Skotsilfur Markaðarins: Rak og réð Sigrúnu Rögnu Ritstjórn Markaðarins skrifar 13. apríl 2017 15:00 Það vakti athygli þegar tilkynnt var á dögunum að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, hefði tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Reynir Grétarsson, forstjóri og eigandi Creditinfo, sat í stjórn VÍS þegar ákveðið var að skipta um forstjóra í ágúst 2016 og ráða Jakob Sigurðsson, sem þá var stjórnarformaður Creditinfo, í stað Sigrúnar Rögnu. Vitað er að Reynir var á meðal þeirra í stjórnarmanna VÍS sem töluðu hvað helst fyrir því að ráða þyrfti nýjan forstjóra og lagði fram þá tillögu að fá Jakob í starfið.Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri CreditinfoFækkar í röðum Kaupþings Starfsmönnum Kaupþings hefur fækkað mjög að undanförnu samhliða því að félagið hefur verið að selja eignir í stórum stíl og hraða þannig útgreiðslum til hluthafa. Á meðal þeirra sem hafa nýlega látið af störfum er Marinó Guðmundsson sem hafði verið um árabil hjá Kaupþingi og var í hópi lykilstarfsmanna í eignastýringu. Starfsmenn munu fá greiddan bónus, eigi síðar en í apríl 2018, sem getur að hámarki verið 1.300 milljónir. Markmið bónuskerfisins, eins og kom fram í máli Pauls Copley, forstjóra Kaupþings, var einkum að „umbuna fólki til að leggja niður starf sitt hraðar en það annars gerði“. Það virðist vera að ganga eftir.Marinó Guðmundsson.Lán og nýtt met Ríkissjóður mun lána Vaðlaheiðargöngum 4,7 milljarða króna til viðbótar við 8,7 milljarða lánið til verkefnisins sem var samþykkt í júní 2012. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í mars að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið lánaði meira fé í framkvæmdina. Það var svo samþykkt í síðustu viku en þá gerðust einnig önnur undur og stórmerki. Verktakar í göngunum náðu þá vikuna að bora alls 96,5 metra og var um nýtt met að ræða. Mánuðina og jafnvel síðustu árin á undan taldist það gott þegar þeir náðu yfir 30 metrum á viku. Skotsilfur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Það vakti athygli þegar tilkynnt var á dögunum að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, hefði tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Reynir Grétarsson, forstjóri og eigandi Creditinfo, sat í stjórn VÍS þegar ákveðið var að skipta um forstjóra í ágúst 2016 og ráða Jakob Sigurðsson, sem þá var stjórnarformaður Creditinfo, í stað Sigrúnar Rögnu. Vitað er að Reynir var á meðal þeirra í stjórnarmanna VÍS sem töluðu hvað helst fyrir því að ráða þyrfti nýjan forstjóra og lagði fram þá tillögu að fá Jakob í starfið.Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri CreditinfoFækkar í röðum Kaupþings Starfsmönnum Kaupþings hefur fækkað mjög að undanförnu samhliða því að félagið hefur verið að selja eignir í stórum stíl og hraða þannig útgreiðslum til hluthafa. Á meðal þeirra sem hafa nýlega látið af störfum er Marinó Guðmundsson sem hafði verið um árabil hjá Kaupþingi og var í hópi lykilstarfsmanna í eignastýringu. Starfsmenn munu fá greiddan bónus, eigi síðar en í apríl 2018, sem getur að hámarki verið 1.300 milljónir. Markmið bónuskerfisins, eins og kom fram í máli Pauls Copley, forstjóra Kaupþings, var einkum að „umbuna fólki til að leggja niður starf sitt hraðar en það annars gerði“. Það virðist vera að ganga eftir.Marinó Guðmundsson.Lán og nýtt met Ríkissjóður mun lána Vaðlaheiðargöngum 4,7 milljarða króna til viðbótar við 8,7 milljarða lánið til verkefnisins sem var samþykkt í júní 2012. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í mars að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið lánaði meira fé í framkvæmdina. Það var svo samþykkt í síðustu viku en þá gerðust einnig önnur undur og stórmerki. Verktakar í göngunum náðu þá vikuna að bora alls 96,5 metra og var um nýtt met að ræða. Mánuðina og jafnvel síðustu árin á undan taldist það gott þegar þeir náðu yfir 30 metrum á viku.
Skotsilfur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira