Græn vakning verður meðal verslunarmanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. október 2017 06:00 Vitundarvakning í umhverfismálum setur mark sitt á matvöruverslanir. Vísir/stefán Netmatvöruverslunin Boxið býður viðskiptavinum sínum nú upp á að fyrirtækið skili dósum fyrir þá í endurvinnslu. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, einn eigenda Boxins, segir að reynsla starfsmanna Boxins sé sú að fólk hafi margt samviskubit þar sem það hafi einfaldlega ekki tíma í að flokka og skila. „Vegna þess ákváðum við að bjóða upp á þá þjónustu að taka dósir af heimilum fólks, fara með í endurvinnsluna og leggja svo andvirði skilagjaldsins inn á reikninginn hjá fólki á Boxinu,“ segir Sigurður og bætir því við að með þessu sé verið að nýta þá vannýttu auðlind sem dósirnar eru. Sigurður segir þetta gott fyrir umhverfið, viðskiptavini og fyrirtæki. Þar sem Boxið keyri vörur til viðskiptavina og taki með dósir í sömu ferð sparist líka eldsneyti þar sem bíll Boxins getur að því loknu farið með dósir margra fjölskyldna á endurvinnslustöð í einu í stað þess að margir bílar fari sömu ferð. Ákveðið var að bjóða upp á þessa þjónustu í tilefni af ársafmæli verslunarinnar. Sigurður segir að undanfarið ár hafi gengið vel og vöxtur hafi verið mikill. „Við erum alltaf að bæta síðuna og þjónustuna og auka úrvalið. Við finnum að fólk kann gríðarlega vel að meta svona þjónustu.“ En Boxið er ekki eina matvöruverslunin sem vill hugsa betur um umhverfið. Í gær var greint frá því að verslun Bónuss á Smáratorgi yrði opnuð í dag á nýjan leik. Í fréttatilkynningu sem Bónus sendi frá sér kemur fram að í nýju versluninni sé umhverfisþáttum gert hátt undir höfði. Viðskiptavinum nýju Bónusverslunarinnar býðst nú að skilja umbúðir eftir í versluninni og láta starfsmenn hennar um að flokka þær og skila. Þá segir í tilkynningunni að í öllum kælum og frystum sé grænt kælikerfi sem sé fremst á sviði umhverfisvænna kælikerfa. Eina kæliefnið sé íslenskur koltvísýringur og kemur hann í stað umhverfisskaðvaldsins freons. Þá sé vélbúnaður kerfanna jafnframt sparneytinn og kælum og frystum sé lokað með gegnsæjum lokum, bæði til að spara orku og bæta meðferð vöru. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Netmatvöruverslunin Boxið býður viðskiptavinum sínum nú upp á að fyrirtækið skili dósum fyrir þá í endurvinnslu. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, einn eigenda Boxins, segir að reynsla starfsmanna Boxins sé sú að fólk hafi margt samviskubit þar sem það hafi einfaldlega ekki tíma í að flokka og skila. „Vegna þess ákváðum við að bjóða upp á þá þjónustu að taka dósir af heimilum fólks, fara með í endurvinnsluna og leggja svo andvirði skilagjaldsins inn á reikninginn hjá fólki á Boxinu,“ segir Sigurður og bætir því við að með þessu sé verið að nýta þá vannýttu auðlind sem dósirnar eru. Sigurður segir þetta gott fyrir umhverfið, viðskiptavini og fyrirtæki. Þar sem Boxið keyri vörur til viðskiptavina og taki með dósir í sömu ferð sparist líka eldsneyti þar sem bíll Boxins getur að því loknu farið með dósir margra fjölskyldna á endurvinnslustöð í einu í stað þess að margir bílar fari sömu ferð. Ákveðið var að bjóða upp á þessa þjónustu í tilefni af ársafmæli verslunarinnar. Sigurður segir að undanfarið ár hafi gengið vel og vöxtur hafi verið mikill. „Við erum alltaf að bæta síðuna og þjónustuna og auka úrvalið. Við finnum að fólk kann gríðarlega vel að meta svona þjónustu.“ En Boxið er ekki eina matvöruverslunin sem vill hugsa betur um umhverfið. Í gær var greint frá því að verslun Bónuss á Smáratorgi yrði opnuð í dag á nýjan leik. Í fréttatilkynningu sem Bónus sendi frá sér kemur fram að í nýju versluninni sé umhverfisþáttum gert hátt undir höfði. Viðskiptavinum nýju Bónusverslunarinnar býðst nú að skilja umbúðir eftir í versluninni og láta starfsmenn hennar um að flokka þær og skila. Þá segir í tilkynningunni að í öllum kælum og frystum sé grænt kælikerfi sem sé fremst á sviði umhverfisvænna kælikerfa. Eina kæliefnið sé íslenskur koltvísýringur og kemur hann í stað umhverfisskaðvaldsins freons. Þá sé vélbúnaður kerfanna jafnframt sparneytinn og kælum og frystum sé lokað með gegnsæjum lokum, bæði til að spara orku og bæta meðferð vöru.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira