Utanríkisráðherra segir tímabært að ræða um norðurslóðir sem viðskiptasvæði Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2017 11:11 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti ávarp á Hringborði norðurslóða í Hörpu í morgun. utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að tryggja verði sjálfbæra þróun efnahags- og viðskiptalífs á norðurslóðum, allt í sátt við við umhverfið á svæðinu. Þetta sagði ráðherra í ávarpi sínu á Hringborði norðurslóða í morgun. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að ráðherra hafi lagt höfuðáherslu á að tryggja sjálfbæra og friðsamlega þróun á norðurslóðum á sama tíma og augu beindust í æ ríkari mæli að svæðinu. „Norðurslóðir eru að opnast, í eiginlegum og óeiginlegum skilningi og því er tímabært að ræða þær sem viðskiptasvæði. Nýir möguleikar og áskoranir eru að líta dagsins ljós í viðskiptum, flutningum, ferðamennsku, fjárfestingum, námugreftri, rannsóknum, þjónustu og félagslegri þróun, svo eitthvað sé nefnt,” sagði ráðherra. Guðlaugur Þór sagði að gæta yrði að umhverfinu þar sem óvíða væru áhrif loftslagsbreytinga sýnilegri en á norðurslóðum og að þær hefðu svo aftur áhrif um allan heim. Alþjóðleg samvinna ríkja væri lykillinn að því að takast á við þær. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með bráðnun íss breyttust aðstæður sem margir horfðu til, til dæmis í flutningum. Þannig styttist leiðin á milli Asíu og Norður-Evrópu um allt að 40 prósent væri farið norður fyrir Rússland. Á síðasta ári hefðu um 7,6 milljón tonn verið flutt þá leið og gert væri ráð fyrir að 35 milljónir tonna yrðu flutt sömu leið árið 2025. Ráðherrann sagði mikilvægt að sinna þessu verkefni í gegnum Viðskiptaráð norðurslóða, sem stofnað var 2014 til að greiða fyrir viðskiptum og ábyrgri efnahagsþróun. Margar áskoranir fylgdu þessum breytingum í tengslum við umhverfi, öryggi og innviði á svæði sem um fjórar milljónir manna byggja. „Efnahagsþróun á norðurslóðum verður ekki aðeins að vera sjálfbær og taka tillit til viðkvæmra vistkerfa, hún á líka að nýtast þeim sem á svæðinu búa; með bættum innviðum, heilsugæslu, skólum, samskiptakerfum og öðrum þáttum nútíma samfélags,” sagði ráðherra. Sagði hann að fara yrði með gát í efnahagsþróun á norðurslóðum og byggja á traustri vísindalegri og tæknilegri þekkingu sem fengist hefði með reynslu af svæðinu. „Takist okkur að finna hinn gullna meðalveg, er ég sannfærður um að framtíð norðurslóða er björt, bæði fyrir náttúruna, viðskipti og íbúa,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að tryggja verði sjálfbæra þróun efnahags- og viðskiptalífs á norðurslóðum, allt í sátt við við umhverfið á svæðinu. Þetta sagði ráðherra í ávarpi sínu á Hringborði norðurslóða í morgun. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að ráðherra hafi lagt höfuðáherslu á að tryggja sjálfbæra og friðsamlega þróun á norðurslóðum á sama tíma og augu beindust í æ ríkari mæli að svæðinu. „Norðurslóðir eru að opnast, í eiginlegum og óeiginlegum skilningi og því er tímabært að ræða þær sem viðskiptasvæði. Nýir möguleikar og áskoranir eru að líta dagsins ljós í viðskiptum, flutningum, ferðamennsku, fjárfestingum, námugreftri, rannsóknum, þjónustu og félagslegri þróun, svo eitthvað sé nefnt,” sagði ráðherra. Guðlaugur Þór sagði að gæta yrði að umhverfinu þar sem óvíða væru áhrif loftslagsbreytinga sýnilegri en á norðurslóðum og að þær hefðu svo aftur áhrif um allan heim. Alþjóðleg samvinna ríkja væri lykillinn að því að takast á við þær. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með bráðnun íss breyttust aðstæður sem margir horfðu til, til dæmis í flutningum. Þannig styttist leiðin á milli Asíu og Norður-Evrópu um allt að 40 prósent væri farið norður fyrir Rússland. Á síðasta ári hefðu um 7,6 milljón tonn verið flutt þá leið og gert væri ráð fyrir að 35 milljónir tonna yrðu flutt sömu leið árið 2025. Ráðherrann sagði mikilvægt að sinna þessu verkefni í gegnum Viðskiptaráð norðurslóða, sem stofnað var 2014 til að greiða fyrir viðskiptum og ábyrgri efnahagsþróun. Margar áskoranir fylgdu þessum breytingum í tengslum við umhverfi, öryggi og innviði á svæði sem um fjórar milljónir manna byggja. „Efnahagsþróun á norðurslóðum verður ekki aðeins að vera sjálfbær og taka tillit til viðkvæmra vistkerfa, hún á líka að nýtast þeim sem á svæðinu búa; með bættum innviðum, heilsugæslu, skólum, samskiptakerfum og öðrum þáttum nútíma samfélags,” sagði ráðherra. Sagði hann að fara yrði með gát í efnahagsþróun á norðurslóðum og byggja á traustri vísindalegri og tæknilegri þekkingu sem fengist hefði með reynslu af svæðinu. „Takist okkur að finna hinn gullna meðalveg, er ég sannfærður um að framtíð norðurslóða er björt, bæði fyrir náttúruna, viðskipti og íbúa,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent