Viðskipti innlent

Seldu 114 þúsund lítra af jólabjór

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Jólabjórinn er orðinn hluti af hátíðinni hjá mörgum.
Jólabjórinn er orðinn hluti af hátíðinni hjá mörgum. vísir/Anton Brink
Sala á jólabjór fer þokkalega af stað en hún hófst miðvikudaginn 15. nóvember í síðustu viku. Samkvæmt Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, seldust 114 þúsund lítrar fyrstu vikuna – það er frá miðvikudegi til laugardags.

Í fyrra hófst salan á þriðjudegi en þá seldust 119 þúsund lítrar í fyrstu vikunni, sem þá var einum degi lengri en í ár.

Mest seldi jólabjórinn það sem af er er Tuborg Julebryg með um 42 prósent af seldu magni. Því næst koma jólabjórarnir frá Víking, Thule, Kalda og Jólagull.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×