-70. Allir 12 leikmennirnir á skýrslu spiluðu í leiknum í dag og allir nema einn skoruðu. Haukur Helgi var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig. Hann varði auk þess þrjú skot. Hlynur skoraði 17 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 10 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Líkt og í leiknum á fimmtudaginn átti Elvar Már Friðriksson mjög góða innkomu. Í dag skilaði Njarðvíkingurinn níu stigum, fjórum fráköstum og sex stoðsendingum. Kristófer Acox skoraði átta stig og tók fjögur fráköst og þá spilaði Ægir Þór Steinarsson frábæra vörn. Íslenska liðið heldur nú æfingum áfram áður en það heldur til Rússlands 9. ágúst.Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag.Vísir/Andri MarinóHaukur Helgi: Betra en síðast Ísland vann 15 stiga sigur á Belgíu, 85-70, á Akranesi þegar liðin mættust í annað sinn á þremur dögum. Íslenska liðið vann sjö stiga sigur, 83-76, þegar liðin mættust í Smáranum á fimmtudaginn en sigurinn í dag var öruggari og frammistaðan betri. „Mér fannst þetta betra en síðast. Við gáfum svolítið eftir þegar við náðum áhlaupum í síðasta leik. Kannski hittum við betur í dag og það var meira jafnvægi í inni og úti leiknum. Við erum allir að slípast til,“ sagði Haukur Helgi Pálsson sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig. Hann hitti úr átta af 10 skotum sínum í leiknum. Varnarleikur Íslands var mjög sterkur í leiknum í dag og hann gerði Belgíu erfitt fyrir í sókninni. „Við töluðum vel saman og skiptum vel. Við gerðum þetta betur en síðast. Þetta var leikur tvö svo við vissum kannski aðeins meira hvað þeir voru að gera,“ sagði Haukur Helgi sem segir að jákvæðu punktarnir séu mun fleiri en þeir neikvæðu eftir þessa fyrstu tvo æfingaleiki fyrir EM sem hefst í lok næsta mánaðar. „Klárlega. Ég tek hatt minn ofan fyrir Skagamönnum fyrir umgjörðina. Þetta var fáránlega skemmtilegt og hvað þeir gerðu mikið úr honum,“ sagði Haukur Helgi sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. „Við förum til Rússlands 9. ágúst. Það verður eitthvað. Þetta er klárlega gott veganesti og við ætlum að halda áfram að verða betri,“ sagði Haukur Helgi að lokum.Craig Pedersen er á leið með Ísland á annað Evrópumótið í röð.vísir/andri marinóPedersen: Verður mjög erfitt að velja lokahópinn Craig Pedersen, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn á Belgíu á Akranesi í dag. „Mér fannst frammistaðan góð. Við vorum svolítið þungir í upphafi leiks en Ægir [Þór Steinarsson] gaf okkur kraft. Það sem eftir var leiks var orkan í liðinu góð,“ sagði Pedersen eftir leik. „Við hreyfðum boltann vel, sérstaklega í hraðaupphlaupum þegar þeir voru ekki búnir að stilla vörninni upp. Það er margt sem má bæta en á sama tíma gerðum við margt gott í vörn og sókn.“ Íslenska liðið vann báða leikina gegn Belgíu og Pedersen segir útlitið fyrir EM nokkuð bjart. „Fyrir fyrsta leikinn höfðum við bara æft í 5-6 daga og þeir eru í sömu stöðu. En í ljósi þess hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Pedersen. Kanadamaðurinn segir að það verði erfitt fyrir sig að velja lokahópinn fyrir EM sem hefst 31. ágúst. „Já, það verður mjög erfitt. En það er jákvætt að það sé samkeppni um stöður í hópnum. Þetta verður erfitt en eitthvað sem ég verð að gera,“ sagði Pedersen sem tekur 14 leikmenn með til Rússlands þangað sem íslenska liðið heldur 9. ágúst.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann öruggan sigur á því belgíska, 85-70, á Akranesi í dag. Þetta var síðasta leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM sem hefst 31. ágúst. Þetta var annar sigur Íslands á Belgíu á þremur dögum en á fimmtudaginn vann íslenska liðið það belgíska, 83-76, í Smáranum. Íslenska liðið var nokkuð lengi í gang í dag en kláraði 1. leikhlutann á 11-3 spretti. Haukur Helgi Pálsson setti niður tvo þrista á þessum kafla en hann var stigahæstur Íslendinga í fyrri hálfleik með 16 stig. Ísland var sterkari aðilinn í 2. leikhluta, vann hann 23-15 og leiddi með 12 stigum í hálfleik, 44-22. Íslenska liðið spilaði sterkan varnarleik og hélt því belgíska í 34% skotnýtingu í fyrri hálfleik. Ísland var með 12 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum gegn aðeins sjö og skoraði 12 stig eftir tapaða bolta hjá Belgum. Hlynur Bæringsson var í miklum ham í upphafi seinni hálfleiks og skoraði fyrstu sjö stig hans. Ísland komst mest 21 stigi yfir snemma í seinni hálfleik, 56-35, en um miðjan 3. leikhluta fór að halla undan fæti. Sóknin hikstaði all svakalega og Belgarnir fóru að setja niður skot. Gestirnir minnkuðu muninn niður í 12 stig en flautuþristur frá Sigtryggi Arnari Björnssyni undir lok 3. leikhluta gaf íslenska liðinu andrými. Staðan fyrir loka leiklutann, 68-53. Ísland var með góða stjórn á leiknum í 4. leikhluta og hleypti Belgíu aldrei hættulega nálægt sér. Á endanum munaði 15 stigum á liðunum, 85-70. Allir 12 leikmennirnir á skýrslu spiluðu í leiknum í dag og allir nema einn skoruðu. Haukur Helgi var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig. Hann varði auk þess þrjú skot. Hlynur skoraði 17 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 10 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Líkt og í leiknum á fimmtudaginn átti Elvar Már Friðriksson mjög góða innkomu. Í dag skilaði Njarðvíkingurinn níu stigum, fjórum fráköstum og sex stoðsendingum. Kristófer Acox skoraði átta stig og tók fjögur fráköst og þá spilaði Ægir Þór Steinarsson frábæra vörn. Íslenska liðið heldur nú æfingum áfram áður en það heldur til Rússlands 9. ágúst.Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag.Vísir/Andri MarinóHaukur Helgi: Betra en síðast Ísland vann 15 stiga sigur á Belgíu, 85-70, á Akranesi þegar liðin mættust í annað sinn á þremur dögum. Íslenska liðið vann sjö stiga sigur, 83-76, þegar liðin mættust í Smáranum á fimmtudaginn en sigurinn í dag var öruggari og frammistaðan betri. „Mér fannst þetta betra en síðast. Við gáfum svolítið eftir þegar við náðum áhlaupum í síðasta leik. Kannski hittum við betur í dag og það var meira jafnvægi í inni og úti leiknum. Við erum allir að slípast til,“ sagði Haukur Helgi Pálsson sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig. Hann hitti úr átta af 10 skotum sínum í leiknum. Varnarleikur Íslands var mjög sterkur í leiknum í dag og hann gerði Belgíu erfitt fyrir í sókninni. „Við töluðum vel saman og skiptum vel. Við gerðum þetta betur en síðast. Þetta var leikur tvö svo við vissum kannski aðeins meira hvað þeir voru að gera,“ sagði Haukur Helgi sem segir að jákvæðu punktarnir séu mun fleiri en þeir neikvæðu eftir þessa fyrstu tvo æfingaleiki fyrir EM sem hefst í lok næsta mánaðar. „Klárlega. Ég tek hatt minn ofan fyrir Skagamönnum fyrir umgjörðina. Þetta var fáránlega skemmtilegt og hvað þeir gerðu mikið úr honum,“ sagði Haukur Helgi sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. „Við förum til Rússlands 9. ágúst. Það verður eitthvað. Þetta er klárlega gott veganesti og við ætlum að halda áfram að verða betri,“ sagði Haukur Helgi að lokum.Craig Pedersen er á leið með Ísland á annað Evrópumótið í röð.vísir/andri marinóPedersen: Verður mjög erfitt að velja lokahópinn Craig Pedersen, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn á Belgíu á Akranesi í dag. „Mér fannst frammistaðan góð. Við vorum svolítið þungir í upphafi leiks en Ægir [Þór Steinarsson] gaf okkur kraft. Það sem eftir var leiks var orkan í liðinu góð,“ sagði Pedersen eftir leik. „Við hreyfðum boltann vel, sérstaklega í hraðaupphlaupum þegar þeir voru ekki búnir að stilla vörninni upp. Það er margt sem má bæta en á sama tíma gerðum við margt gott í vörn og sókn.“ Íslenska liðið vann báða leikina gegn Belgíu og Pedersen segir útlitið fyrir EM nokkuð bjart. „Fyrir fyrsta leikinn höfðum við bara æft í 5-6 daga og þeir eru í sömu stöðu. En í ljósi þess hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Pedersen. Kanadamaðurinn segir að það verði erfitt fyrir sig að velja lokahópinn fyrir EM sem hefst 31. ágúst. „Já, það verður mjög erfitt. En það er jákvætt að það sé samkeppni um stöður í hópnum. Þetta verður erfitt en eitthvað sem ég verð að gera,“ sagði Pedersen sem tekur 14 leikmenn með til Rússlands þangað sem íslenska liðið heldur 9. ágúst.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Belgía 83-76 | Strákarnir byrja á sigri Fínn sigur hjá strákunum okkar í fyrsta leik landsliðsins í undirbúningnum fyrir Eurobasket. 27. júlí 2017 22:00 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Belgía 83-76 | Strákarnir byrja á sigri Fínn sigur hjá strákunum okkar í fyrsta leik landsliðsins í undirbúningnum fyrir Eurobasket. 27. júlí 2017 22:00